Svíþjóðardemókratar ekki lengur í kuldanum á hægri vængnum Atli Ísleifsson skrifar 4. desember 2019 13:14 Ulf Kristersson, leiðtogi sænska Hægriflokksins (Moderaterna) og Jimmie Åkesson, leiðtogi Svíþjóðardemókrata. Getty Ulf Kristersson, leiðtogi sænska Hægriflokksins (Moderaterna) og Jimmie Åkesson, leiðtogi Svíþjóðardemókrata, áttu í morgun sinn fyrsta formlega tvíhliða fund í húsakynnum sænska þingsins. Svíþjóðardemókratar, sem tala fyrir harðri stefnu í innflytjendamálum, hafa lengi verið einangraðir á sænska þinginu þar sem aðrir flokkar hafa sniðgengið þingmenn Svíþjóðardemókrata og hafnað öllu samstarfi. Nú virðist hins vegar sem að breyting kunni að vera á því. Svíþjóðardemókratar og Hægriflokkurinn eru báðir í stjórnarandstöðu, en skoðanakannanir hafa að undanförnu sýnt aukinn stuðning við Svíþjóðardemókrata. Hefur flokkurinn ítrekað mælst annar stærsti flokkurinn í landinu með um og nokkuð yfir 20 prósent fylgi.Greindu báðir frá fundinum á Facebook Åkesson og Kristersson greindu báðir frá vinnufundinum á Facebook-síðum sínum fyrr í dag. „Í dag heimsótti ég og þingflokksformaður minn vinnuherbergi Ulf Kristersson vegna fyrsta beina fundar okkar með Ulf Kristersson og þingflokksformanni Moderaterna. Á fundinum ræddum við meðal annars hvernig eigi að bregðast við alvarlegum glæpum í landinu okkar þar sem ríkisstjórnin hefur algerlega brugðist. En einnig hvernig innflytjendapólitík og orkumálapólitík framtíðar eigi að vera,“ segir Åkesson. Bætti hann við að fundurinn hafi verið gefandi og boði gott varðandi framtíðarsamstarf á sviði stjórnmála. Kristersson segir á sinni síðu að hann hafi viljað funda til að ræða nokkur mikilvæg málefni þar sem flokkarnir eru á svipaðri línu. Helst hafi verið rætt um hert viðbrögð vegna glæpa og málefni kjarnorku. Hann segir sömuleiðis að viðræðurnar hafi verið uppbyggilegar og bjóði upp á pólitískt samstarf. Þingkosningar fóru fram í Svíþjóð í september 2018 og fór svo, eftir margra mánaða viðræður, að Jafnaðarmenn og Græningjar mynduðu nýja stjórn með stuðningi frá Miðflokknum og Frjálslyndum. Leiðir Stefan Löfven, leiðtogi Jafnaðarmanna, þá stjórn. Hann tók fyrst við embætti forsætisráðherra Svíþjóðar árið 2014. Svíþjóð Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira
Ulf Kristersson, leiðtogi sænska Hægriflokksins (Moderaterna) og Jimmie Åkesson, leiðtogi Svíþjóðardemókrata, áttu í morgun sinn fyrsta formlega tvíhliða fund í húsakynnum sænska þingsins. Svíþjóðardemókratar, sem tala fyrir harðri stefnu í innflytjendamálum, hafa lengi verið einangraðir á sænska þinginu þar sem aðrir flokkar hafa sniðgengið þingmenn Svíþjóðardemókrata og hafnað öllu samstarfi. Nú virðist hins vegar sem að breyting kunni að vera á því. Svíþjóðardemókratar og Hægriflokkurinn eru báðir í stjórnarandstöðu, en skoðanakannanir hafa að undanförnu sýnt aukinn stuðning við Svíþjóðardemókrata. Hefur flokkurinn ítrekað mælst annar stærsti flokkurinn í landinu með um og nokkuð yfir 20 prósent fylgi.Greindu báðir frá fundinum á Facebook Åkesson og Kristersson greindu báðir frá vinnufundinum á Facebook-síðum sínum fyrr í dag. „Í dag heimsótti ég og þingflokksformaður minn vinnuherbergi Ulf Kristersson vegna fyrsta beina fundar okkar með Ulf Kristersson og þingflokksformanni Moderaterna. Á fundinum ræddum við meðal annars hvernig eigi að bregðast við alvarlegum glæpum í landinu okkar þar sem ríkisstjórnin hefur algerlega brugðist. En einnig hvernig innflytjendapólitík og orkumálapólitík framtíðar eigi að vera,“ segir Åkesson. Bætti hann við að fundurinn hafi verið gefandi og boði gott varðandi framtíðarsamstarf á sviði stjórnmála. Kristersson segir á sinni síðu að hann hafi viljað funda til að ræða nokkur mikilvæg málefni þar sem flokkarnir eru á svipaðri línu. Helst hafi verið rætt um hert viðbrögð vegna glæpa og málefni kjarnorku. Hann segir sömuleiðis að viðræðurnar hafi verið uppbyggilegar og bjóði upp á pólitískt samstarf. Þingkosningar fóru fram í Svíþjóð í september 2018 og fór svo, eftir margra mánaða viðræður, að Jafnaðarmenn og Græningjar mynduðu nýja stjórn með stuðningi frá Miðflokknum og Frjálslyndum. Leiðir Stefan Löfven, leiðtogi Jafnaðarmanna, þá stjórn. Hann tók fyrst við embætti forsætisráðherra Svíþjóðar árið 2014.
Svíþjóð Mest lesið Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Með tvær „barnakynlífsdúkkur“ í barnarúmi í svefnherberginu Innlent Skellur á með látum, versnar hratt og hviður jafnvel yfir 50 m/s Innlent Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Nafngreina árásarmanninn í Örebro Erlent Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Erlent Formaður BÍ æfur vegna ummæla Sigurjóns Innlent Pallborðið: Tókust á um umdeilt verkfall kennara Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Erlent Fleiri fréttir Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Hyggst hækka tolla á Evrópuríkin innan tíðar Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Sjá meira