Svíþjóðardemókratar mælast stærstir Atli Ísleifsson skrifar 19. desember 2019 08:34 Jimmie Åkesson hefur leitt Svíþjóðardemókrata frá 2005. Getty Svíþjóðardemókratar hafa í fyrsta sinn mælst stærsti flokkur Svíþjóðar í skoðanakönnun sænska ríkissjónvarpsins SVT og Novus. Flokkurinn mælist með 24 prósent fylgi, en Jafnaðarmannaflokkur Stefan Löfven forsætisráðherra 23,7 prósent. Munurinn milli flokkanna er þó innan skekkjumarka. Fylgi Svíþjóðardemókrata hefur aukist í könnunum síðustu mánuði, og á sama tíma hefur fylgi Jafnaðarmannaflokksins dalað. Í frétt SVT segir að Jafnaðarmannaflokkurinn sé fyrst og fremst að missa fylgi meðal þeirra sem segjast ekki myndu kjósa yrði kosið í dag, en einnig til Hægriflokksins (Moderaterna) og Svíþjóðardemókrata. Að sama skapi eru Svíþjóðardemókratar að sækja fylgi frá kjósendum Hægriflokksins, Kristilegra demókrata og Jafnaðarmanna. Fyrr í mánuðinum var greint frá því að Jimmie Åkesson, formaður Svíþjóðardemókrata, og Ulf Kristersson, formaður Hægriflokksins, hafi átt vinnufund þar sem þeir ræddu stöðuna í pólitíkinni og mögulegt samstarf. Var þetta í fyrsta fundur sinnar tegundar en Svíþjóðardemókratar hafa verið í kuldanum á sænska þinginu allt frá því að þeir náðu mönnum á þing árið 2010. Hafa aðrir flokkar sniðgengið flokkinn vegna harðrar stefnu flokksins í innflytjendamálum.Könnun SVT og Novus (18. nóvember til 15. desember)Svíþjóðardemókratar 24,0% (+2,5% frá fyrri könnun)Jafnaðarmannaflokkurinn 23,7% (-2,3%)Hægriflokkurinn 17,9% (-0,4%)Vinstriflokkurinn 9,9% (+0,6%)Miðflokkurinn 8,3% (+0,5%)Kristilegir demókratar 6,2% (-0,9%)Græningjar 5,0% (+0,2%)Frjálslyndir 3,5% (+0,1%)Aðrir flokkar 1,5% (-0,3%(Óvissir 5,9% Svíþjóð Tengdar fréttir Svíþjóðardemókratar ekki lengur í kuldanum á hægri vængnum Ulf Kristersson og Jimmie Åkesson áttu í morgun sinn fyrsta formlega fund og hafa þeir báðir opnað á samstarf milli flokkanna. 4. desember 2019 13:14 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Sjá meira
Svíþjóðardemókratar hafa í fyrsta sinn mælst stærsti flokkur Svíþjóðar í skoðanakönnun sænska ríkissjónvarpsins SVT og Novus. Flokkurinn mælist með 24 prósent fylgi, en Jafnaðarmannaflokkur Stefan Löfven forsætisráðherra 23,7 prósent. Munurinn milli flokkanna er þó innan skekkjumarka. Fylgi Svíþjóðardemókrata hefur aukist í könnunum síðustu mánuði, og á sama tíma hefur fylgi Jafnaðarmannaflokksins dalað. Í frétt SVT segir að Jafnaðarmannaflokkurinn sé fyrst og fremst að missa fylgi meðal þeirra sem segjast ekki myndu kjósa yrði kosið í dag, en einnig til Hægriflokksins (Moderaterna) og Svíþjóðardemókrata. Að sama skapi eru Svíþjóðardemókratar að sækja fylgi frá kjósendum Hægriflokksins, Kristilegra demókrata og Jafnaðarmanna. Fyrr í mánuðinum var greint frá því að Jimmie Åkesson, formaður Svíþjóðardemókrata, og Ulf Kristersson, formaður Hægriflokksins, hafi átt vinnufund þar sem þeir ræddu stöðuna í pólitíkinni og mögulegt samstarf. Var þetta í fyrsta fundur sinnar tegundar en Svíþjóðardemókratar hafa verið í kuldanum á sænska þinginu allt frá því að þeir náðu mönnum á þing árið 2010. Hafa aðrir flokkar sniðgengið flokkinn vegna harðrar stefnu flokksins í innflytjendamálum.Könnun SVT og Novus (18. nóvember til 15. desember)Svíþjóðardemókratar 24,0% (+2,5% frá fyrri könnun)Jafnaðarmannaflokkurinn 23,7% (-2,3%)Hægriflokkurinn 17,9% (-0,4%)Vinstriflokkurinn 9,9% (+0,6%)Miðflokkurinn 8,3% (+0,5%)Kristilegir demókratar 6,2% (-0,9%)Græningjar 5,0% (+0,2%)Frjálslyndir 3,5% (+0,1%)Aðrir flokkar 1,5% (-0,3%(Óvissir 5,9%
Svíþjóð Tengdar fréttir Svíþjóðardemókratar ekki lengur í kuldanum á hægri vængnum Ulf Kristersson og Jimmie Åkesson áttu í morgun sinn fyrsta formlega fund og hafa þeir báðir opnað á samstarf milli flokkanna. 4. desember 2019 13:14 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Fleiri fréttir Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Sjá meira
Svíþjóðardemókratar ekki lengur í kuldanum á hægri vængnum Ulf Kristersson og Jimmie Åkesson áttu í morgun sinn fyrsta formlega fund og hafa þeir báðir opnað á samstarf milli flokkanna. 4. desember 2019 13:14