Sakaði eiginkonu dáins þingmanns um vanþakklæti og ýjaði að veru hans í helvíti Samúel Karl Ólason skrifar 19. desember 2019 12:15 Donald Trump á kosningafundinum í gær. AP/Paul Sancya Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fór um víðan völl á kosningafundi sínum í Michigan í gær. Fundurinn var á sama tíma og umræður á fulltrúadeildinni um hvort ákæra ætti Trump til embættismissis og spilaði það nokkuð stóra rullu á fundi Trump, sem stóð yfir í rúmar tvær klukkustundir. Umdeildasta atvik fundarins var þó þegar Trump gaf í skyn að lengst sitjandi þingmaður Bandaríkjanna John Dingell, sem dó fyrr á árinu, væri í helvíti, því Debbie Dingell, eiginkona hans sem tók við embættinu, greiddi atkvæði með ákærunum gegn Trump. Þá sakaði Trump Debbie Dingell um vanþakklæti því hann hefði látið flagga í hálfa stöng þegar John dó. „Ég gaf honum ekki B-meðferðina. Ég gaf honum ekki C eða D, ég hefði getað það. Enginn hefði…Þið vitið. Ég gaf honum A-Plús-meðferðina. Takið fánana niður!“ sagði Trump. „Ég lét hann hafa allt. Það er allt í lagi. Ég vil ekkert í staðinn. Ég vil ekki neitt fyrir það sem ég geri.“ Því næst leiklas hann símtal frá Debbie þar sem hún á að hafa þakkað honum fyrir meðferðina sem eiginmaður hennar fékk eftir að hann dó.Sjá einnig: Lengst starfandi þingmaður Bandaríkjanna látinnTrump sagði Debbie hafa þakkað sér fyrir og sagt að John hefði verið mjög ánægður með þetta. Hann væri að fylgjast með af himnum. „Kannski er hann að horfa upp,“ sagði Trump og bætti fljótt við: „Ég veit það ekki. Ég veit það ekki. Kannski. En gerum ráð fyrir því að hann sé að horfa niður.“ Sjá má ummæli forsetans hér að neðan. Debbie Dingell svaraði forsetanum fljótt á Twitter. Þar sagði hún meðal annars að hún væri að undirbúa sig fyrir fyrstu jólahátíðina án mannsins sem hún elskar og Trump geti ekki ímyndað sér hve mikið orð hans hafi komið niður á henni. Þá hafi hann gert bataferli hennar mun erfiðara. Mr. President, let’s set politics aside. My husband earned all his accolades after a lifetime of service. I’m preparing for the first holiday season without the man I love. You brought me down in a way you can never imagine and your hurtful words just made my healing much harder.— Rep. Debbie Dingell (@RepDebDingell) December 19, 2019 Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Innlent Fleiri fréttir Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fór um víðan völl á kosningafundi sínum í Michigan í gær. Fundurinn var á sama tíma og umræður á fulltrúadeildinni um hvort ákæra ætti Trump til embættismissis og spilaði það nokkuð stóra rullu á fundi Trump, sem stóð yfir í rúmar tvær klukkustundir. Umdeildasta atvik fundarins var þó þegar Trump gaf í skyn að lengst sitjandi þingmaður Bandaríkjanna John Dingell, sem dó fyrr á árinu, væri í helvíti, því Debbie Dingell, eiginkona hans sem tók við embættinu, greiddi atkvæði með ákærunum gegn Trump. Þá sakaði Trump Debbie Dingell um vanþakklæti því hann hefði látið flagga í hálfa stöng þegar John dó. „Ég gaf honum ekki B-meðferðina. Ég gaf honum ekki C eða D, ég hefði getað það. Enginn hefði…Þið vitið. Ég gaf honum A-Plús-meðferðina. Takið fánana niður!“ sagði Trump. „Ég lét hann hafa allt. Það er allt í lagi. Ég vil ekkert í staðinn. Ég vil ekki neitt fyrir það sem ég geri.“ Því næst leiklas hann símtal frá Debbie þar sem hún á að hafa þakkað honum fyrir meðferðina sem eiginmaður hennar fékk eftir að hann dó.Sjá einnig: Lengst starfandi þingmaður Bandaríkjanna látinnTrump sagði Debbie hafa þakkað sér fyrir og sagt að John hefði verið mjög ánægður með þetta. Hann væri að fylgjast með af himnum. „Kannski er hann að horfa upp,“ sagði Trump og bætti fljótt við: „Ég veit það ekki. Ég veit það ekki. Kannski. En gerum ráð fyrir því að hann sé að horfa niður.“ Sjá má ummæli forsetans hér að neðan. Debbie Dingell svaraði forsetanum fljótt á Twitter. Þar sagði hún meðal annars að hún væri að undirbúa sig fyrir fyrstu jólahátíðina án mannsins sem hún elskar og Trump geti ekki ímyndað sér hve mikið orð hans hafi komið niður á henni. Þá hafi hann gert bataferli hennar mun erfiðara. Mr. President, let’s set politics aside. My husband earned all his accolades after a lifetime of service. I’m preparing for the first holiday season without the man I love. You brought me down in a way you can never imagine and your hurtful words just made my healing much harder.— Rep. Debbie Dingell (@RepDebDingell) December 19, 2019
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Innlent Fleiri fréttir Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Sagður neita að samþykkja hergagnasendingu til Taívan Norska krónprinsessan í veikindaleyfi Reiðir Könum sem skreyta sig með fána Kanada Rússar áfrýja niðurstöðu um hrap malasísku farþegaþotunnar Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna