Starfsmenn Play búnir að fá borgað Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. desember 2019 17:45 Vísir/vilhelm Aðstandendur flugfélagsins Play eru búin að greiða starfsmönnum sínum laun fyrir nóvembermánuð. Mannlíf greindi fyrst frá en María Margrét Jóhannsdóttir samskiptafulltrúi Play staðfestir þetta í samtali við Vísi. Greint var frá því í byrjun mánaðar að Play hefði ekki getað greitt starfsfólki sínu laun fyrir nóvember. María sagði í samtali við Vísi á sínum tíma að til stæði að greiða laun hið fyrsta. María segir í samtali við Vísi að laun og öll launatengd gjöld fyrir nóvembermánuð hafi nú verið greidd, sem og desemberuppbót. Félagið hafi ekki skuldað laun fyrir aðra mánuði en í kringum 25 til 30 starfsmenn eru á launaskrá. Á lokametrunum Komið hefur fram að fjármögnum Play hafi gengið erfiðlega. Markaðurinn greindi frá því í byrjun mánaðar að forsvarsmenn Play hefðu boðist til að minnka hlutdeild sína í félaginu í þrjátíu prósent á móti sjötíu prósent eignarhlut fjárfesta. Þá var ákveðið að fresta sölu á fyrstu flugmiðum félagsins, sem ráðgert var að færu í sölu í síðasta mánuði. María segir aðspurð að vinnan við að koma Play á flug gangi mjög vel. „Þetta er á lokametrunum. Þetta næst örugglega ekki fyrir jól að minnsta kosti en við vonumst til að byrja í janúar.“ Fréttir af flugi Kjaramál Play Vinnumarkaður Tengdar fréttir Bjóðast til að minnka hlut sinn í Play Stjórnendur og stofnendur Play, hins nýstofnaða lággjaldaflugfélags, bjóðast til að minnka hlutdeild sína í félaginu í þrjátíu prósent á móti sjötíu prósent eignarhlut fjárfesta. 4. desember 2019 07:27 Play seinkar sölu á fyrstu flugmiðum Ekki liggur fyrir hvenær sala flugmiða á að fara af stað. 30. nóvember 2019 18:56 Play gat ekki greitt laun um mánaðamótin Forsvarsmenn lággjaldaflugfélagsins Play hafa ekki getað greitt starfsfólki sínu laun fyrir nóvembermánuð. Upplýsingafulltrúi Play segir starfsmenn sína stöðunni skilning og til standi að greiða laun hið fyrsta. 4. desember 2019 10:58 Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Aðstandendur flugfélagsins Play eru búin að greiða starfsmönnum sínum laun fyrir nóvembermánuð. Mannlíf greindi fyrst frá en María Margrét Jóhannsdóttir samskiptafulltrúi Play staðfestir þetta í samtali við Vísi. Greint var frá því í byrjun mánaðar að Play hefði ekki getað greitt starfsfólki sínu laun fyrir nóvember. María sagði í samtali við Vísi á sínum tíma að til stæði að greiða laun hið fyrsta. María segir í samtali við Vísi að laun og öll launatengd gjöld fyrir nóvembermánuð hafi nú verið greidd, sem og desemberuppbót. Félagið hafi ekki skuldað laun fyrir aðra mánuði en í kringum 25 til 30 starfsmenn eru á launaskrá. Á lokametrunum Komið hefur fram að fjármögnum Play hafi gengið erfiðlega. Markaðurinn greindi frá því í byrjun mánaðar að forsvarsmenn Play hefðu boðist til að minnka hlutdeild sína í félaginu í þrjátíu prósent á móti sjötíu prósent eignarhlut fjárfesta. Þá var ákveðið að fresta sölu á fyrstu flugmiðum félagsins, sem ráðgert var að færu í sölu í síðasta mánuði. María segir aðspurð að vinnan við að koma Play á flug gangi mjög vel. „Þetta er á lokametrunum. Þetta næst örugglega ekki fyrir jól að minnsta kosti en við vonumst til að byrja í janúar.“
Fréttir af flugi Kjaramál Play Vinnumarkaður Tengdar fréttir Bjóðast til að minnka hlut sinn í Play Stjórnendur og stofnendur Play, hins nýstofnaða lággjaldaflugfélags, bjóðast til að minnka hlutdeild sína í félaginu í þrjátíu prósent á móti sjötíu prósent eignarhlut fjárfesta. 4. desember 2019 07:27 Play seinkar sölu á fyrstu flugmiðum Ekki liggur fyrir hvenær sala flugmiða á að fara af stað. 30. nóvember 2019 18:56 Play gat ekki greitt laun um mánaðamótin Forsvarsmenn lággjaldaflugfélagsins Play hafa ekki getað greitt starfsfólki sínu laun fyrir nóvembermánuð. Upplýsingafulltrúi Play segir starfsmenn sína stöðunni skilning og til standi að greiða laun hið fyrsta. 4. desember 2019 10:58 Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Bjóðast til að minnka hlut sinn í Play Stjórnendur og stofnendur Play, hins nýstofnaða lággjaldaflugfélags, bjóðast til að minnka hlutdeild sína í félaginu í þrjátíu prósent á móti sjötíu prósent eignarhlut fjárfesta. 4. desember 2019 07:27
Play seinkar sölu á fyrstu flugmiðum Ekki liggur fyrir hvenær sala flugmiða á að fara af stað. 30. nóvember 2019 18:56
Play gat ekki greitt laun um mánaðamótin Forsvarsmenn lággjaldaflugfélagsins Play hafa ekki getað greitt starfsfólki sínu laun fyrir nóvembermánuð. Upplýsingafulltrúi Play segir starfsmenn sína stöðunni skilning og til standi að greiða laun hið fyrsta. 4. desember 2019 10:58