Ingvar laut í lægra haldi fyrir Antonio Banderas Eiður Þór Árnason skrifar 7. desember 2019 23:34 Ingvar og Ída Mekkín leika afa og barnabarn í kvikmyndinni Hvítur, hvítur dagur. MYND/PIERRE CAUDEVELLE Leikarinn Ingvar E. Sigurðsson laut í lægra haldi fyrir spænska stórleikaranum Antonio Banderas á evrópsku kvikmyndaverðlaununum í kvöld þegar sá síðarnefndi var valinn leikari ársins á hátíðinni. RÚV greindi fyrst frá. Ingvar var tilnefndur fyrir leik sinn í íslensku kvikmyndinni Hvítur, hvítur dagur en Banderas hlaut verðlaunin fyrir frammistöðu sína í myndinni Pain and Glory eftir spænska leikstjórann Pedro Almodóvar. Verðlaunin eru ein virtustu kvikmyndaverðlaun í Evrópu og voru afhent í 32. sinn í Berlín í kvöld við hátíðlega athöfn.Sjá einnig: Ingvar E. Sigurðsson tilnefndur til Evrópsku kvikmyndaverðlaunannaTveir Íslendingar hafa hlotið verðlaun á hátíðinni – Hilmar Örn Hilmarsson fyrir tónlistina í Börnum náttúrunnar og Björk Guðmundsdóttir sem besta leikkonan í Dancer in the Dark. Þá hafa nokkrir til viðbótar verið tilnefndir í gegnum tíðina en Ingvar sjálfur hefur áður verið tilnefndur, þá fyrir leik sinn í Englum alheimsins og í Kaldaljósi. Rætt var við Ingvar í byrjun nóvember þegar tilkynnt var um tilnefningu hans. Sagði hann þá tilnefninguna vera mikinn heiður fyrir sig og íslenska kvikmyndagerð. Kvikmyndin Hvítur, hvítur dagur eftir Hlyn Pálmason hefur vakið mikla athygli bæði á innlendum og erlendum vettvangi. Bíó og sjónvarp Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Ingvar E. Sigurðsson tilnefndur til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna Ingvar E. Sigurðsson leikari er tilnefndur til Evrópsku kvikmundaverðlaunanna sem besti evrópski leikarinn fyrir hlutverk sitt í myndinni Hvítur, hvítur dagur. 9. nóvember 2019 12:17 Hvítur, hvítur dagur vann aðalverðlaun í Þýskalandi Kvikmyndin hefur þar með hlotið níu verðlaun í heildina, þar af þrjú verðlaun í Bandaríkjunum. 3. nóvember 2019 14:24 Hvítur, hvítur dagur framlag Íslands til Óskarsverðlauna Kvikmyndin Hvítur, hvítur dagur verður framlag Íslands til Óskarsverðlauna 2020. Hlaut hún afgerandi sigur í rafrænni atkvæðagreiðslu um framlag Íslands, en það eru meðlimir í ÍKSA, Íslensku kvikmynda og sjónvarpsakademíunni sem hafa kosningarétt. 25. september 2019 10:05 Mest lesið „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Tíska og hönnun Cosby Show-stjarna látin Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Fleiri fréttir Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Leikarinn Ingvar E. Sigurðsson laut í lægra haldi fyrir spænska stórleikaranum Antonio Banderas á evrópsku kvikmyndaverðlaununum í kvöld þegar sá síðarnefndi var valinn leikari ársins á hátíðinni. RÚV greindi fyrst frá. Ingvar var tilnefndur fyrir leik sinn í íslensku kvikmyndinni Hvítur, hvítur dagur en Banderas hlaut verðlaunin fyrir frammistöðu sína í myndinni Pain and Glory eftir spænska leikstjórann Pedro Almodóvar. Verðlaunin eru ein virtustu kvikmyndaverðlaun í Evrópu og voru afhent í 32. sinn í Berlín í kvöld við hátíðlega athöfn.Sjá einnig: Ingvar E. Sigurðsson tilnefndur til Evrópsku kvikmyndaverðlaunannaTveir Íslendingar hafa hlotið verðlaun á hátíðinni – Hilmar Örn Hilmarsson fyrir tónlistina í Börnum náttúrunnar og Björk Guðmundsdóttir sem besta leikkonan í Dancer in the Dark. Þá hafa nokkrir til viðbótar verið tilnefndir í gegnum tíðina en Ingvar sjálfur hefur áður verið tilnefndur, þá fyrir leik sinn í Englum alheimsins og í Kaldaljósi. Rætt var við Ingvar í byrjun nóvember þegar tilkynnt var um tilnefningu hans. Sagði hann þá tilnefninguna vera mikinn heiður fyrir sig og íslenska kvikmyndagerð. Kvikmyndin Hvítur, hvítur dagur eftir Hlyn Pálmason hefur vakið mikla athygli bæði á innlendum og erlendum vettvangi.
Bíó og sjónvarp Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Ingvar E. Sigurðsson tilnefndur til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna Ingvar E. Sigurðsson leikari er tilnefndur til Evrópsku kvikmundaverðlaunanna sem besti evrópski leikarinn fyrir hlutverk sitt í myndinni Hvítur, hvítur dagur. 9. nóvember 2019 12:17 Hvítur, hvítur dagur vann aðalverðlaun í Þýskalandi Kvikmyndin hefur þar með hlotið níu verðlaun í heildina, þar af þrjú verðlaun í Bandaríkjunum. 3. nóvember 2019 14:24 Hvítur, hvítur dagur framlag Íslands til Óskarsverðlauna Kvikmyndin Hvítur, hvítur dagur verður framlag Íslands til Óskarsverðlauna 2020. Hlaut hún afgerandi sigur í rafrænni atkvæðagreiðslu um framlag Íslands, en það eru meðlimir í ÍKSA, Íslensku kvikmynda og sjónvarpsakademíunni sem hafa kosningarétt. 25. september 2019 10:05 Mest lesið „Fataskápurinn minn gerir ekki ráð fyrir sól“ Tíska og hönnun Cosby Show-stjarna látin Lífið Pöntuðu „perrapizzu“ með flugi frá Ísafirði Lífið Heimsfræg lesbía á leið til landsins Lífið Stökk fjörutíu sinnum úr flugvél í Dubai Lífið Næturskrunið eyðileggi svefninn og ungmennin vansvefta Lífið Stjörnulífið: „Hann er pabbi minn“ Lífið „Ég vakna á hverjum degi og þrái ekkert meira en að fá hann aftur“ Lífið Trylltist þegar hún varð fyrir árás byssumanna í Ríó Lífið Sætar og seiðandi einhleypar sumarskvísur Lífið Fleiri fréttir Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Grindavík sigursæl erlendis Skapandi sumarstarf varð að þætti á laugardagskvöldum á RÚV Næsti Bond undir þrítugu og þrír efstir á blaði Villeneuve leikstýrir næstu mynd um James Bond Ólafur Darri og Hera Hilmars halda áfram að heilla heiminn Amatörar, hvalfirskur bóndi og barátta við borgina verðlaunuð Sjá meira
Ingvar E. Sigurðsson tilnefndur til Evrópsku kvikmyndaverðlaunanna Ingvar E. Sigurðsson leikari er tilnefndur til Evrópsku kvikmundaverðlaunanna sem besti evrópski leikarinn fyrir hlutverk sitt í myndinni Hvítur, hvítur dagur. 9. nóvember 2019 12:17
Hvítur, hvítur dagur vann aðalverðlaun í Þýskalandi Kvikmyndin hefur þar með hlotið níu verðlaun í heildina, þar af þrjú verðlaun í Bandaríkjunum. 3. nóvember 2019 14:24
Hvítur, hvítur dagur framlag Íslands til Óskarsverðlauna Kvikmyndin Hvítur, hvítur dagur verður framlag Íslands til Óskarsverðlauna 2020. Hlaut hún afgerandi sigur í rafrænni atkvæðagreiðslu um framlag Íslands, en það eru meðlimir í ÍKSA, Íslensku kvikmynda og sjónvarpsakademíunni sem hafa kosningarétt. 25. september 2019 10:05