Eldurinn kom upp í húsi fjölskyldunnar sem býr í Hallingby í Noregi, aðfararnótt föstudags.
Sigurður Aðalgeirsson og unnusta hans Hólfríður Guðmundsdóttir voru þá ásamt dætrum sínum, sem eru sex og fjögurra ára, sofandi í húsinu.

Missti andann og sá ekki neitt
„Svo vakna ég um þrjú leitið og fannst ég heyra eitthvað skrítið hljóð,“ segir Sigurður.Hann segir að til allrar mildi hafi dætur þeirra verið með foreldrum sínum í herbergi þessa nóttina. Hann hafi litið út um gluggann og séð að mikill eldur væri á verönd og klæðningu hússins.
Hann vakti fjölskylduna til þess að koma þeim út. Á leiðinni reyndu þau að gripa með sér persónulega muni en það var of seint, rúður voru farnar að springa og eldur og reykur kominn inn í húsið. Fjölskyldin komst naumlega komist út á náttfötunum.
Sigurður segist hafa gert tilraun til þess að fara inn í húsið aftur.
„Svo hljóp ég bara aftur inn. Ég komst bara nokkra metra og þá bara missti ég andann og sá ekki neitt. Það bara hvarf allt og ég rétt slapp bara, segir Sigurður.

Ættingar og vinir opna styrktarreikning fyrir fjölskylduna svo hún komi undir sig fótunum
Sigurður og Hólmfríður segja það vera hræðilega tilfinningu að hafa horft á aleigu sína fuðra upp í eldinum. Þau segja að samhugurinn hjá vinum og ættingjum í Noregi og á Íslandi sé mikill og að þau hafi strax fengið aðstoð.Það fór strax í gang söfnun í skólanum hjá stelpunum, í háskólanum og í skólanum sem ég er að vinna í,“ segir Hólmfríður.
„Við fengum bara samdægurs föt, úlpu og skó á krakkana. það var gríðarlega gott að komast í föt. við fórum þegar að þetta var búið þá keyrðum við í burtu þegar lögreglan bar búin að tala við okkur og sjúkraliðinn sagði að allt væri í góðu, að þá keyrðum við beint upp á hótel og þar erum við núna,“ segir Sigurður.

Öðruvísi jól framundan
Fjölskyldan segir að jólin í ár verði öðruvísi en áður. Þau hafi sem betur fer verið búin að kaupa flugmiða til Íslands og munu því eyða jólunum í faðmi fjölskyldunnar.Ættingjar og vinir þeirra bæði hér heima og í Noregi hafa efnt til söfnunar til þess að aðstoða fjölskylduna við að koma undir sig fótunum aftur og fá finna upplýsingar um það á Facebook.
Eldsupptök eru ókunn og er málið til rannsóknar hjá Lögreglunni í Noregi.
Upplýsingar um styrktarreikning:
Banki: 0140-26-1144
KT: 030787-2939
