Sportpakkinn: Hamilton bjóst aldrei við svona tímabili Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. desember 2019 20:00 Lewis Hamilton fagnar sigri. Getty/ Dan Istitene Lewis Hamilton vann yfirburðasigur í formúlu eitt á þessu tímabili en hann var löngu búinn að tryggja sér sigurinn áður en kom að síðustu keppninni í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í gær. Arnar Björnsson skoðaði endapunktinn á ótrúlegu tímabili breska heimsmeistarans. Keppni í formúlunni lauk í gær og það fór vel á því að sá allra besti, Lewis Hamilton, tryggði sér öruggan sigur í síðasta kappakstrinum. Sigurinn í gær var númer 84 á ferlinum, hann vann yfirburðasigur á helsta keppinaut sínum, liðsfélaganum hjá Mercedes Valtteri Bottas. Hamilton fékk 413 stig, 87 stigum meira en Finninn. Sigurinn í gær var hans ellefti á keppnistíðinni og heimsmeistaratitilinn sá sjötti. „Ótrúlegt keppnistíð, ég bjóst aldrei við þessu. Við áttum í basli framan af en náðum að bæta okkur. Órúlegt ár, frábær liðsheild og held að ég hafi hækkað rána aðeins. Ég varð að gera það því ungu ökumennirnir og Bottas voru allir að bæta sig og ég varð því að gera það líka“, sagði Hamilton eftir sigurinn. Charles Leclerc varð í þriðja sæti í Abu Dabi kappakstrinum í gær og hann endaði í fjórða sæti í stigakeppninni, fékk 264 stig og skákaði félaga sínum í Ferrariliðinu, Sebastian Vettel sem endaði fimmti með 240 stig. „Ég er ánægður með að komast á verðlaunapall en bilið á milli okkar hjá Ferrari og Mercedes er of mikið og ég get ekki verið ánægður með það. En þegar ég lít til baka, sjö sinnum fremstur á ráslínu, tíu sinnum á palli og tveir sigrar er ég sáttur. Ég bjóst ekki við þessu á mínu fyrsta ári hjá Ferrari. Það hafa skipst á skin og skúrir og mín stærsta áskorun er að læra af mistökunum og koma sterkari til leiks á næstu keppnistíð“, sagði hinn 22 ára Charles Leclerc sem sigraði í Austurríki og í Singapúr. Það má sjá umfjöllun Arnars Björnssonar um lokakeppni tímabilsins hér fyrir neðan.Klippa: Sportpakkinn: Hamilton bjóst aldrei við svona tímabili Formúla Sportpakkinn Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Lewis Hamilton vann yfirburðasigur í formúlu eitt á þessu tímabili en hann var löngu búinn að tryggja sér sigurinn áður en kom að síðustu keppninni í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í gær. Arnar Björnsson skoðaði endapunktinn á ótrúlegu tímabili breska heimsmeistarans. Keppni í formúlunni lauk í gær og það fór vel á því að sá allra besti, Lewis Hamilton, tryggði sér öruggan sigur í síðasta kappakstrinum. Sigurinn í gær var númer 84 á ferlinum, hann vann yfirburðasigur á helsta keppinaut sínum, liðsfélaganum hjá Mercedes Valtteri Bottas. Hamilton fékk 413 stig, 87 stigum meira en Finninn. Sigurinn í gær var hans ellefti á keppnistíðinni og heimsmeistaratitilinn sá sjötti. „Ótrúlegt keppnistíð, ég bjóst aldrei við þessu. Við áttum í basli framan af en náðum að bæta okkur. Órúlegt ár, frábær liðsheild og held að ég hafi hækkað rána aðeins. Ég varð að gera það því ungu ökumennirnir og Bottas voru allir að bæta sig og ég varð því að gera það líka“, sagði Hamilton eftir sigurinn. Charles Leclerc varð í þriðja sæti í Abu Dabi kappakstrinum í gær og hann endaði í fjórða sæti í stigakeppninni, fékk 264 stig og skákaði félaga sínum í Ferrariliðinu, Sebastian Vettel sem endaði fimmti með 240 stig. „Ég er ánægður með að komast á verðlaunapall en bilið á milli okkar hjá Ferrari og Mercedes er of mikið og ég get ekki verið ánægður með það. En þegar ég lít til baka, sjö sinnum fremstur á ráslínu, tíu sinnum á palli og tveir sigrar er ég sáttur. Ég bjóst ekki við þessu á mínu fyrsta ári hjá Ferrari. Það hafa skipst á skin og skúrir og mín stærsta áskorun er að læra af mistökunum og koma sterkari til leiks á næstu keppnistíð“, sagði hinn 22 ára Charles Leclerc sem sigraði í Austurríki og í Singapúr. Það má sjá umfjöllun Arnars Björnssonar um lokakeppni tímabilsins hér fyrir neðan.Klippa: Sportpakkinn: Hamilton bjóst aldrei við svona tímabili
Formúla Sportpakkinn Mest lesið „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti KR vann nýliðaslaginn Körfubolti Tottenham bjargaði stigi í Noregi Fótbolti Grindvíkingar horfa áfram út fyrir landsteinana Körfubolti Meistararnir byrja á góðum sigri Körfubolti Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Íslenski boltinn Fleiri fréttir Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira