Reykjanesbraut kláruð á árabilinu 2025 til 2029 Kristján Már Unnarsson skrifar 3. desember 2019 09:00 Frá Reykjanesbraut. Kaflinn milli Hvassahrauns og Krýsuvíkurafleggjara bíður næstu fimm ár, samkvæmt samgönguáætlun. Vísir/vilhelm Beðið verður með tvöföldun Reykjanesbrautar, milli Straumsvíkur og Hvassahrauns, til ársins 2025, samkvæmt samgönguáætlun sem birt var um helgina. Sama gildir um breikkun Suðurlandsvegar út frá Reykjavík. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Af stóru samgönguæðunum út frá Reykjavík er breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes sett í forgang í samgönguáætlun næstu fimm ára. Fjögurra milljarða króna framlög í þennan átta kílómetra kafla miða við að framkvæmdir gætu hafist seint á næsta ári og þeim ljúki árið 2023.Vegarkaflinn um Kjalarnes sem á að breikka er frá Mosfellsbæ að Hvalfjarðargöngum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Á Reykjanesbraut er núna verið að tvöfalda þriggja kílómetra kafla í Hafnarfirði, milli Kaldárselsvegar og Krýsuvíkurvegar. Því verki á að vera að fullu lokið í nóvember á næsta ári. Þá hefðu einhverjir búist við að í beinu framhaldi yrði haldið áfram að tvöfalda það sem eftir er af Reykjanesbrautinni. Nei, þá tekur við fimm ára framkvæmdahlé.Svona mun Reykjanesbraut líta út eftir breikkunina í gegnum Hafnarfjörð, sem lýkur eftir tæpt ár. Síðan tekur við fimm ára framkvæmdahlé.Teikning/Vegagerðin.Kaflinn framhjá Straumsvík, sem eftir er, milli Krýsuvíkurgatnamótanna og Hvassahrauns, alls 5,5 kílómetrar, kemst ekki inn á næstu fimm ára samgönguáætlun. Hann er settur inn á annað tímabili á fimmtán ára langtímaáætlun, með 3,3 milljarða króna fjárveitingu á árabilinu 2025 til 2029. Það stefnir því í að enn líði áratugur þangað til tvöföldun Reykjanesbrautar lýkur milli Hafnarfjarðar og Keflavíkur. Sama gildir um breikkun Suðurlandsvegar út frá Reykjavík. 8,6 kílómetra kafli frá Rauðavatni og upp fyrir Lögbergsbrekku fær fjögurra milljarða fjárveitingu á árabilinu 2025 til 2029. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hafnarfjörður Samgöngur Umferðaröryggi Vogar Tengdar fréttir Peningarnir klárir í Dynjandisheiði og þriggja ára matsferli á lokastigi Vegagerð við fossinn Dynjanda og um friðlandið í Vatnsfirði eru taldir viðkvæmustu þættir umhverfismats vegna Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði. 1. desember 2019 21:46 Samgönguáætlun boðar að næstu jarðgöng verði í gegnum Reynisfjall Tólfhundruð metra löng jarðgöng í gegnum Reynisfjall eru komin á dagskrá næstu fimm ára samgönguáætlunar, árin 2020-2024, sem birt var á Alþingi í dag. 30. nóvember 2019 20:15 Fyrsti áfangi borgarlínu fylgir breikkun Reykjanesbrautar Ístak og Vegagerðin hafa skrifað undir liðlega tveggja milljarða króna verksamning um tvöföldun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði eftir að tilboði lægstbjóðanda var hafnað. 4. maí 2019 13:00 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Fleiri fréttir Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Sjá meira
Beðið verður með tvöföldun Reykjanesbrautar, milli Straumsvíkur og Hvassahrauns, til ársins 2025, samkvæmt samgönguáætlun sem birt var um helgina. Sama gildir um breikkun Suðurlandsvegar út frá Reykjavík. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Af stóru samgönguæðunum út frá Reykjavík er breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes sett í forgang í samgönguáætlun næstu fimm ára. Fjögurra milljarða króna framlög í þennan átta kílómetra kafla miða við að framkvæmdir gætu hafist seint á næsta ári og þeim ljúki árið 2023.Vegarkaflinn um Kjalarnes sem á að breikka er frá Mosfellsbæ að Hvalfjarðargöngum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Á Reykjanesbraut er núna verið að tvöfalda þriggja kílómetra kafla í Hafnarfirði, milli Kaldárselsvegar og Krýsuvíkurvegar. Því verki á að vera að fullu lokið í nóvember á næsta ári. Þá hefðu einhverjir búist við að í beinu framhaldi yrði haldið áfram að tvöfalda það sem eftir er af Reykjanesbrautinni. Nei, þá tekur við fimm ára framkvæmdahlé.Svona mun Reykjanesbraut líta út eftir breikkunina í gegnum Hafnarfjörð, sem lýkur eftir tæpt ár. Síðan tekur við fimm ára framkvæmdahlé.Teikning/Vegagerðin.Kaflinn framhjá Straumsvík, sem eftir er, milli Krýsuvíkurgatnamótanna og Hvassahrauns, alls 5,5 kílómetrar, kemst ekki inn á næstu fimm ára samgönguáætlun. Hann er settur inn á annað tímabili á fimmtán ára langtímaáætlun, með 3,3 milljarða króna fjárveitingu á árabilinu 2025 til 2029. Það stefnir því í að enn líði áratugur þangað til tvöföldun Reykjanesbrautar lýkur milli Hafnarfjarðar og Keflavíkur. Sama gildir um breikkun Suðurlandsvegar út frá Reykjavík. 8,6 kílómetra kafli frá Rauðavatni og upp fyrir Lögbergsbrekku fær fjögurra milljarða fjárveitingu á árabilinu 2025 til 2029. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Hafnarfjörður Samgöngur Umferðaröryggi Vogar Tengdar fréttir Peningarnir klárir í Dynjandisheiði og þriggja ára matsferli á lokastigi Vegagerð við fossinn Dynjanda og um friðlandið í Vatnsfirði eru taldir viðkvæmustu þættir umhverfismats vegna Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði. 1. desember 2019 21:46 Samgönguáætlun boðar að næstu jarðgöng verði í gegnum Reynisfjall Tólfhundruð metra löng jarðgöng í gegnum Reynisfjall eru komin á dagskrá næstu fimm ára samgönguáætlunar, árin 2020-2024, sem birt var á Alþingi í dag. 30. nóvember 2019 20:15 Fyrsti áfangi borgarlínu fylgir breikkun Reykjanesbrautar Ístak og Vegagerðin hafa skrifað undir liðlega tveggja milljarða króna verksamning um tvöföldun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði eftir að tilboði lægstbjóðanda var hafnað. 4. maí 2019 13:00 Mest lesið Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Innlent Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Innlent Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Erlent Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Innlent Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Innlent Fleiri fréttir Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Enn ein úttektin sýnir alvarlega stöðu fatlaðra: „Sláandi" Slökkvilið kallað út vegna elds í blokk á Völlunum Sláandi sinnuleysi í málefnum fatlaðra og COP30 gert upp Þriggja fólksbíla árekstur nálægt Blönduósi Árekstur við Laugarbakka: „Glerhálka og svartaþoka“ Sjá meira
Peningarnir klárir í Dynjandisheiði og þriggja ára matsferli á lokastigi Vegagerð við fossinn Dynjanda og um friðlandið í Vatnsfirði eru taldir viðkvæmustu þættir umhverfismats vegna Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði. 1. desember 2019 21:46
Samgönguáætlun boðar að næstu jarðgöng verði í gegnum Reynisfjall Tólfhundruð metra löng jarðgöng í gegnum Reynisfjall eru komin á dagskrá næstu fimm ára samgönguáætlunar, árin 2020-2024, sem birt var á Alþingi í dag. 30. nóvember 2019 20:15
Fyrsti áfangi borgarlínu fylgir breikkun Reykjanesbrautar Ístak og Vegagerðin hafa skrifað undir liðlega tveggja milljarða króna verksamning um tvöföldun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði eftir að tilboði lægstbjóðanda var hafnað. 4. maí 2019 13:00