Ingvar laut í lægra haldi fyrir Antonio Banderas Eiður Þór Árnason skrifar 7. desember 2019 23:34 Ingvar og Ída Mekkín leika afa og barnabarn í kvikmyndinni Hvítur, hvítur dagur. MYND/PIERRE CAUDEVELLE Leikarinn Ingvar E. Sigurðsson laut í lægra haldi fyrir spænska stórleikaranum Antonio Banderas á evrópsku kvikmyndaverðlaununum í kvöld þegar sá síðarnefndi var valinn leikari ársins á hátíðinni. RÚV greindi fyrst frá. Ingvar var tilnefndur fyrir leik sinn í íslensku kvikmyndinni Hvítur, hvítur dagur en Banderas hlaut verðlaunin fyrir frammistöðu sína í myndinni Pain and Glory eftir spænska leikstjórann Pedro Almodóvar. Verðlaunin eru ein virtustu kvikmyndaverðlaun í Evrópu og voru afhent í 32. sinn í Berlín í kvöld við hátíðlega athöfn.Sjá einnig: Ingvar E. Sigurðsson tilnefndur til Evrópsku kvikmyndaverðlaunannaTveir Íslendingar hafa hlotið verðlaun á hátíðinni – Hilmar Örn Hilmarsson fyrir tónlistina í Börnum náttúrunnar og Björk Guðmundsdóttir sem besta leikkonan í Dancer in the Dark. Þá hafa nokkrir til viðbótar verið tilnefndir í gegnum tíðina en Ingvar sjálfur hefur áður verið tilnefndur, þá fyrir leik sinn í Englum alheimsins og í Kaldaljósi. Rætt var við Ingvar í byrjun nóvember þegar tilkynnt var um tilnefningu hans. Sagði hann þá tilnefninguna vera mikinn heiður fyrir sig og íslenska kvikmyndagerð. Kvikmyndin Hvítur, hvítur dagur eftir Hlyn Pálmason hefur vakið mikla athygli bæði á innlendum og erlendum vettvangi. Bíó og sjónvarp Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Ingvar E. Sigurðsson tilnefndur til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna Ingvar E. Sigurðsson leikari er tilnefndur til Evrópsku kvikmundaverðlaunanna sem besti evrópski leikarinn fyrir hlutverk sitt í myndinni Hvítur, hvítur dagur. 9. nóvember 2019 12:17 Hvítur, hvítur dagur vann aðalverðlaun í Þýskalandi Kvikmyndin hefur þar með hlotið níu verðlaun í heildina, þar af þrjú verðlaun í Bandaríkjunum. 3. nóvember 2019 14:24 Hvítur, hvítur dagur framlag Íslands til Óskarsverðlauna Kvikmyndin Hvítur, hvítur dagur verður framlag Íslands til Óskarsverðlauna 2020. Hlaut hún afgerandi sigur í rafrænni atkvæðagreiðslu um framlag Íslands, en það eru meðlimir í ÍKSA, Íslensku kvikmynda og sjónvarpsakademíunni sem hafa kosningarétt. 25. september 2019 10:05 Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Leikarinn Ingvar E. Sigurðsson laut í lægra haldi fyrir spænska stórleikaranum Antonio Banderas á evrópsku kvikmyndaverðlaununum í kvöld þegar sá síðarnefndi var valinn leikari ársins á hátíðinni. RÚV greindi fyrst frá. Ingvar var tilnefndur fyrir leik sinn í íslensku kvikmyndinni Hvítur, hvítur dagur en Banderas hlaut verðlaunin fyrir frammistöðu sína í myndinni Pain and Glory eftir spænska leikstjórann Pedro Almodóvar. Verðlaunin eru ein virtustu kvikmyndaverðlaun í Evrópu og voru afhent í 32. sinn í Berlín í kvöld við hátíðlega athöfn.Sjá einnig: Ingvar E. Sigurðsson tilnefndur til Evrópsku kvikmyndaverðlaunannaTveir Íslendingar hafa hlotið verðlaun á hátíðinni – Hilmar Örn Hilmarsson fyrir tónlistina í Börnum náttúrunnar og Björk Guðmundsdóttir sem besta leikkonan í Dancer in the Dark. Þá hafa nokkrir til viðbótar verið tilnefndir í gegnum tíðina en Ingvar sjálfur hefur áður verið tilnefndur, þá fyrir leik sinn í Englum alheimsins og í Kaldaljósi. Rætt var við Ingvar í byrjun nóvember þegar tilkynnt var um tilnefningu hans. Sagði hann þá tilnefninguna vera mikinn heiður fyrir sig og íslenska kvikmyndagerð. Kvikmyndin Hvítur, hvítur dagur eftir Hlyn Pálmason hefur vakið mikla athygli bæði á innlendum og erlendum vettvangi.
Bíó og sjónvarp Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Ingvar E. Sigurðsson tilnefndur til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna Ingvar E. Sigurðsson leikari er tilnefndur til Evrópsku kvikmundaverðlaunanna sem besti evrópski leikarinn fyrir hlutverk sitt í myndinni Hvítur, hvítur dagur. 9. nóvember 2019 12:17 Hvítur, hvítur dagur vann aðalverðlaun í Þýskalandi Kvikmyndin hefur þar með hlotið níu verðlaun í heildina, þar af þrjú verðlaun í Bandaríkjunum. 3. nóvember 2019 14:24 Hvítur, hvítur dagur framlag Íslands til Óskarsverðlauna Kvikmyndin Hvítur, hvítur dagur verður framlag Íslands til Óskarsverðlauna 2020. Hlaut hún afgerandi sigur í rafrænni atkvæðagreiðslu um framlag Íslands, en það eru meðlimir í ÍKSA, Íslensku kvikmynda og sjónvarpsakademíunni sem hafa kosningarétt. 25. september 2019 10:05 Mest lesið Flytur ekki inn í lúxusíbúðina Lífið Hundleið á að bíða eftir karlmanni og greip í taumana Lífið Anora sigurvegari á Óskarnum Bíó og sjónvarp Sýnir vonandi öðrum konum að lífið er ekki búið eftir þrítugt Lífið Tróð Bjarna og fjölskyldu í Toyota Yaris Lífið Auddi og Steindi í BDSM Lífið Steldu stílnum af heimili Kristínar Péturs Lífið Stjörnulífið: Kærleiksríkir menn á Bessastöðum Lífið Tengdist Hopkins í gegnum tólf spora ferlið Lífið Fermingargjöf sem lifir um ókomin ár Lífið samstarf Fleiri fréttir Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Snerting, Ljósbrot og Ljósvíkingar bítast um Edduna Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Næsti Dumbledore fundinn Bauð Bandaríkin velkomin í hóp konungsríkja Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Svaraði kallinu frá Ben Stiller Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Sjá meira
Ingvar E. Sigurðsson tilnefndur til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna Ingvar E. Sigurðsson leikari er tilnefndur til Evrópsku kvikmundaverðlaunanna sem besti evrópski leikarinn fyrir hlutverk sitt í myndinni Hvítur, hvítur dagur. 9. nóvember 2019 12:17
Hvítur, hvítur dagur vann aðalverðlaun í Þýskalandi Kvikmyndin hefur þar með hlotið níu verðlaun í heildina, þar af þrjú verðlaun í Bandaríkjunum. 3. nóvember 2019 14:24
Hvítur, hvítur dagur framlag Íslands til Óskarsverðlauna Kvikmyndin Hvítur, hvítur dagur verður framlag Íslands til Óskarsverðlauna 2020. Hlaut hún afgerandi sigur í rafrænni atkvæðagreiðslu um framlag Íslands, en það eru meðlimir í ÍKSA, Íslensku kvikmynda og sjónvarpsakademíunni sem hafa kosningarétt. 25. september 2019 10:05
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein