Segir að Ferguson hafi verið í fullum rétti að taka Kean út af eftir 19 mínútur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. desember 2019 11:30 Everton hefur náð í fjögur stig í tveimur leikjum undir stjórn Fergusons. vísir/getty Jamie Carragher segir að Duncan Ferguson, bráðabirgðastjóri Everton, hafi verið í fullum rétti til að taka Moise Kean af velli í jafnteflinu við Manchester United á sunnudaginn, aðeins 19 mínútum eftir að hann kom inn á. Margir voru undrandi á þessari ákvörðun Fergusons enda ekki algent að varamenn séu teknir af velli nema þeir séu meiddir. Carragher fór yfir þennan stutta tíma sem Kean var inni á vellinum. Ítalski framherjinn byrjaði á því að fara í vitlausa stöðu og Ferguson skammaði hann svo fyrir að vera ekki nógu fljótur að hlaupa til baka. Carragher telur að eftir að Kean tapaði boltanum og braut svo klaufalega af sér hafi Ferguson fengið nóg og ákveðið að taka hann af velli. „Duncan Ferguson hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir þessa ákvörðun og fólk hefur sagt að þú getir ekki gert þetta við leikmann,“ sagði Carragher. „Víst máttu gera þetta. Ég spilaði í úrslitaleik gegn Manchester United þar sem Gérard Houllier tók Milan Baros út af í sömu stöðu. Baros grét eftir leikinn.“ Carragher segir að starf knattspyrnustjóra felist fyrst og fremst í því að ná úrslitunum. „Þetta er ekki eigingjörn ákvörðun og þú mátt taka þessa ákvörðun. En Kean átti ekki skilið að vera tekinn af velli miðað við frammistöðuna og var frekar óheppinn,“ sagði Carragher. Greiningu Carraghers má sjá hér fyrir neðan. Analysis of the Moise Kean substitution!pic.twitter.com/rI0LlKPDRP— Jamie Carragher (@Carra23) December 16, 2019 Kean hefur ekki átt sjö dagana sæla síðan hann kom til Everton frá Juventus í sumar. Hann hefur ekki átt fast sæti í liði Everton og ekki enn skorað fyrir liðið. Everton er í 16. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 18 stig, þremur stigum frá fallsæti. Enski boltinn Tengdar fréttir Segja Emery hafa hafnað tilboði Everton Enn eftirspurn eftir Unai Emery í enska boltanum. 15. desember 2019 08:00 Veikindi Gylfa komu í veg fyrir að hann gæti jafnað met Gerrard Gylfi Þór Sigurðsson gat ekki spilað með Everton á Old Trafford í gær vegna veikinda. 16. desember 2019 13:30 Stóri Duncan stýrir Gylfa og félögum gegn United Duncan Ferguson verður á hliðarlínunni og stýrir Everton um helgina er liðið mætir Manchester United á útivelli. 12. desember 2019 06:30 Ferguson um skiptinguna umdeildu: „Þurfti að drepa tíma“ Moise Kean var tekinn af velli 19 mínútum eftir að hann kom inn á gegn Manchester United. 15. desember 2019 16:39 Sky segir Ancelotti á æfingasvæði Everton en Balague er ósammála Ítalski knattspyrnustjórinn, Carlo Ancelotti, er mættur á æfingasvæði Everton þar sem hann er mættur til að ræða við enska félagið. 16. desember 2019 17:33 Mest lesið Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Annað enskt barn heimsmeistari Sport Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Golf Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fleiri fréttir Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Sjá meira
Jamie Carragher segir að Duncan Ferguson, bráðabirgðastjóri Everton, hafi verið í fullum rétti til að taka Moise Kean af velli í jafnteflinu við Manchester United á sunnudaginn, aðeins 19 mínútum eftir að hann kom inn á. Margir voru undrandi á þessari ákvörðun Fergusons enda ekki algent að varamenn séu teknir af velli nema þeir séu meiddir. Carragher fór yfir þennan stutta tíma sem Kean var inni á vellinum. Ítalski framherjinn byrjaði á því að fara í vitlausa stöðu og Ferguson skammaði hann svo fyrir að vera ekki nógu fljótur að hlaupa til baka. Carragher telur að eftir að Kean tapaði boltanum og braut svo klaufalega af sér hafi Ferguson fengið nóg og ákveðið að taka hann af velli. „Duncan Ferguson hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir þessa ákvörðun og fólk hefur sagt að þú getir ekki gert þetta við leikmann,“ sagði Carragher. „Víst máttu gera þetta. Ég spilaði í úrslitaleik gegn Manchester United þar sem Gérard Houllier tók Milan Baros út af í sömu stöðu. Baros grét eftir leikinn.“ Carragher segir að starf knattspyrnustjóra felist fyrst og fremst í því að ná úrslitunum. „Þetta er ekki eigingjörn ákvörðun og þú mátt taka þessa ákvörðun. En Kean átti ekki skilið að vera tekinn af velli miðað við frammistöðuna og var frekar óheppinn,“ sagði Carragher. Greiningu Carraghers má sjá hér fyrir neðan. Analysis of the Moise Kean substitution!pic.twitter.com/rI0LlKPDRP— Jamie Carragher (@Carra23) December 16, 2019 Kean hefur ekki átt sjö dagana sæla síðan hann kom til Everton frá Juventus í sumar. Hann hefur ekki átt fast sæti í liði Everton og ekki enn skorað fyrir liðið. Everton er í 16. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 18 stig, þremur stigum frá fallsæti.
Enski boltinn Tengdar fréttir Segja Emery hafa hafnað tilboði Everton Enn eftirspurn eftir Unai Emery í enska boltanum. 15. desember 2019 08:00 Veikindi Gylfa komu í veg fyrir að hann gæti jafnað met Gerrard Gylfi Þór Sigurðsson gat ekki spilað með Everton á Old Trafford í gær vegna veikinda. 16. desember 2019 13:30 Stóri Duncan stýrir Gylfa og félögum gegn United Duncan Ferguson verður á hliðarlínunni og stýrir Everton um helgina er liðið mætir Manchester United á útivelli. 12. desember 2019 06:30 Ferguson um skiptinguna umdeildu: „Þurfti að drepa tíma“ Moise Kean var tekinn af velli 19 mínútum eftir að hann kom inn á gegn Manchester United. 15. desember 2019 16:39 Sky segir Ancelotti á æfingasvæði Everton en Balague er ósammála Ítalski knattspyrnustjórinn, Carlo Ancelotti, er mættur á æfingasvæði Everton þar sem hann er mættur til að ræða við enska félagið. 16. desember 2019 17:33 Mest lesið Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Annað enskt barn heimsmeistari Sport Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Golf Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fleiri fréttir Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Van Dijk sáttur við frammistöðu Trents á móti Man. United Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Guardiola vill fá þrennu-Grealish aftur Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd „Ef við gerum það ekki allar stundir munum við tapa leikjum“ „Verðum að halda áfram og við munum gera það“ „Ef við getum þetta á Anfield þá getum við þetta alls staðar“ Þrjú víti og Ipswich áfram í fallsæti Jafntefli niðurstaðan í einum af leikjum ársins Amorim segir leikmenn sína hrædda Fá 21 árs Tékka í miðri markvarðakrísu Stórleikurinn fer fram þrátt fyrir snjóinn „Við stýrðum leiknum ekki nægilega vel“ Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Willum Þór skoraði þegar Birmingham tyllti sér á toppinn Arsenal mistókst að setja aukna pressu á Liverpool Slæmt gengi gestanna heldur áfram Meistararnir unnu annan leikinn í röð Isak með Newcastle áfram á miklu flugi Valdi ekki Salah í lið ársins hingað til Miðvörður Chelsea illa meiddur enn á ný Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Sjá meira
Segja Emery hafa hafnað tilboði Everton Enn eftirspurn eftir Unai Emery í enska boltanum. 15. desember 2019 08:00
Veikindi Gylfa komu í veg fyrir að hann gæti jafnað met Gerrard Gylfi Þór Sigurðsson gat ekki spilað með Everton á Old Trafford í gær vegna veikinda. 16. desember 2019 13:30
Stóri Duncan stýrir Gylfa og félögum gegn United Duncan Ferguson verður á hliðarlínunni og stýrir Everton um helgina er liðið mætir Manchester United á útivelli. 12. desember 2019 06:30
Ferguson um skiptinguna umdeildu: „Þurfti að drepa tíma“ Moise Kean var tekinn af velli 19 mínútum eftir að hann kom inn á gegn Manchester United. 15. desember 2019 16:39
Sky segir Ancelotti á æfingasvæði Everton en Balague er ósammála Ítalski knattspyrnustjórinn, Carlo Ancelotti, er mættur á æfingasvæði Everton þar sem hann er mættur til að ræða við enska félagið. 16. desember 2019 17:33