Kæri borgarstjóri Benedikt Birgisson skrifar 4. desember 2019 10:15 Þegar fregnir bárust af því að tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar um styttingu vinnuvikunnar yrði ekki framlengt, og myndi því enda í byrjun september, höfðu menn litla trú á því að slík afturför yrði raunin. Tilraunaverkefnið hafði verið í gangi síðan í október 2016 og hafði gefið góða raun. Fyrst nam styttingin fjórum tímum en seinna meir var hún minnkuð niður í þrjá. Það skipti sköpum fyrir starfsfólk hverfastöðvarinnar að komast fyrr heim. Þrátt fyrir að vinnuvikan hefði verið stytt um aðeins þrjá tíma gátum við tekið meiri þátt í fjölskyldulífinu. Við gátum sótt börnin í leikskólann eða skólann, farið í verslanir og almennt sinnt þeim hlutum sem gefa lífinu lit. Einnig urðu yfirmenn ekki varir við minni framleiðni í vinnu. Tilraunaverkefnið virtist því vera vel heppnað, enda öllum í hag. Þrátt fyrir þá góðu reynslu sem hafði gefist af vinnutímastyttingunni endaði verkefnið skyndilega, án þess að við fengjum nokkurn rökstuðning fyrir því að það gæti ekki haldið áfram. Eftir að vinnudagurinn lengdist aftur upp í níu og hálfan tíma breyttist margt til hins verra. Foreldrar gátu ekki lengur sótt börn í skóla- og leikskólastarf, andleg þreyta jókst og erfiðara reyndist að sinna öllu öðru en vinnunni. Það má því segja að vinnustaðurinn hafi hratt farið úr því að vera fjölskylduvænn yfir í það að vera nær fjandsamlegur fjölskyldu- og einkalífinu. Við svöruðum ótal viðhorfskönnunum sem lagðar voru fyrir starfsmenn Reykjavíkurborgar á meðan vinnutímastyttingin var í gildi. Eftir að styttingunni lauk hefur viðhorf okkar gagnvart starfinu ekkert verið kannað.Starfsmenn Hverfastöðvarinnar.EflingNú stendur Efling í kjarasamningum við Reykjavíkurborg og illa hefur gengið að ná sáttum. Þrátt fyrir þessa góðu útkomu úr tilraunaverkefninu virðist vera lítill sem enginn vilji af hendi Reykjavíkurborgar til þess að hafa vinnutímastyttinguna inni í kjarasamningum. Lengd vinnudagsins hefur verið starfsmönnum hér ofarlega í huga síðan vinnutímastyttingin var tekin af. Missirinn af þessum verðmæta frítíma hefur reynst mörgum þungur. Við höldum þó flestir enn í vonina um að í kjarasamningsviðræðunum náist sátt um raunverulega vinnutímastyttingu og að hlutirnir færist aftur í svipað horf og á meðan á tilraunaverkefninu stóð. Með bestu kveðju, starfsmenn Hverfastöðvarinnar á Njarðargötu.Höfundur er trúnaðarmaður Hverfastöðvarinnar við Njarðargötu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Reykjavík Vinnumarkaður Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Skoðun Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Þegar fregnir bárust af því að tilraunaverkefni Reykjavíkurborgar um styttingu vinnuvikunnar yrði ekki framlengt, og myndi því enda í byrjun september, höfðu menn litla trú á því að slík afturför yrði raunin. Tilraunaverkefnið hafði verið í gangi síðan í október 2016 og hafði gefið góða raun. Fyrst nam styttingin fjórum tímum en seinna meir var hún minnkuð niður í þrjá. Það skipti sköpum fyrir starfsfólk hverfastöðvarinnar að komast fyrr heim. Þrátt fyrir að vinnuvikan hefði verið stytt um aðeins þrjá tíma gátum við tekið meiri þátt í fjölskyldulífinu. Við gátum sótt börnin í leikskólann eða skólann, farið í verslanir og almennt sinnt þeim hlutum sem gefa lífinu lit. Einnig urðu yfirmenn ekki varir við minni framleiðni í vinnu. Tilraunaverkefnið virtist því vera vel heppnað, enda öllum í hag. Þrátt fyrir þá góðu reynslu sem hafði gefist af vinnutímastyttingunni endaði verkefnið skyndilega, án þess að við fengjum nokkurn rökstuðning fyrir því að það gæti ekki haldið áfram. Eftir að vinnudagurinn lengdist aftur upp í níu og hálfan tíma breyttist margt til hins verra. Foreldrar gátu ekki lengur sótt börn í skóla- og leikskólastarf, andleg þreyta jókst og erfiðara reyndist að sinna öllu öðru en vinnunni. Það má því segja að vinnustaðurinn hafi hratt farið úr því að vera fjölskylduvænn yfir í það að vera nær fjandsamlegur fjölskyldu- og einkalífinu. Við svöruðum ótal viðhorfskönnunum sem lagðar voru fyrir starfsmenn Reykjavíkurborgar á meðan vinnutímastyttingin var í gildi. Eftir að styttingunni lauk hefur viðhorf okkar gagnvart starfinu ekkert verið kannað.Starfsmenn Hverfastöðvarinnar.EflingNú stendur Efling í kjarasamningum við Reykjavíkurborg og illa hefur gengið að ná sáttum. Þrátt fyrir þessa góðu útkomu úr tilraunaverkefninu virðist vera lítill sem enginn vilji af hendi Reykjavíkurborgar til þess að hafa vinnutímastyttinguna inni í kjarasamningum. Lengd vinnudagsins hefur verið starfsmönnum hér ofarlega í huga síðan vinnutímastyttingin var tekin af. Missirinn af þessum verðmæta frítíma hefur reynst mörgum þungur. Við höldum þó flestir enn í vonina um að í kjarasamningsviðræðunum náist sátt um raunverulega vinnutímastyttingu og að hlutirnir færist aftur í svipað horf og á meðan á tilraunaverkefninu stóð. Með bestu kveðju, starfsmenn Hverfastöðvarinnar á Njarðargötu.Höfundur er trúnaðarmaður Hverfastöðvarinnar við Njarðargötu.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun