Sakaði eiginkonu dáins þingmanns um vanþakklæti og ýjaði að veru hans í helvíti Samúel Karl Ólason skrifar 19. desember 2019 12:15 Donald Trump á kosningafundinum í gær. AP/Paul Sancya Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fór um víðan völl á kosningafundi sínum í Michigan í gær. Fundurinn var á sama tíma og umræður á fulltrúadeildinni um hvort ákæra ætti Trump til embættismissis og spilaði það nokkuð stóra rullu á fundi Trump, sem stóð yfir í rúmar tvær klukkustundir. Umdeildasta atvik fundarins var þó þegar Trump gaf í skyn að lengst sitjandi þingmaður Bandaríkjanna John Dingell, sem dó fyrr á árinu, væri í helvíti, því Debbie Dingell, eiginkona hans sem tók við embættinu, greiddi atkvæði með ákærunum gegn Trump. Þá sakaði Trump Debbie Dingell um vanþakklæti því hann hefði látið flagga í hálfa stöng þegar John dó. „Ég gaf honum ekki B-meðferðina. Ég gaf honum ekki C eða D, ég hefði getað það. Enginn hefði…Þið vitið. Ég gaf honum A-Plús-meðferðina. Takið fánana niður!“ sagði Trump. „Ég lét hann hafa allt. Það er allt í lagi. Ég vil ekkert í staðinn. Ég vil ekki neitt fyrir það sem ég geri.“ Því næst leiklas hann símtal frá Debbie þar sem hún á að hafa þakkað honum fyrir meðferðina sem eiginmaður hennar fékk eftir að hann dó.Sjá einnig: Lengst starfandi þingmaður Bandaríkjanna látinnTrump sagði Debbie hafa þakkað sér fyrir og sagt að John hefði verið mjög ánægður með þetta. Hann væri að fylgjast með af himnum. „Kannski er hann að horfa upp,“ sagði Trump og bætti fljótt við: „Ég veit það ekki. Ég veit það ekki. Kannski. En gerum ráð fyrir því að hann sé að horfa niður.“ Sjá má ummæli forsetans hér að neðan. Debbie Dingell svaraði forsetanum fljótt á Twitter. Þar sagði hún meðal annars að hún væri að undirbúa sig fyrir fyrstu jólahátíðina án mannsins sem hún elskar og Trump geti ekki ímyndað sér hve mikið orð hans hafi komið niður á henni. Þá hafi hann gert bataferli hennar mun erfiðara. Mr. President, let’s set politics aside. My husband earned all his accolades after a lifetime of service. I’m preparing for the first holiday season without the man I love. You brought me down in a way you can never imagine and your hurtful words just made my healing much harder.— Rep. Debbie Dingell (@RepDebDingell) December 19, 2019 Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, fór um víðan völl á kosningafundi sínum í Michigan í gær. Fundurinn var á sama tíma og umræður á fulltrúadeildinni um hvort ákæra ætti Trump til embættismissis og spilaði það nokkuð stóra rullu á fundi Trump, sem stóð yfir í rúmar tvær klukkustundir. Umdeildasta atvik fundarins var þó þegar Trump gaf í skyn að lengst sitjandi þingmaður Bandaríkjanna John Dingell, sem dó fyrr á árinu, væri í helvíti, því Debbie Dingell, eiginkona hans sem tók við embættinu, greiddi atkvæði með ákærunum gegn Trump. Þá sakaði Trump Debbie Dingell um vanþakklæti því hann hefði látið flagga í hálfa stöng þegar John dó. „Ég gaf honum ekki B-meðferðina. Ég gaf honum ekki C eða D, ég hefði getað það. Enginn hefði…Þið vitið. Ég gaf honum A-Plús-meðferðina. Takið fánana niður!“ sagði Trump. „Ég lét hann hafa allt. Það er allt í lagi. Ég vil ekkert í staðinn. Ég vil ekki neitt fyrir það sem ég geri.“ Því næst leiklas hann símtal frá Debbie þar sem hún á að hafa þakkað honum fyrir meðferðina sem eiginmaður hennar fékk eftir að hann dó.Sjá einnig: Lengst starfandi þingmaður Bandaríkjanna látinnTrump sagði Debbie hafa þakkað sér fyrir og sagt að John hefði verið mjög ánægður með þetta. Hann væri að fylgjast með af himnum. „Kannski er hann að horfa upp,“ sagði Trump og bætti fljótt við: „Ég veit það ekki. Ég veit það ekki. Kannski. En gerum ráð fyrir því að hann sé að horfa niður.“ Sjá má ummæli forsetans hér að neðan. Debbie Dingell svaraði forsetanum fljótt á Twitter. Þar sagði hún meðal annars að hún væri að undirbúa sig fyrir fyrstu jólahátíðina án mannsins sem hún elskar og Trump geti ekki ímyndað sér hve mikið orð hans hafi komið niður á henni. Þá hafi hann gert bataferli hennar mun erfiðara. Mr. President, let’s set politics aside. My husband earned all his accolades after a lifetime of service. I’m preparing for the first holiday season without the man I love. You brought me down in a way you can never imagine and your hurtful words just made my healing much harder.— Rep. Debbie Dingell (@RepDebDingell) December 19, 2019
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Skipulagðir glæpahópar farnir að útvista ofbeldi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Stöðvar framkvæmdir við nýja Kaffistofu Samhjálpar Innlent „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Erlent Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Erlent Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Erlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Sjálfa kom í bakið á þrautreyndum dópsala Innlent Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Innlent Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Erlent Fleiri fréttir „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Sjá meira
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent