Hlemmi verður umbylt á næstu örfáu árum Heimir Már Pétursson skrifar 5. desember 2019 19:00 Í dag var samþykkt nýtt deiliskipulag fyrir Hlemm sem felur í sér miklar breytingar á þessu svæði á allra næstu árum. Meðal annars verður flutt þangað húsið Norðurpóllinn sem var fyrsta húsið sem reist var við Hlemm árið 1904. Húsið var einhvers konar áningarstaður fyrir fólk sem var að koma inn til borgarinnar. Þar gat það fengið sér að borða og mun væntanlega geta það aftur þegar húsið rís hér á ný við Hlemm. Hlemmur verður bíllaust svæði þar sem hjólandi og gangandi komast vel um og einungis strætó, eða borgarlína, má keyra niður laugaveginn frá Fíladelfíu að Hlemmi. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir formaður skipulags- og samgönguráðs segir að haldin hafi verið samkeppni þar sem stofur voru fengnar til að gera tillögur um nýtt skipulag á Hlemmi. „Niðurstaðan varð sú að fá tvær stofur, Mandaworks frá Svíþjóð og DLD héðan frá Íslandi, til að móta saman endanlega tillögu. Þannig að við fengjum gæðin úr báðum tillögunum,“ segir Sigurborg Ósk. Skipulagið miði að því að halda í söguna eins og vatnsbrunn sem þar var en einnig yngri hluta sögunnar.„Sem voru svona aðeins meira pönk. Aðeins meiri grófleiki og meiri steypa. Þannig að þetta mun haldast í hendur og vonandi ná að endurspegla fjölbreytileika mannlífsins,“ segir Sigurborg Ósk. Nú þegar sé mikið mikil lifandi starfsemi á Hlemmi sem muni aukast með nýja skipulaginu.Hlemmur verður ekki lengur miðstöð strætisvagna eins og hann hefur verið í áratugi? „Já það er kannski stærsta breytingin. Í dag er Hlemmur í raun og veru svo kölluð tímajöfnunarstöð þannig að strætó stoppar oft hér mjög lengi. Það hlutverk mun færast yfir á BSÍ og strætó mun hætta að stoppa alveg uppvið Hlemm Mathöll og stoppa við Snorrabrautina. Samhliða þessu verður Borgartúnið opnað beint alveg út á Snorrabrautina rétt ofan við Sæbraut. Hluta Rauðarárstígs inn á Hlemm verður lokað fyrir bílaumferð sem og Laugavegi milli hans og Snorrabrautar og Hlemmur verður kjarnastöð borgarlínu. „Stærsta stoppistöðin og það verður mikið í hana lagt.“Og Hverfisgatan verður þá heilmikil strætóleið líka? „Já svo sannarlega. Það verður eflaust best tengda gata borgarinnar með borgarlínu og öðrum strætóleiðum,“ segir formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar.Húsið Norðurpólinn var fyrsta húsið sem var reist við Hlemm árið 1904 og verður það flutt þangað aftur. Reykjavík Samgöngur Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Sjá meira
Í dag var samþykkt nýtt deiliskipulag fyrir Hlemm sem felur í sér miklar breytingar á þessu svæði á allra næstu árum. Meðal annars verður flutt þangað húsið Norðurpóllinn sem var fyrsta húsið sem reist var við Hlemm árið 1904. Húsið var einhvers konar áningarstaður fyrir fólk sem var að koma inn til borgarinnar. Þar gat það fengið sér að borða og mun væntanlega geta það aftur þegar húsið rís hér á ný við Hlemm. Hlemmur verður bíllaust svæði þar sem hjólandi og gangandi komast vel um og einungis strætó, eða borgarlína, má keyra niður laugaveginn frá Fíladelfíu að Hlemmi. Sigurborg Ósk Haraldsdóttir formaður skipulags- og samgönguráðs segir að haldin hafi verið samkeppni þar sem stofur voru fengnar til að gera tillögur um nýtt skipulag á Hlemmi. „Niðurstaðan varð sú að fá tvær stofur, Mandaworks frá Svíþjóð og DLD héðan frá Íslandi, til að móta saman endanlega tillögu. Þannig að við fengjum gæðin úr báðum tillögunum,“ segir Sigurborg Ósk. Skipulagið miði að því að halda í söguna eins og vatnsbrunn sem þar var en einnig yngri hluta sögunnar.„Sem voru svona aðeins meira pönk. Aðeins meiri grófleiki og meiri steypa. Þannig að þetta mun haldast í hendur og vonandi ná að endurspegla fjölbreytileika mannlífsins,“ segir Sigurborg Ósk. Nú þegar sé mikið mikil lifandi starfsemi á Hlemmi sem muni aukast með nýja skipulaginu.Hlemmur verður ekki lengur miðstöð strætisvagna eins og hann hefur verið í áratugi? „Já það er kannski stærsta breytingin. Í dag er Hlemmur í raun og veru svo kölluð tímajöfnunarstöð þannig að strætó stoppar oft hér mjög lengi. Það hlutverk mun færast yfir á BSÍ og strætó mun hætta að stoppa alveg uppvið Hlemm Mathöll og stoppa við Snorrabrautina. Samhliða þessu verður Borgartúnið opnað beint alveg út á Snorrabrautina rétt ofan við Sæbraut. Hluta Rauðarárstígs inn á Hlemm verður lokað fyrir bílaumferð sem og Laugavegi milli hans og Snorrabrautar og Hlemmur verður kjarnastöð borgarlínu. „Stærsta stoppistöðin og það verður mikið í hana lagt.“Og Hverfisgatan verður þá heilmikil strætóleið líka? „Já svo sannarlega. Það verður eflaust best tengda gata borgarinnar með borgarlínu og öðrum strætóleiðum,“ segir formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar.Húsið Norðurpólinn var fyrsta húsið sem var reist við Hlemm árið 1904 og verður það flutt þangað aftur.
Reykjavík Samgöngur Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Fleiri fréttir Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Sjá meira