Saklaus uns sekt er sönnuð Páll Steingrímsson skrifar 5. desember 2019 10:30 Fyrirsögnin á þessari grein er ein af meginreglum réttarríkisins. Blessunarlega er hún virt af dómstólum enda er Ísland réttarríki, rétt eins og önnur vestræn lýðræðisríki. Dómstóll götunnar virðir hins vegar ekki meginreglur réttarríkisins enda nærist hann á ásökunum, óháð staðreyndum máls, í því skyni að kveða upp dóma hratt og vel. Þannig fær fólk líka útrás fyrir gremju sína, pirring og óánægju. Umfjöllun Ríkisútvarpsins í þættinum Kveik hinn 12. nóvember síðastliðinn vakti hörð viðbrögð hjá þjóðinni enda var þátturinn matreiddur til að ná því markmiði. Framsetningin var hönnuð til að valda sem mestri hneykslan. Það var líka dapurlegt að sjá sömu persónur stíga á „popúlistavagninn“ eftir sýningu þáttarins og höfðu haft sig mest frammi í svokölluðu Seðlabankamáli á sínum tíma. Aðferðafræði Ríkisútvarpsins var líka sú sama og þá. Sett var fram önnur hlið málsins líkt og um staðreyndir væri að ræða en engu skeytt um sjónarmið Samherja og starfsfólks fyrirtækisins. Þá reyndu fréttamenn Ríkisútvarpsins að leiða forstjóra Samherja í gildru með því að fá hann í viðtal undir þeim formerkjum að ræða þróunarmál. Sem betur fer lét hann ekki blekkjast. Eftirmál þáttarins eru einnig býsna athyglisverð. Eftir sýningu þáttarins drógu fjölmiðlar fram nákvæmlega sömu álitsgjafana til að lýsa skoðun sinni og í Seðlabankamálinu. Þetta fólk á harma að efna eftir niðurlæginguna sem það upplifði í Seðlabankamálinu. Það mál gufaði upp eftir að Hæstiréttur Íslands felldi úr gildi stjórnvaldssekt sem Seðlabankinn lagði á Samherja. Árin á undan hafði Seðlabankinn margsinnis verið gerður afturreka. Meðal annars af embætti sérstaks saksóknara sem felldi tvívegis niður rannsókn á málinu. Í síðar skiptið hinn 4. september 2015 með þeim rökum að Samherji hefði „gætt þess af kostgæfni að senda heim erlendan gjaldeyri sem var endurgjald félagsins vegna sölu á vöru og þjónustu og uppfylla þannig skilaskyldureglur hvað þann erlenda gjaldeyri varðaði,“ eins og segir orðrétt í bréfi sérstaks saksóknara til Seðlabankans sem fjölmiðlar hafa fjallað um. Á endanum stóð ekki steinn yfir steini í þeim ásökunum sem Kastljós teiknaði upp fyrir landsmenn hinn 27. mars 2012. Hinir miklu „rannsóknarblaðamenn“ Ríkisútvarpsins Fréttamenn Ríkisútvarpsins hafa verið iðnir við það síðustu ár að upplýsa landsmenn um lögbrot sem engum var kunnugt um fyrir. Þau minnisstæðustu eru vopnaflug Atlanta til Sádi-Arabíu, mansal á kínverskum veitingastað og svo gjaldeyrisbrot Samherja. Þetta hafa fréttamenn Ríkisútvarpsins gert á sama tíma og yfirmenn þeirra hafa verið uppteknir við að semja við glæpamenn utan réttarsala um bætur. Það er hins vegar alveg ljóst að Ríkisútvarpið stundar nornaveiðar enda var Helgi Seljan búinn að lýsa því yfir að hann ætlaði að „taka Þorstein Má niður“. Honum mistókst það í Seðlabankamálinu svo hann reynir það nú í annað sinn. Svo virðist sem Kveiksþátturinn sé tilraun Helga Seljan til að fá uppreist æru eftir niðurlæginguna sem hann upplifði þegar í ljós kom að þær ásakanir sem hann teiknaði upp í Kastljósi í svokölluðu Seðlabankamáli reyndust allar tilhæfulausar. Það er mikilvægt að kveða ekki upp dóma yfir stjórnendum Samherja vegna starfseminnar í Namibíu fyrr en báðar hliðar málsins hafa komið fram. Í því sambandi er ágætt að hafa hugfast að í íslensku samfélagi virðist gefið út skotleyfi á þá sem notið hafa velgengni í lífinu. Eins og æruvernd þeirra sé lakari en annarra. Þannig virðast ótrúlega margir gefa sér að ásakanir Ríkisútvarpsins og Stundarinnar á hendur stjórnendum Samherja séu sannar án þess að hafa fengið að heyra þeirra hlið á málinu. Umfjöllun Ríkisútvarpsins var öll því marki brennd að skotið var fyrst og það harkalega. Þess var ekki gætt að fjalla um báðar hliðar málsins enda hafnaði Ríkisútvarpið þrívegis boði Samherja um afhendingu gagna á sérstökum upplýsingafundum. Eins og Samherji hefur bent á í yfirlýsingu er það líklega án fordæma í vestrænum fjölmiðlaheimi að fjölmiðill hafni upplýsingum, frá þeim sem er til umfjöllunar, í aðdraganda þáttar þar sem setja á fram meiðandi staðhæfingar um viðkomandi. Þetta sýnir svart á hvítu að fréttamönnum Ríkisútvarpsins er ekki treystandi til að fjalla á hlutlausan hátt um málefni Samherja enda löngu orðið ljóst að þeir hafa eingöngu áhuga á því að valda fyrirtækinu sem mestum skaða. Stundin þarf að upplýsa um hluthafa sína Ég þekki æðstu stjórnendur Samherja ekki af neinu nema góðu og það var ekkert í umfjöllun Kveiks sem fékk mig til að efast um heilindi þeirra. Þvert á móti styrktist tiltrú mín á þeim ef eitthvað er því Seðlabankamálið er mér enn í fersku minni. Ég hef starfað erlendis í næstum 15 ár og sumt af því sem kom fram í þessum þætti eru eðlilegir hlutir þegar kemur að greiðslum milli landa. Fréttamenn Ríkisútvarpsins hefðu getað kynnt sér hvað felst í tvísköttunarsamningum og hvaða þýðingu tvíflöggun fiskiskipa hefur. Þá var býsna einkennilegt að sjá suma mæta strax eftir sýningu þáttarins til að verja uppljóstrarann. Það virðist vera algjört tabú að ræða persónu hans og bakgrunn og hefur ekki nema brot af því komið fram opinberlega og bíður líklega betri tíma. Þá virðist heldur ekki mega ræða samstarf Ríkisútvarpsins og Stundarinnar og þá staðreynd að einn umsjónarmanna Kveiks er bróðir annars ritstjóra Stundarinnar. Það er erfitt fyrir þessa fjölmiðla að leggja hlutlægt mat á efnistök hvors annars eða vera í faglegu samstarfi þegar þau sem ritstýra efninu eru systkini. Hvað Stundina áhrærir er margt ósagt um eignarhald þess miðils. Ritstjórar Stundarinnar neita að svara spurningum um hluthafahópinn en á meðal hluthafanna eru aðilar sem tengjast Namibíu. Ef ritstjórar Stundarinnar eru heiðarlegir þá hljóta þeir að upplýsa um þessi tengsl. Höfundur er skipstjóri og starfar hjá Samherja hf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Samherjaskjölin Sjávarútvegur Páll Steingrímsson Mest lesið Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Fráleit túlkun á fornum texta breytir ekki staðreyndum Ómar Torfason skrifar Skoðun Betri strætó strax í dag Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Viltu skilja bílinn eftir heima? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvaða framtíð bíður barna okkar árið 2050? Hafdís Hanna Ægisdóttir skrifar Skoðun Metabolic Psychiatry: Ný nálgun í geðlækningum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Af hverju skiptir vökvagjöf okkur svona miklu máli? Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Sjá meira
