Erlent

Greindi loks frá dauða mót­mælenda

Atli Ísleifsson skrifar
Mörg hundruð þúsunda Íraka hafa mótmælt á götum úti síðustu vikurnar til að þrýsta á stjórnvöld að vinna gegn spillingu og bæta opinbera þjónustu.
Mörg hundruð þúsunda Íraka hafa mótmælt á götum úti síðustu vikurnar til að þrýsta á stjórnvöld að vinna gegn spillingu og bæta opinbera þjónustu. Getty
Ríkisútvarpið í Íran sagði í morgun loks frá því að öryggisveitir hafi skotið mótmælendur til bana í landinu síðustu vikurnar. Fram til þessa hefur ríkismiðillinn ekkert minnst á uppþotin sem hófust vegna hækkandi eldsneytisverðs.

Amnesty International halda því fram að 208 manns hið minnsta hafi verið myrtir í uppþotunum víða um land og í aðgerðum lögreglu á eftir.

Talsmenn Íran hjá Sameinuðu þjóðunum höfnuðu þessum fullyrðingum í morgun og segja tölurnar engan veginn réttar. Talsmennirnir settu þó engar sannanir fram, máli sínu til stuðnings.

Í uppþotunum hafa írönsk stjórnvöld lokað á netinu til að torvelda mótmælendum að skipuleggja aðgerðir sínar og dreifingu myndefnis.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×