Segir „í kjólinn fyrir jólin“ vera kjaftæði Samúel Karl Ólason skrifar 5. desember 2019 20:07 Erna Kristín Stefánsdóttir, guðfræðingur og samfélagsmiðlastjarna, Vísir Erna Kristín Stefánsdóttir, guðfræðingur og samfélagsmiðlastjarna, segir hugtakið að „grenna sig í kjólinn fyrir jólin“ vera algjört kjaftæði og sölubrellu. Þetta sagði hún Við Völu Matt í Íslandi í dag í kvöld. Á þessum tíma ársins má sjá auglýsingar gagnvart konum um að þær hafi enn tíma til að grenna sig fyrir jólin svo þau komist í kjóla sína. Erna hefur verið að berjast fyrir jákvæðari líkamsímynd og heldur hún meðal annars fyrirlestra um málið og heldur úti síðunni Ernuland á Instagram.Hún segir málið sér kært þar sem hún hafi lengi barist við neikvæða líkamsímynd. „Í rauninni þar til fyrir tveimur árum síðan,“ segir Erna. „Ég opnaði mig á samfélagsmiðlum og komst að því að þar er svo mikið um neikvæða líkamsímynd.“ Hún sagðist þar að auki telja að hún hefði hitt færri en fimm konur sem hefðu ávallt verið með jákvæða líkamsímynd. Erna segir þetta mikilvæga umræðu og með því að koma henni upp á yfirborðið sé hægt að bæta lífsgæði kvenna. „Maður hættir að neita sér hamingju út af neikvæðri líkamsímynd og hvað er eiginlega mikilvægara en einmitt það. Að geta bara fengið að lifa lífinu, frjáls í sínum líkama,“ segir Erna. Erna segir „í kjólinn fyrir jólin“ setja pressu á konur um að fara í átak. Réttara væri að sleppa öllu stressi og kaupa kjól sem konur komast í, eða nota eldri flíkur. Það sé ekki nauðsynlegt að kaupa kjól fyrir hver jól. „Líka að tengja hreyfingu ekki við breytingu á holdafari. Heldur tengja hana við andlega og líkamlega líðan. Mér finnst þetta svo mikilvægt. Að fólk nái að slíta í sundur hreyfingu, mat og allt sem tengist lífinu frá holdafari og útlit. Þá fyrst ferðu að átta þig á því af hverju þú hreyfir þig. Það er út af því að þér líður vel og útlitið er bara þú.“Innslagið í Ísland í dag má sjá hér að neðan. Ísland í dag Samfélagsmiðlar Mest lesið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Sjá meira
Erna Kristín Stefánsdóttir, guðfræðingur og samfélagsmiðlastjarna, segir hugtakið að „grenna sig í kjólinn fyrir jólin“ vera algjört kjaftæði og sölubrellu. Þetta sagði hún Við Völu Matt í Íslandi í dag í kvöld. Á þessum tíma ársins má sjá auglýsingar gagnvart konum um að þær hafi enn tíma til að grenna sig fyrir jólin svo þau komist í kjóla sína. Erna hefur verið að berjast fyrir jákvæðari líkamsímynd og heldur hún meðal annars fyrirlestra um málið og heldur úti síðunni Ernuland á Instagram.Hún segir málið sér kært þar sem hún hafi lengi barist við neikvæða líkamsímynd. „Í rauninni þar til fyrir tveimur árum síðan,“ segir Erna. „Ég opnaði mig á samfélagsmiðlum og komst að því að þar er svo mikið um neikvæða líkamsímynd.“ Hún sagðist þar að auki telja að hún hefði hitt færri en fimm konur sem hefðu ávallt verið með jákvæða líkamsímynd. Erna segir þetta mikilvæga umræðu og með því að koma henni upp á yfirborðið sé hægt að bæta lífsgæði kvenna. „Maður hættir að neita sér hamingju út af neikvæðri líkamsímynd og hvað er eiginlega mikilvægara en einmitt það. Að geta bara fengið að lifa lífinu, frjáls í sínum líkama,“ segir Erna. Erna segir „í kjólinn fyrir jólin“ setja pressu á konur um að fara í átak. Réttara væri að sleppa öllu stressi og kaupa kjól sem konur komast í, eða nota eldri flíkur. Það sé ekki nauðsynlegt að kaupa kjól fyrir hver jól. „Líka að tengja hreyfingu ekki við breytingu á holdafari. Heldur tengja hana við andlega og líkamlega líðan. Mér finnst þetta svo mikilvægt. Að fólk nái að slíta í sundur hreyfingu, mat og allt sem tengist lífinu frá holdafari og útlit. Þá fyrst ferðu að átta þig á því af hverju þú hreyfir þig. Það er út af því að þér líður vel og útlitið er bara þú.“Innslagið í Ísland í dag má sjá hér að neðan.
Ísland í dag Samfélagsmiðlar Mest lesið Bók skilað eftir 56 ára útlán Lífið „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Lífið Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari Lífið Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Lífið Hugmyndir fyrir mæðradaginn Lífið Bakaríið í beinni útsendingu Lífið Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Lífið Stjörnufans í sumarselskap Lífið Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni á sjötíu ára afmæli Kópavogs Bók skilað eftir 56 ára útlán Hugmyndir fyrir mæðradaginn Bakaríið í beinni útsendingu Fréttatía vikunnar: Páfakjör, poppstjarna og nýr kanslari „Þetta eru þýðingarmestu skilaboð Davids Attenborough til þessa“ Hönnunarunnendur skáluðu í Kópavogi Molly-Mae og Tommy Fury saman á ný Drengurinn Fengurinn hlaut styrk úr Minningarsjóði Svavars Péturs Leikstjórinn James Foley er látinn Frumsýning hjá Auðuni: Langaði til að gera fallegt náttúruklám Kristín Péturs orðin tveggja drengja móðir Katrín Tanja og Brooks tilkynna kynið Glæsileg íbúð handboltakempu í Sigvaldahúsi Heklaði sér fyrir útborgun í húsi í Þingholtunum Hilmir Snær og Vala eiga von á stúlku Stjörnufans í sumarselskap Söngvakeppnin og stríðsrekstur Ísraels: „Ég er stolt af landinu mínu“ Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision VÆB opnar verslun í Kringlunni Reyndi við þrjár milljónir Ný heimildarmynd Attenborough sýnir eyðileggingu í höfum jarðar Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Logi og Hallveig keyptu hús í 101 Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Fleiri Eurovision-farar vilja Ísrael úr keppni Typpi í einu gati, tæki í öðru Ný stikla úr GTA VI Sjá meira