Fyrirsögnin á þessari grein er ein af meginreglum réttarríkisins. Blessunarlega er hún virt af dómstólum enda er Ísland réttarríki, rétt eins og önnur vestræn lýðræðisríki. Dómstóll götunnar virðir hins vegar ekki meginreglur réttarríkisins enda nærist hann á ásökunum, óháð staðreyndum máls, í því skyni að kveða upp dóma hratt og vel. Þannig fær fólk líka útrás fyrir gremju sína, pirring og óánægju. Umfjöllun Ríkisútvarpsins í þættinum Kveik hinn 12. nóvember síðastliðinn vakti hörð viðbrögð hjá þjóðinni enda var þátturinn matreiddur til að ná því markmiði. Framsetningin var hönnuð til að valda sem mestri hneykslan. Það var líka dapurlegt að sjá sömu persónur stíga á „popúlistavagninn“ eftir sýningu þáttarins og höfðu haft sig mest frammi í svokölluðu Seðlabankamáli á sínum tíma. Aðferðafræði Ríkisútvarpsins var líka sú sama og þá. Sett var fram önnur hlið málsins líkt og um staðreyndir væri að ræða en engu skeytt um sjónarmið Samherja og starfsfólks fyrirtækisins. Þá reyndu fréttamenn Ríkisútvarpsins að leiða forstjóra Samherja í gildru með því að fá hann í viðtal undir þeim formerkjum að ræða þróunarmál. Sem betur fer lét hann ekki blekkjast. Eftirmál þáttarins eru einnig býsna athyglisverð. Eftir sýningu þáttarins drógu fjölmiðlar fram nákvæmlega sömu álitsgjafana til að lýsa skoðun sinni og í Seðlabankamálinu. Þetta fólk á harma að efna eftir niðurlæginguna sem það upplifði í Seðlabankamálinu. Það mál gufaði upp eftir að Hæstiréttur Íslands felldi úr gildi stjórnvaldssekt sem Seðlabankinn lagði á Samherja. Árin á undan hafði Seðlabankinn margsinnis verið gerður afturreka. Meðal annars af embætti sérstaks saksóknara sem felldi tvívegis niður rannsókn á málinu. Í síðar skiptið hinn 4. september 2015 með þeim rökum að Samherji hefði „gætt þess af kostgæfni að senda heim erlendan gjaldeyri sem var endurgjald félagsins vegna sölu á vöru og þjónustu og uppfylla þannig skilaskyldureglur hvað þann erlenda gjaldeyri varðaði,“ eins og segir orðrétt í bréfi sérstaks saksóknara til Seðlabankans sem fjölmiðlar hafa fjallað um. Á endanum stóð ekki steinn yfir steini í þeim ásökunum sem Kastljós teiknaði upp fyrir landsmenn hinn 27. mars 2012. Hinir miklu „rannsóknarblaðamenn“ Ríkisútvarpsins Fréttamenn Ríkisútvarpsins hafa verið iðnir við það síðustu ár að upplýsa landsmenn um lögbrot sem engum var kunnugt um fyrir. Þau minnisstæðustu eru vopnaflug Atlanta til Sádi-Arabíu, mansal á kínverskum veitingastað og svo gjaldeyrisbrot Samherja. Þetta hafa fréttamenn Ríkisútvarpsins gert á sama tíma og yfirmenn þeirra hafa verið uppteknir við að semja við glæpamenn utan réttarsala um bætur. Það er hins vegar alveg ljóst að Ríkisútvarpið stundar nornaveiðar enda var Helgi Seljan búinn að lýsa því yfir að hann ætlaði að „taka Þorstein Má niður“. Honum mistókst það í Seðlabankamálinu svo hann reynir það nú í annað sinn. Svo virðist sem Kveiksþátturinn sé tilraun Helga Seljan til að fá uppreist æru eftir niðurlæginguna sem hann upplifði þegar í ljós kom að þær ásakanir sem hann teiknaði upp í Kastljósi í svokölluðu Seðlabankamáli reyndust allar tilhæfulausar. Það er mikilvægt að kveða ekki upp dóma yfir stjórnendum Samherja vegna starfseminnar í Namibíu fyrr en báðar hliðar málsins hafa komið fram. Í því sambandi er ágætt að hafa hugfast að í íslensku samfélagi virðist gefið út skotleyfi á þá sem notið hafa velgengni í lífinu. Eins og æruvernd þeirra sé lakari en annarra. Þannig virðast ótrúlega margir gefa sér að ásakanir Ríkisútvarpsins og Stundarinnar á hendur stjórnendum Samherja séu sannar án þess að hafa fengið að heyra þeirra hlið á málinu. Umfjöllun Ríkisútvarpsins var öll því marki brennd að skotið var fyrst og það harkalega. Þess var ekki gætt að fjalla um báðar hliðar málsins enda hafnaði Ríkisútvarpið þrívegis boði Samherja um afhendingu gagna á sérstökum upplýsingafundum. Eins og Samherji hefur bent á í yfirlýsingu er það líklega án fordæma í vestrænum fjölmiðlaheimi að fjölmiðill hafni upplýsingum, frá þeim sem er til umfjöllunar, í aðdraganda þáttar þar sem setja á fram meiðandi staðhæfingar um viðkomandi. Þetta sýnir svart á hvítu að fréttamönnum Ríkisútvarpsins er ekki treystandi til að fjalla á hlutlausan hátt um málefni Samherja enda löngu orðið ljóst að þeir hafa eingöngu áhuga á því að valda fyrirtækinu sem mestum skaða. Stundin þarf að upplýsa um hluthafa sína Ég þekki æðstu stjórnendur Samherja ekki af neinu nema góðu og það var ekkert í umfjöllun Kveiks sem fékk mig til að efast um heilindi þeirra. Þvert á móti styrktist tiltrú mín á þeim ef eitthvað er því Seðlabankamálið er mér enn í fersku minni. Ég hef starfað erlendis í næstum 15 ár og sumt af því sem kom fram í þessum þætti eru eðlilegir hlutir þegar kemur að greiðslum milli landa. Fréttamenn Ríkisútvarpsins hefðu getað kynnt sér hvað felst í tvísköttunarsamningum og hvaða þýðingu tvíflöggun fiskiskipa hefur. Þá var býsna einkennilegt að sjá suma mæta strax eftir sýningu þáttarins til að verja uppljóstrarann. Það virðist vera algjört tabú að ræða persónu hans og bakgrunn og hefur ekki nema brot af því komið fram opinberlega og bíður líklega betri tíma. Þá virðist heldur ekki mega ræða samstarf Ríkisútvarpsins og Stundarinnar og þá staðreynd að einn umsjónarmanna Kveiks er bróðir annars ritstjóra Stundarinnar. Það er erfitt fyrir þessa fjölmiðla að leggja hlutlægt mat á efnistök hvors annars eða vera í faglegu samstarfi þegar þau sem ritstýra efninu eru systkini. Hvað Stundina áhrærir er margt ósagt um eignarhald þess miðils. Ritstjórar Stundarinnar neita að svara spurningum um hluthafahópinn en á meðal hluthafanna eru aðilar sem tengjast Namibíu. Ef ritstjórar Stundarinnar eru heiðarlegir þá hljóta þeir að upplýsa um þessi tengsl. Höfundur er skipstjóri og starfar hjá Samherja hf.
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar