Fimm ástæður fyrir því af hverju það skiptir miklu máli fyrir Liverpool að vinna HM í Katar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. desember 2019 09:00 Liverpool er búið að vinna einn titil á þessu tímabili en þeir geta enn orðið fimm talsins. Hér er Sadio Mane með Ofurbikar Evrópu. Getty/Mike Kireev Liverpool hefur í kvöld leik í heimsmeistarakeppni félagasliða í Katar sem hefur aukið álagið talsvert á topplið ensku úrvalsdeildarinnar. Þetta er samt mikilvæg keppni fyrir Liverpool en aðeins sigurvegarar Meistaradeildarinnar fá að taka þar þátt af liðunum frá Evrópu. Liverpool leikur við Monterrey frá Mexíkó og er komið út til Katar með alla sína bestu menn sem sást best á því krakkaliði sem félagið stillti upp á móti Aston Villa í enska deildabikarnum í gær. Breska ríkisútvarpið fann fimm ástæður fyrir því af hverju það skiptir miklu máli fyrir Liverpool að vinna heimsmeistaramót félagsliða í Katar. In less than 20 hours time, Liverpool will be in action again. Watch their Club World Cup semi-final live on @BBCTwo Here's everything you need to know https://t.co/lKUTkrvzBwpic.twitter.com/KgagQamlGt— BBC Sport (@BBCSport) December 17, 2019 Sögulegt titlatímabil? Liverpool getur enn unnið fimm titla á þessu tímabili en liðið missti af þeim sjötta með tapinu á móti Aston Villa í enska deildabikarnum í gær. Engu ensku liði hefur tekist það að vinna fleiri en fjóra titla á einu tímabili. Liverpool átti reyndar möguleika á að vinna sjö en tapaði leiknum um Samfélasskjöldinn í ágúst.Fyrir Klopp? Knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp vill vinna þennan titil. „Eina ástæðan fyrir okkur að fara alla þessa leið er til þess að reyna að vinna þennan titil og við ætlum að reyna allt til þess,“ sagði Klopp. Klopp var búinn að tapa sex úrslitaleikjum í röð þegar Liverpool vann Tottenham í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í júní en með sigri í þessari keppni getur hann stigið skref í að breyta ímynd sinni sem silfurstjórinn.Generalprufa fyrir HM Fullt af leikmönnum Liverpool eiga möguleika á að keppa á HM landsliða í Katar sem fer fram í árslok 2022. Á heimsmeistarakeppni félagsliða í ár fá þeir tækifæri til að kynnast aðeins aðstæðunum í Katar en allir útsláttarleikirnir á HM 2022 í Katar fara einmitt fram í desembermánuði.Peningar, peningar, peningar Liverpool vann sér inn mikinn pening með sigri sínum í Meistaradeildinni en það líka gaf félaginu tækifæri að vinna átta milljónir punda í viðbót eða 1296 milljónir íslenskra króna. Ef við tökum mið af kaupum Liverpool undanfarin ár er það jafnmikið og einn Andy Robertson eða tvö stykki af Joe Gomez. Liverpool fékk fjórar milljónir punda fyrir sigurinn í Ofurbikar UEFA og aðrar fjórar milljónir punda eru í boði fyrir sigur í HM félagsliða. The December day when the rising sons of Flamengo outshone Liverpool | By @JoshuaMLawhttps://t.co/ggk39x7vSn— The Guardian (@guardian) December 16, 2019 Fyrsti HM-titillinn og hefnd fyrir 1981 Liverpool tapaði 3-0 fyrir brasilíska félaginu Flemengo í Álfubikar félagsliða árið 1981 sem var forveri HM félagsliða. Liverpool hefur aldrei unnið heimsmeistarakeppni félagsliða en fær annað tækifæri á móti Flemengo komist Liverpool liðið í úrslitaleikinn. Leikmenn Liverpool töpuðu 1-0 á móti Sao Paulo þegar þeir mættu síðast í þessa keppni árið 2005. Á þeim 38 árum sem eru liðin frá tapinu á móti Flamengo í Tókýó árið 1981 hefur Liverpool unnið sex enska meistaratitla og orðið þrisvar sinnum Evrópumeistari en félagið bíður enn eftir sínum fyrsta heimsmeistaratitli. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Fótbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fleiri fréttir Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Sjá meira
Liverpool hefur í kvöld leik í heimsmeistarakeppni félagasliða í Katar sem hefur aukið álagið talsvert á topplið ensku úrvalsdeildarinnar. Þetta er samt mikilvæg keppni fyrir Liverpool en aðeins sigurvegarar Meistaradeildarinnar fá að taka þar þátt af liðunum frá Evrópu. Liverpool leikur við Monterrey frá Mexíkó og er komið út til Katar með alla sína bestu menn sem sást best á því krakkaliði sem félagið stillti upp á móti Aston Villa í enska deildabikarnum í gær. Breska ríkisútvarpið fann fimm ástæður fyrir því af hverju það skiptir miklu máli fyrir Liverpool að vinna heimsmeistaramót félagsliða í Katar. In less than 20 hours time, Liverpool will be in action again. Watch their Club World Cup semi-final live on @BBCTwo Here's everything you need to know https://t.co/lKUTkrvzBwpic.twitter.com/KgagQamlGt— BBC Sport (@BBCSport) December 17, 2019 Sögulegt titlatímabil? Liverpool getur enn unnið fimm titla á þessu tímabili en liðið missti af þeim sjötta með tapinu á móti Aston Villa í enska deildabikarnum í gær. Engu ensku liði hefur tekist það að vinna fleiri en fjóra titla á einu tímabili. Liverpool átti reyndar möguleika á að vinna sjö en tapaði leiknum um Samfélasskjöldinn í ágúst.Fyrir Klopp? Knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp vill vinna þennan titil. „Eina ástæðan fyrir okkur að fara alla þessa leið er til þess að reyna að vinna þennan titil og við ætlum að reyna allt til þess,“ sagði Klopp. Klopp var búinn að tapa sex úrslitaleikjum í röð þegar Liverpool vann Tottenham í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í júní en með sigri í þessari keppni getur hann stigið skref í að breyta ímynd sinni sem silfurstjórinn.Generalprufa fyrir HM Fullt af leikmönnum Liverpool eiga möguleika á að keppa á HM landsliða í Katar sem fer fram í árslok 2022. Á heimsmeistarakeppni félagsliða í ár fá þeir tækifæri til að kynnast aðeins aðstæðunum í Katar en allir útsláttarleikirnir á HM 2022 í Katar fara einmitt fram í desembermánuði.Peningar, peningar, peningar Liverpool vann sér inn mikinn pening með sigri sínum í Meistaradeildinni en það líka gaf félaginu tækifæri að vinna átta milljónir punda í viðbót eða 1296 milljónir íslenskra króna. Ef við tökum mið af kaupum Liverpool undanfarin ár er það jafnmikið og einn Andy Robertson eða tvö stykki af Joe Gomez. Liverpool fékk fjórar milljónir punda fyrir sigurinn í Ofurbikar UEFA og aðrar fjórar milljónir punda eru í boði fyrir sigur í HM félagsliða. The December day when the rising sons of Flamengo outshone Liverpool | By @JoshuaMLawhttps://t.co/ggk39x7vSn— The Guardian (@guardian) December 16, 2019 Fyrsti HM-titillinn og hefnd fyrir 1981 Liverpool tapaði 3-0 fyrir brasilíska félaginu Flemengo í Álfubikar félagsliða árið 1981 sem var forveri HM félagsliða. Liverpool hefur aldrei unnið heimsmeistarakeppni félagsliða en fær annað tækifæri á móti Flemengo komist Liverpool liðið í úrslitaleikinn. Leikmenn Liverpool töpuðu 1-0 á móti Sao Paulo þegar þeir mættu síðast í þessa keppni árið 2005. Á þeim 38 árum sem eru liðin frá tapinu á móti Flamengo í Tókýó árið 1981 hefur Liverpool unnið sex enska meistaratitla og orðið þrisvar sinnum Evrópumeistari en félagið bíður enn eftir sínum fyrsta heimsmeistaratitli.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Íslendingar ættu frekar að vera hræddir Handbolti Íslendingar sitja fastir í Svíþjóð Handbolti Dagur henti tveimur leikmönnum sínum upp í stúku Handbolti Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gleðin snerist í sorg hjá Danmörku Handbolti Austurríkismenn hjálpuðu Alfreð Handbolti Úthúðuðu Alfreð og starfið talið í húfi í kvöld Handbolti Alfreð mætti með sína menn klára í leik upp á líf eða dauða Handbolti Marokkó leitar réttar síns hjá FIFA: „Þetta sár grær ekki auðveldlega“ Fótbolti „Elvar og Ýmir voru rosalegir“ Handbolti Fleiri fréttir Hjólhestaspyrna táningsins tryggði Brighton stig Guéhi genginn til liðs við City „Þetta eru svakaleg kaup“ Sagður fá lengri líflínu „Þegar þú ert ráðinn til Chelsea er bara spurning hvenær þú verður rekinn“ Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Draumabyrjun hjá Carrick Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Slot segir Salah enn vera mjög mikilvægan fyrir Liverpool Glasner hættir með Crystal Palace í vor og Guehi fer nú í janúar Félagsfærni og persónuleiki skiptir miklu máli þegar Tuchel velur HM-hópinn Nýr þjálfari Chelsea minnti leikmenn á að þvo sér um hendur Engin mistök þegar „rangstöðumark“ Wirtz var dæmt gilt Ekki viss um framtíð sína hjá Liverpool Nýr stjóri Chelsea sagðist sjálfur bera ábyrgð á mistökum markvarðarins „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Sjá meira