Reykjanesbraut kláruð á árabilinu 2025 til 2029 Kristján Már Unnarsson skrifar 3. desember 2019 09:00 Frá Reykjanesbraut. Kaflinn milli Hvassahrauns og Krýsuvíkurafleggjara bíður næstu fimm ár, samkvæmt samgönguáætlun. Vísir/vilhelm Beðið verður með tvöföldun Reykjanesbrautar, milli Straumsvíkur og Hvassahrauns, til ársins 2025, samkvæmt samgönguáætlun sem birt var um helgina. Sama gildir um breikkun Suðurlandsvegar út frá Reykjavík. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Af stóru samgönguæðunum út frá Reykjavík er breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes sett í forgang í samgönguáætlun næstu fimm ára. Fjögurra milljarða króna framlög í þennan átta kílómetra kafla miða við að framkvæmdir gætu hafist seint á næsta ári og þeim ljúki árið 2023.Vegarkaflinn um Kjalarnes sem á að breikka er frá Mosfellsbæ að Hvalfjarðargöngum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Á Reykjanesbraut er núna verið að tvöfalda þriggja kílómetra kafla í Hafnarfirði, milli Kaldárselsvegar og Krýsuvíkurvegar. Því verki á að vera að fullu lokið í nóvember á næsta ári. Þá hefðu einhverjir búist við að í beinu framhaldi yrði haldið áfram að tvöfalda það sem eftir er af Reykjanesbrautinni. Nei, þá tekur við fimm ára framkvæmdahlé.Svona mun Reykjanesbraut líta út eftir breikkunina í gegnum Hafnarfjörð, sem lýkur eftir tæpt ár. Síðan tekur við fimm ára framkvæmdahlé.Teikning/Vegagerðin.Kaflinn framhjá Straumsvík, sem eftir er, milli Krýsuvíkurgatnamótanna og Hvassahrauns, alls 5,5 kílómetrar, kemst ekki inn á næstu fimm ára samgönguáætlun. Hann er settur inn á annað tímabili á fimmtán ára langtímaáætlun, með 3,3 milljarða króna fjárveitingu á árabilinu 2025 til 2029. Það stefnir því í að enn líði áratugur þangað til tvöföldun Reykjanesbrautar lýkur milli Hafnarfjarðar og Keflavíkur. Sama gildir um breikkun Suðurlandsvegar út frá Reykjavík. 8,6 kílómetra kafli frá Rauðavatni og upp fyrir Lögbergsbrekku fær fjögurra milljarða fjárveitingu á árabilinu 2025 til 2029. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Hafnarfjörður Samgöngur Umferðaröryggi Vogar Tengdar fréttir Peningarnir klárir í Dynjandisheiði og þriggja ára matsferli á lokastigi Vegagerð við fossinn Dynjanda og um friðlandið í Vatnsfirði eru taldir viðkvæmustu þættir umhverfismats vegna Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði. 1. desember 2019 21:46 Samgönguáætlun boðar að næstu jarðgöng verði í gegnum Reynisfjall Tólfhundruð metra löng jarðgöng í gegnum Reynisfjall eru komin á dagskrá næstu fimm ára samgönguáætlunar, árin 2020-2024, sem birt var á Alþingi í dag. 30. nóvember 2019 20:15 Fyrsti áfangi borgarlínu fylgir breikkun Reykjanesbrautar Ístak og Vegagerðin hafa skrifað undir liðlega tveggja milljarða króna verksamning um tvöföldun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði eftir að tilboði lægstbjóðanda var hafnað. 4. maí 2019 13:00 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Fleiri fréttir Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Sjá meira
Beðið verður með tvöföldun Reykjanesbrautar, milli Straumsvíkur og Hvassahrauns, til ársins 2025, samkvæmt samgönguáætlun sem birt var um helgina. Sama gildir um breikkun Suðurlandsvegar út frá Reykjavík. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Af stóru samgönguæðunum út frá Reykjavík er breikkun Vesturlandsvegar um Kjalarnes sett í forgang í samgönguáætlun næstu fimm ára. Fjögurra milljarða króna framlög í þennan átta kílómetra kafla miða við að framkvæmdir gætu hafist seint á næsta ári og þeim ljúki árið 2023.Vegarkaflinn um Kjalarnes sem á að breikka er frá Mosfellsbæ að Hvalfjarðargöngum.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Á Reykjanesbraut er núna verið að tvöfalda þriggja kílómetra kafla í Hafnarfirði, milli Kaldárselsvegar og Krýsuvíkurvegar. Því verki á að vera að fullu lokið í nóvember á næsta ári. Þá hefðu einhverjir búist við að í beinu framhaldi yrði haldið áfram að tvöfalda það sem eftir er af Reykjanesbrautinni. Nei, þá tekur við fimm ára framkvæmdahlé.Svona mun Reykjanesbraut líta út eftir breikkunina í gegnum Hafnarfjörð, sem lýkur eftir tæpt ár. Síðan tekur við fimm ára framkvæmdahlé.Teikning/Vegagerðin.Kaflinn framhjá Straumsvík, sem eftir er, milli Krýsuvíkurgatnamótanna og Hvassahrauns, alls 5,5 kílómetrar, kemst ekki inn á næstu fimm ára samgönguáætlun. Hann er settur inn á annað tímabili á fimmtán ára langtímaáætlun, með 3,3 milljarða króna fjárveitingu á árabilinu 2025 til 2029. Það stefnir því í að enn líði áratugur þangað til tvöföldun Reykjanesbrautar lýkur milli Hafnarfjarðar og Keflavíkur. Sama gildir um breikkun Suðurlandsvegar út frá Reykjavík. 8,6 kílómetra kafli frá Rauðavatni og upp fyrir Lögbergsbrekku fær fjögurra milljarða fjárveitingu á árabilinu 2025 til 2029. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Hafnarfjörður Samgöngur Umferðaröryggi Vogar Tengdar fréttir Peningarnir klárir í Dynjandisheiði og þriggja ára matsferli á lokastigi Vegagerð við fossinn Dynjanda og um friðlandið í Vatnsfirði eru taldir viðkvæmustu þættir umhverfismats vegna Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði. 1. desember 2019 21:46 Samgönguáætlun boðar að næstu jarðgöng verði í gegnum Reynisfjall Tólfhundruð metra löng jarðgöng í gegnum Reynisfjall eru komin á dagskrá næstu fimm ára samgönguáætlunar, árin 2020-2024, sem birt var á Alþingi í dag. 30. nóvember 2019 20:15 Fyrsti áfangi borgarlínu fylgir breikkun Reykjanesbrautar Ístak og Vegagerðin hafa skrifað undir liðlega tveggja milljarða króna verksamning um tvöföldun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði eftir að tilboði lægstbjóðanda var hafnað. 4. maí 2019 13:00 Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Innlent Fleiri fréttir Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Sjá meira
Peningarnir klárir í Dynjandisheiði og þriggja ára matsferli á lokastigi Vegagerð við fossinn Dynjanda og um friðlandið í Vatnsfirði eru taldir viðkvæmustu þættir umhverfismats vegna Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði. 1. desember 2019 21:46
Samgönguáætlun boðar að næstu jarðgöng verði í gegnum Reynisfjall Tólfhundruð metra löng jarðgöng í gegnum Reynisfjall eru komin á dagskrá næstu fimm ára samgönguáætlunar, árin 2020-2024, sem birt var á Alþingi í dag. 30. nóvember 2019 20:15
Fyrsti áfangi borgarlínu fylgir breikkun Reykjanesbrautar Ístak og Vegagerðin hafa skrifað undir liðlega tveggja milljarða króna verksamning um tvöföldun Reykjanesbrautar í Hafnarfirði eftir að tilboði lægstbjóðanda var hafnað. 4. maí 2019 13:00