Meint fórnarlamb Andrésar prins tjáir sig í fyrsta sinn við breska fjölmiðla Andri Eysteinsson skrifar 1. desember 2019 22:56 Virginia Giuffre, konan sem hefur sakað Andrés prins um að nauðga sér þrisvar sinnum þegar hún var 17 ára. vísir/getty Virginia Guiffre, konan sem steig fram og ásakaði Andrés Bretaprins um að hafa nauðgað sér árin 2001 og 2002, segir sögu sína í breska fréttaskýringarþættinum Panorama sem sýndur verður á BBC annað kvöld. Í þættinum, sem ber heitið Prinsinn og Epstein-hneykslið. (e. The Prince and the Epstein Scandal), er talið að frekari tengsl Andrésar og Jeffrey Epstein komi upp á yfirborðið. Unnið hefur verið að gerð þáttarins, sem mun fjalla um tengsl Andrésar við Epstein-hneykslið, mánuðum saman og verður þátturinn lengri en vaninn er. Blaðamenn Panorama ræddu við Guiffre í nóvember, áður en að prinsinn mætti sjálfur í frægt viðtal hjá Newsnight.Prinsinn þótt hafa komist afar illa frá viðtalinu við Newsnight og var um fátt annað rætt í breskum fjölmiðlum eftir sýningu viðtalsins. Var því líkt meðal annars við bílslys og stórslys. Prinsinn sagðist þó sjálfur sáttur við viðtalið og stóð við það.Sjá einnig: „Óbærilegt viðtal“ sem vekur upp margar spurningar innan konungsfjölskyldunnarÍ viðtalinu ræddi Andrés, sem er þriðja barn Elísabetar Englandsdrottningar og Filippusar prins, í fyrsta sinn opinberlega um vináttu sína við bandaríska auðkýfinginn Jeffrey Epstein og ásakanir sem komið hafa fram gegn Andrési um að hann hafi nauðgað Virginiu Guiffre árin 2001 og 2002 en þá var hún aðeins 17 ára gömul.Í viðtalinu sem birtast mun á morgun, sem er það fyrsta sem Guiffre veitir breskum fjölmiðli, mun Guiffre ræða Epstein og prinsinn. Í stuttu myndbroti sem birt hefur verið segir Guiffre. „Þetta var mjög erfiður tími í mínu lífi. Hann veit hvað gerðist, ég veit hvað gerðist. Það er bara annað okkar að segja satt frá.“He knows what happened, I know what happened and there’s only one of us telling the truth.” The Prince and the Epstein Scandal | @BBCOne | Monday 2nd December, 9pm#BBCPanoramapic.twitter.com/tMIwWBztRR — Panorama (@BBCPanorama) November 28, 2019Þar sem að viðtalið við Guiffre var tekið upp áður en viðtalið við prinsinn birtist mun hún ekki svara orðum Andrésar. Andrés sagði við Newsnight að hann hafi ekki nauðgað Guiffre þar sem að hann hafi verið á veitingastaðnum Pizza Express í Woking daginn sem hún segir atburðinn hafa gerst.BBC segir að í þættinum muni nýjar upplýsingar um Epstein líta dagsins ljós og verður einnig fjallað um þátt Ghislaine Maxwell i hneykslinu. Ekki hefur spurst til Maxwell mánuðum saman en það var á heimili hennar sem mynd var tekin af Andrési og Virginiu Guiffre. Bretland Jeffrey Epstein Kóngafólk Kynferðisleg áreitni valdamanna Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Fleiri fréttir Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Sjá meira
Virginia Guiffre, konan sem steig fram og ásakaði Andrés Bretaprins um að hafa nauðgað sér árin 2001 og 2002, segir sögu sína í breska fréttaskýringarþættinum Panorama sem sýndur verður á BBC annað kvöld. Í þættinum, sem ber heitið Prinsinn og Epstein-hneykslið. (e. The Prince and the Epstein Scandal), er talið að frekari tengsl Andrésar og Jeffrey Epstein komi upp á yfirborðið. Unnið hefur verið að gerð þáttarins, sem mun fjalla um tengsl Andrésar við Epstein-hneykslið, mánuðum saman og verður þátturinn lengri en vaninn er. Blaðamenn Panorama ræddu við Guiffre í nóvember, áður en að prinsinn mætti sjálfur í frægt viðtal hjá Newsnight.Prinsinn þótt hafa komist afar illa frá viðtalinu við Newsnight og var um fátt annað rætt í breskum fjölmiðlum eftir sýningu viðtalsins. Var því líkt meðal annars við bílslys og stórslys. Prinsinn sagðist þó sjálfur sáttur við viðtalið og stóð við það.Sjá einnig: „Óbærilegt viðtal“ sem vekur upp margar spurningar innan konungsfjölskyldunnarÍ viðtalinu ræddi Andrés, sem er þriðja barn Elísabetar Englandsdrottningar og Filippusar prins, í fyrsta sinn opinberlega um vináttu sína við bandaríska auðkýfinginn Jeffrey Epstein og ásakanir sem komið hafa fram gegn Andrési um að hann hafi nauðgað Virginiu Guiffre árin 2001 og 2002 en þá var hún aðeins 17 ára gömul.Í viðtalinu sem birtast mun á morgun, sem er það fyrsta sem Guiffre veitir breskum fjölmiðli, mun Guiffre ræða Epstein og prinsinn. Í stuttu myndbroti sem birt hefur verið segir Guiffre. „Þetta var mjög erfiður tími í mínu lífi. Hann veit hvað gerðist, ég veit hvað gerðist. Það er bara annað okkar að segja satt frá.“He knows what happened, I know what happened and there’s only one of us telling the truth.” The Prince and the Epstein Scandal | @BBCOne | Monday 2nd December, 9pm#BBCPanoramapic.twitter.com/tMIwWBztRR — Panorama (@BBCPanorama) November 28, 2019Þar sem að viðtalið við Guiffre var tekið upp áður en viðtalið við prinsinn birtist mun hún ekki svara orðum Andrésar. Andrés sagði við Newsnight að hann hafi ekki nauðgað Guiffre þar sem að hann hafi verið á veitingastaðnum Pizza Express í Woking daginn sem hún segir atburðinn hafa gerst.BBC segir að í þættinum muni nýjar upplýsingar um Epstein líta dagsins ljós og verður einnig fjallað um þátt Ghislaine Maxwell i hneykslinu. Ekki hefur spurst til Maxwell mánuðum saman en það var á heimili hennar sem mynd var tekin af Andrési og Virginiu Guiffre.
Bretland Jeffrey Epstein Kóngafólk Kynferðisleg áreitni valdamanna Mest lesið Moskítóflugan mætt til Íslands Innlent „Ég hélt ekki að ég ætti eftir að upplifa svona rosalegt bakslag“ Innlent Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Innlent Tegundin sé líklega komin til að vera Innlent Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Erlent Gaf í skyn gróft kynlíf, gekk í skrokk á konu og dæmdur í fimm ára fangelsi Innlent Hafna aftur tillögu Trumps Erlent Skikkar bændur í meirapróf Innlent Alvarlegt umferðarslys austan við Klaustur Innlent Hafði komið sér fyrir í varðskipinu án leyfis Innlent Fleiri fréttir Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Bíll eins þekktasta rannsóknarblaðamanns Ítalíu sprengdur í loft upp Þingmaður hyggst nafngreina grunaðan í 55 ára morðmáli Fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafi Trumps ákærður Netanyahu segist staðráðinn í því að heimta líkinn af Hamas Dró strax í land með sölu stýriflauga eftir spjallið við Pútín Hótar því að Bandaríkin blandi sér í átökin á Gasa og „drepi þá“ Átti langt samtal við Pútín fyrir fundinn með Selenskí Stöðvaði framsal manns sem er grunaður um skemmdarverk á Nord Stream Peningapokinn frá FBI sem enginn veit hvar endaði Sjá meira