Segir að Ferguson hafi verið í fullum rétti að taka Kean út af eftir 19 mínútur Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 17. desember 2019 11:30 Everton hefur náð í fjögur stig í tveimur leikjum undir stjórn Fergusons. vísir/getty Jamie Carragher segir að Duncan Ferguson, bráðabirgðastjóri Everton, hafi verið í fullum rétti til að taka Moise Kean af velli í jafnteflinu við Manchester United á sunnudaginn, aðeins 19 mínútum eftir að hann kom inn á. Margir voru undrandi á þessari ákvörðun Fergusons enda ekki algent að varamenn séu teknir af velli nema þeir séu meiddir. Carragher fór yfir þennan stutta tíma sem Kean var inni á vellinum. Ítalski framherjinn byrjaði á því að fara í vitlausa stöðu og Ferguson skammaði hann svo fyrir að vera ekki nógu fljótur að hlaupa til baka. Carragher telur að eftir að Kean tapaði boltanum og braut svo klaufalega af sér hafi Ferguson fengið nóg og ákveðið að taka hann af velli. „Duncan Ferguson hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir þessa ákvörðun og fólk hefur sagt að þú getir ekki gert þetta við leikmann,“ sagði Carragher. „Víst máttu gera þetta. Ég spilaði í úrslitaleik gegn Manchester United þar sem Gérard Houllier tók Milan Baros út af í sömu stöðu. Baros grét eftir leikinn.“ Carragher segir að starf knattspyrnustjóra felist fyrst og fremst í því að ná úrslitunum. „Þetta er ekki eigingjörn ákvörðun og þú mátt taka þessa ákvörðun. En Kean átti ekki skilið að vera tekinn af velli miðað við frammistöðuna og var frekar óheppinn,“ sagði Carragher. Greiningu Carraghers má sjá hér fyrir neðan. Analysis of the Moise Kean substitution!pic.twitter.com/rI0LlKPDRP— Jamie Carragher (@Carra23) December 16, 2019 Kean hefur ekki átt sjö dagana sæla síðan hann kom til Everton frá Juventus í sumar. Hann hefur ekki átt fast sæti í liði Everton og ekki enn skorað fyrir liðið. Everton er í 16. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 18 stig, þremur stigum frá fallsæti. Enski boltinn Tengdar fréttir Segja Emery hafa hafnað tilboði Everton Enn eftirspurn eftir Unai Emery í enska boltanum. 15. desember 2019 08:00 Veikindi Gylfa komu í veg fyrir að hann gæti jafnað met Gerrard Gylfi Þór Sigurðsson gat ekki spilað með Everton á Old Trafford í gær vegna veikinda. 16. desember 2019 13:30 Stóri Duncan stýrir Gylfa og félögum gegn United Duncan Ferguson verður á hliðarlínunni og stýrir Everton um helgina er liðið mætir Manchester United á útivelli. 12. desember 2019 06:30 Ferguson um skiptinguna umdeildu: „Þurfti að drepa tíma“ Moise Kean var tekinn af velli 19 mínútum eftir að hann kom inn á gegn Manchester United. 15. desember 2019 16:39 Sky segir Ancelotti á æfingasvæði Everton en Balague er ósammála Ítalski knattspyrnustjórinn, Carlo Ancelotti, er mættur á æfingasvæði Everton þar sem hann er mættur til að ræða við enska félagið. 16. desember 2019 17:33 Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Sjá meira
Jamie Carragher segir að Duncan Ferguson, bráðabirgðastjóri Everton, hafi verið í fullum rétti til að taka Moise Kean af velli í jafnteflinu við Manchester United á sunnudaginn, aðeins 19 mínútum eftir að hann kom inn á. Margir voru undrandi á þessari ákvörðun Fergusons enda ekki algent að varamenn séu teknir af velli nema þeir séu meiddir. Carragher fór yfir þennan stutta tíma sem Kean var inni á vellinum. Ítalski framherjinn byrjaði á því að fara í vitlausa stöðu og Ferguson skammaði hann svo fyrir að vera ekki nógu fljótur að hlaupa til baka. Carragher telur að eftir að Kean tapaði boltanum og braut svo klaufalega af sér hafi Ferguson fengið nóg og ákveðið að taka hann af velli. „Duncan Ferguson hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir þessa ákvörðun og fólk hefur sagt að þú getir ekki gert þetta við leikmann,“ sagði Carragher. „Víst máttu gera þetta. Ég spilaði í úrslitaleik gegn Manchester United þar sem Gérard Houllier tók Milan Baros út af í sömu stöðu. Baros grét eftir leikinn.“ Carragher segir að starf knattspyrnustjóra felist fyrst og fremst í því að ná úrslitunum. „Þetta er ekki eigingjörn ákvörðun og þú mátt taka þessa ákvörðun. En Kean átti ekki skilið að vera tekinn af velli miðað við frammistöðuna og var frekar óheppinn,“ sagði Carragher. Greiningu Carraghers má sjá hér fyrir neðan. Analysis of the Moise Kean substitution!pic.twitter.com/rI0LlKPDRP— Jamie Carragher (@Carra23) December 16, 2019 Kean hefur ekki átt sjö dagana sæla síðan hann kom til Everton frá Juventus í sumar. Hann hefur ekki átt fast sæti í liði Everton og ekki enn skorað fyrir liðið. Everton er í 16. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 18 stig, þremur stigum frá fallsæti.
Enski boltinn Tengdar fréttir Segja Emery hafa hafnað tilboði Everton Enn eftirspurn eftir Unai Emery í enska boltanum. 15. desember 2019 08:00 Veikindi Gylfa komu í veg fyrir að hann gæti jafnað met Gerrard Gylfi Þór Sigurðsson gat ekki spilað með Everton á Old Trafford í gær vegna veikinda. 16. desember 2019 13:30 Stóri Duncan stýrir Gylfa og félögum gegn United Duncan Ferguson verður á hliðarlínunni og stýrir Everton um helgina er liðið mætir Manchester United á útivelli. 12. desember 2019 06:30 Ferguson um skiptinguna umdeildu: „Þurfti að drepa tíma“ Moise Kean var tekinn af velli 19 mínútum eftir að hann kom inn á gegn Manchester United. 15. desember 2019 16:39 Sky segir Ancelotti á æfingasvæði Everton en Balague er ósammála Ítalski knattspyrnustjórinn, Carlo Ancelotti, er mættur á æfingasvæði Everton þar sem hann er mættur til að ræða við enska félagið. 16. desember 2019 17:33 Mest lesið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Sviptir hulunni af dularfullu dollunni Fótbolti Uppgjörið: KR - ÍA 5-0 | Skemmtikraftarnir slógu ekki slöku við Íslenski boltinn „Þetta er fallegasti klúbbur í heimi“ Fótbolti Lið Hákonar hefur grætt mest á leikmannasölum í allri Evrópu Fótbolti Iðunn og Guðrún Fanney Norðurlandameistarar í skák Sport „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Handbolti Sjáðu markaveislu KR og rothögg KA gegn FH Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Handbolti Lakers sprungu og eiga bara eina líflínu Körfubolti Fleiri fréttir Brómansinn í hæstu hæðum: Lét fólkið syngja til heiðurs Klopp Willum skoraði og lagði upp í stórsigri Birmingham City City í úrslit þriðja árið í röð Englandsmeistaratitillinn tryggður með stæl Höjlund bjargaði United i blálokin á móti tíu mönnum Bournemouth Fjögur lið gætu staðið heiðursvörð fyrir Liverpool Tímabilið gæti verið búið hjá Marcus Rashford Jón Daði skoraði og Victor vann Íslendingaslaginn Newcastle felldi Ipswich og komst upp í þriðja sætið Chelsea upp í fjórða sætið Evra vill berjast við Suárez í búrinu: Hann má meira að segja bíta mig „Vilja allir spila fyrir Man United“ Kidd kominn í eigendahóp Everton Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Arteta ætlar ekki að hvíla Saka fyrir Meistaradeildina Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Klásúlan virkjuð en enn óvíst hvort Chelsea kaupi Sancho Dramatík í Manchester United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Sjá meira
Segja Emery hafa hafnað tilboði Everton Enn eftirspurn eftir Unai Emery í enska boltanum. 15. desember 2019 08:00
Veikindi Gylfa komu í veg fyrir að hann gæti jafnað met Gerrard Gylfi Þór Sigurðsson gat ekki spilað með Everton á Old Trafford í gær vegna veikinda. 16. desember 2019 13:30
Stóri Duncan stýrir Gylfa og félögum gegn United Duncan Ferguson verður á hliðarlínunni og stýrir Everton um helgina er liðið mætir Manchester United á útivelli. 12. desember 2019 06:30
Ferguson um skiptinguna umdeildu: „Þurfti að drepa tíma“ Moise Kean var tekinn af velli 19 mínútum eftir að hann kom inn á gegn Manchester United. 15. desember 2019 16:39
Sky segir Ancelotti á æfingasvæði Everton en Balague er ósammála Ítalski knattspyrnustjórinn, Carlo Ancelotti, er mættur á æfingasvæði Everton þar sem hann er mættur til að ræða við enska félagið. 16. desember 2019 17:33