Verður að öllum líkindum yngsti forsætisráðherra í heimi Eiður Þór Árnason skrifar 8. desember 2019 19:00 Ef Sanna Marin kemst í forsætisráðherrastólinn verður hún þriðja konan til að gegna embættinu í Finnlandi. Vísir/Ap Sanna Marin, núverandi samgöngu- og fjarskiptamálaráðherra finnskra Jafnaðarmanna, verður að öllum líkindum næsti forsætisráðherra Finnlands. Marin, sem er 34 ára, yrði þá yngsti forsætisráðherra í heimi. Miðstjórn Jafnaðarmanna valdi í dag forsætisráðherraefni flokksins og hverjir verði ráðherrar í nýrri ríkisstjórn. Fulltrúar flokkanna fimm sem starfað hafa saman í ríkisstjórn Finnlands vinna nú að myndun nýrrar stjórnar og er talið líklegt að hún verði undir forystu Marin. Stjórnarmyndunarviðræður halda áfram í dag. Antti Rinne, formaður Jafnaðarmannaflokksins, baðst lausnar sem forsætisráðherra síðastliðinn þriðjudag eftir að Miðflokkurinn, sem á sæti í ríkisstjórn hans, sagðist ekki treysta flokknum lengur til að leiða stjórn. Val miðstjórnarinnar stóð á milli Marin og Antti Lindtman, 37 ára þingflokksformanns Jafnaðarmanna. Marin hafði betur með þremur atkvæðum, eða 32 gegn 29 atkvæðum Lindtman. Marin er með meistaragráðu í opinberri stjórnsýslu frá Háskólanum í Tampere og hefur tekið virkan þátt í stjórnmálum í yfir tíu ár. Hún hóf stjórnmálaferill sinn í borginni Tampere í suðurhluta Finnlands og gegndi þar stöðu formanns borgarráðs á árunum 2013 til 2017. Þingkosningar fóru fram í Finnlandi í vor og myndaði Jafnaðarmannaflokkurinn þá stjórn með Græningjum, Miðflokknum, Vinstra bandalaginu og Sænska þjóðarflokknum. Stefnt er að því að ný stjórn þessara flokka geti tekið við völdum næsta þriðjudag. Finnland Tengdar fréttir Finnskir Jafnaðarmenn velja forsætisráðherraefni í dag Valið stendur milli samgönguráðherrans Sanna Marin og þingflokksformannsins Antti Lindtman. 8. desember 2019 11:02 Forsætisráðherra Finnlands sagður reiðubúinn að hætta Heimildarmenn finnskra fjölmiðla segja að Antti Rinne muni biðjast lausnar fyrir hádegi í dag. 3. desember 2019 08:53 Velja nýtt forsætisráðherraefni á sunnudaginn Jafnaðarmenn í Finnlandi munu velja nýtt forsætisráðherraefni flokksins á sunnudaginn. Antti Rinne baðst lausnar sem forsætisráðherra fyrr í vikunni. 5. desember 2019 11:06 Forsætisráðherra Finnlands segir af sér Antti Rinne gekk á fund Sauli Niinistö, forseta Finnlands í dag þar sem hann baðst lausnar. 3. desember 2019 10:48 Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Fleiri fréttir Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Sjá meira
Sanna Marin, núverandi samgöngu- og fjarskiptamálaráðherra finnskra Jafnaðarmanna, verður að öllum líkindum næsti forsætisráðherra Finnlands. Marin, sem er 34 ára, yrði þá yngsti forsætisráðherra í heimi. Miðstjórn Jafnaðarmanna valdi í dag forsætisráðherraefni flokksins og hverjir verði ráðherrar í nýrri ríkisstjórn. Fulltrúar flokkanna fimm sem starfað hafa saman í ríkisstjórn Finnlands vinna nú að myndun nýrrar stjórnar og er talið líklegt að hún verði undir forystu Marin. Stjórnarmyndunarviðræður halda áfram í dag. Antti Rinne, formaður Jafnaðarmannaflokksins, baðst lausnar sem forsætisráðherra síðastliðinn þriðjudag eftir að Miðflokkurinn, sem á sæti í ríkisstjórn hans, sagðist ekki treysta flokknum lengur til að leiða stjórn. Val miðstjórnarinnar stóð á milli Marin og Antti Lindtman, 37 ára þingflokksformanns Jafnaðarmanna. Marin hafði betur með þremur atkvæðum, eða 32 gegn 29 atkvæðum Lindtman. Marin er með meistaragráðu í opinberri stjórnsýslu frá Háskólanum í Tampere og hefur tekið virkan þátt í stjórnmálum í yfir tíu ár. Hún hóf stjórnmálaferill sinn í borginni Tampere í suðurhluta Finnlands og gegndi þar stöðu formanns borgarráðs á árunum 2013 til 2017. Þingkosningar fóru fram í Finnlandi í vor og myndaði Jafnaðarmannaflokkurinn þá stjórn með Græningjum, Miðflokknum, Vinstra bandalaginu og Sænska þjóðarflokknum. Stefnt er að því að ný stjórn þessara flokka geti tekið við völdum næsta þriðjudag.
Finnland Tengdar fréttir Finnskir Jafnaðarmenn velja forsætisráðherraefni í dag Valið stendur milli samgönguráðherrans Sanna Marin og þingflokksformannsins Antti Lindtman. 8. desember 2019 11:02 Forsætisráðherra Finnlands sagður reiðubúinn að hætta Heimildarmenn finnskra fjölmiðla segja að Antti Rinne muni biðjast lausnar fyrir hádegi í dag. 3. desember 2019 08:53 Velja nýtt forsætisráðherraefni á sunnudaginn Jafnaðarmenn í Finnlandi munu velja nýtt forsætisráðherraefni flokksins á sunnudaginn. Antti Rinne baðst lausnar sem forsætisráðherra fyrr í vikunni. 5. desember 2019 11:06 Forsætisráðherra Finnlands segir af sér Antti Rinne gekk á fund Sauli Niinistö, forseta Finnlands í dag þar sem hann baðst lausnar. 3. desember 2019 10:48 Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent Fleiri fréttir Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Litlu mátti muna á flugbrautinni Eykur fjárútlát í herinn til muna vegna „hættulegra nýrra tíma“ Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Nær útilokað að smástirni sem fylgst var með rekist á jörðina Fjórir látnir eftir að brú hrundi í Suður-Kóreu Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Staða Sinaloa slæm eftir blóðug átök Valdi dauða með aftökusveit Segir Selenskí á leið til Washington Höktir í stuðningi til Úkraínu hjá Sameinuðu þjóðunum Franskur skurðlæknir játar svívirðileg brot á börnum Sakaður um að þiggja mútur fyrir að tala máli Rússa á Evrópuþinginu Væntanlegur kanslari segir Evrópu þurfa sjálfstæði frá Bandaríkjunum Formaður sænska Miðflokksins hættir Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Tilbúinn að stíga til hliðar Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Sjá meira
Finnskir Jafnaðarmenn velja forsætisráðherraefni í dag Valið stendur milli samgönguráðherrans Sanna Marin og þingflokksformannsins Antti Lindtman. 8. desember 2019 11:02
Forsætisráðherra Finnlands sagður reiðubúinn að hætta Heimildarmenn finnskra fjölmiðla segja að Antti Rinne muni biðjast lausnar fyrir hádegi í dag. 3. desember 2019 08:53
Velja nýtt forsætisráðherraefni á sunnudaginn Jafnaðarmenn í Finnlandi munu velja nýtt forsætisráðherraefni flokksins á sunnudaginn. Antti Rinne baðst lausnar sem forsætisráðherra fyrr í vikunni. 5. desember 2019 11:06
Forsætisráðherra Finnlands segir af sér Antti Rinne gekk á fund Sauli Niinistö, forseta Finnlands í dag þar sem hann baðst lausnar. 3. desember 2019 10:48