Íbúar í Úlfarsárdal harmi slegnir vegna andlátsins Jóhann K. Jóhannsson skrifar 9. desember 2019 18:51 Íbúar við Skyggnisbraut eru harmi slegnir vegna málsins. Vísir/Friðrik Karlmaður um fimmtugt var í dag úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um að eiga aðild að andláti manns sem féll fram af svölum fjölbýlishúss í Úlfarsárdal í gær. Fjórum öðrum, sem handteknir voru í tengslum við málið, hefur verið sleppt. Tæknideild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hélt áfram í dag að rannsaka íbúð, þaðan sem maður féll fram af svölum og lést við fjölbýlishúss við Skyggnisbraut í Úlfarsárdal í gær. Þá var fjölmennt lið lögreglu- og sjúkraflutningamanna var sent á vettvang auk sérsveitar Ríkislögreglustjóra. Á vettvangi í gær voru fimm karlmenn, allir með erlent ríkisfang handteknir en lögregla þurfi að brjóta sér leið inn í íbúð þeirra á þriðju hæð þaðan sem maðurinn féll. Hann var einnig erlendur ríkisborgari. Lögregla rannsakar málið sem sakamál. Fréttastofa hefur rætt við íbúa í fjölbýlishúsunum hér við Skyggnisbraut sem eru harmi slegnir vegna málsins. Fæstir þeir íbúar sem fréttastofa hefur rætt við urðu varir við það þegar atvikið átti sér stað. Arlindo Soasres Bandeira býr í íbúðinni fyrir neðan þar sem atvikið átti sér stað.Vísir/JKJ Gleðskapur í íbúðinni nóttina áður Samkvæmt heimildum fréttastofu eru allir mennirnir, sem í íbúðinni voru, frá Litháen og höfðu verið hér á landi um hríð. Einn íbúa hússins, Arlindo Bandeira, segir að gleðskapur hafði verið í íbúðinni nóttina áður. „Núna síðast var partí á laugardag. Við gátum ekki sofnað hérna fyrir neðan út af því það voru svo mikil læti uppi,“ segir Arlindo. Svalirnar það sem maðurinn féll eru með háum steyptum vegg. Arlindo segist margoft hafa tilkynnt lögreglu um gleðskap frá íbúðinni. „Ég skal segja þér að ég var oft að hringja á lögregluna til að koma til þess að stöðva gleðskap. Næstum aðra hverja helgi var partí hérna fyrir ofan,“ segir Arlindo. Í dag var einn mannanna var í dag úrskurðaður, að kröfu lögreglu, í gæsluvarðhald sem var samþykkt til 19. desember. Hinir fjórir sem handteknir var sleppt úr haldi. Lögreglumál Reykjavík Andlát í Úlfarsárdal Tengdar fréttir Úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna andláts í Úlfarsárdal Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur í gærkvöldi og í morgun yfirheyrt mennina fimm sem handteknir voru í Úlfarsárdal, síðdegis í gær eftir að maður féll fram af svölum fjölbýlishúss. 9. desember 2019 14:32 Mennirnir yfirheyrðir vegna andláts í Úlfarsárdal Yfirheyrslur yfir fimm mönnum sem handteknir voru í tengslum við andlát manns í Úlfarsárdal í gær hófust í gærkvöldi og standa enn yfir. 9. desember 2019 08:25 Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira
Karlmaður um fimmtugt var í dag úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um að eiga aðild að andláti manns sem féll fram af svölum fjölbýlishúss í Úlfarsárdal í gær. Fjórum öðrum, sem handteknir voru í tengslum við málið, hefur verið sleppt. Tæknideild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hélt áfram í dag að rannsaka íbúð, þaðan sem maður féll fram af svölum og lést við fjölbýlishúss við Skyggnisbraut í Úlfarsárdal í gær. Þá var fjölmennt lið lögreglu- og sjúkraflutningamanna var sent á vettvang auk sérsveitar Ríkislögreglustjóra. Á vettvangi í gær voru fimm karlmenn, allir með erlent ríkisfang handteknir en lögregla þurfi að brjóta sér leið inn í íbúð þeirra á þriðju hæð þaðan sem maðurinn féll. Hann var einnig erlendur ríkisborgari. Lögregla rannsakar málið sem sakamál. Fréttastofa hefur rætt við íbúa í fjölbýlishúsunum hér við Skyggnisbraut sem eru harmi slegnir vegna málsins. Fæstir þeir íbúar sem fréttastofa hefur rætt við urðu varir við það þegar atvikið átti sér stað. Arlindo Soasres Bandeira býr í íbúðinni fyrir neðan þar sem atvikið átti sér stað.Vísir/JKJ Gleðskapur í íbúðinni nóttina áður Samkvæmt heimildum fréttastofu eru allir mennirnir, sem í íbúðinni voru, frá Litháen og höfðu verið hér á landi um hríð. Einn íbúa hússins, Arlindo Bandeira, segir að gleðskapur hafði verið í íbúðinni nóttina áður. „Núna síðast var partí á laugardag. Við gátum ekki sofnað hérna fyrir neðan út af því það voru svo mikil læti uppi,“ segir Arlindo. Svalirnar það sem maðurinn féll eru með háum steyptum vegg. Arlindo segist margoft hafa tilkynnt lögreglu um gleðskap frá íbúðinni. „Ég skal segja þér að ég var oft að hringja á lögregluna til að koma til þess að stöðva gleðskap. Næstum aðra hverja helgi var partí hérna fyrir ofan,“ segir Arlindo. Í dag var einn mannanna var í dag úrskurðaður, að kröfu lögreglu, í gæsluvarðhald sem var samþykkt til 19. desember. Hinir fjórir sem handteknir var sleppt úr haldi.
Lögreglumál Reykjavík Andlát í Úlfarsárdal Tengdar fréttir Úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna andláts í Úlfarsárdal Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur í gærkvöldi og í morgun yfirheyrt mennina fimm sem handteknir voru í Úlfarsárdal, síðdegis í gær eftir að maður féll fram af svölum fjölbýlishúss. 9. desember 2019 14:32 Mennirnir yfirheyrðir vegna andláts í Úlfarsárdal Yfirheyrslur yfir fimm mönnum sem handteknir voru í tengslum við andlát manns í Úlfarsárdal í gær hófust í gærkvöldi og standa enn yfir. 9. desember 2019 08:25 Mest lesið Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent Snjókoman rétt að byrja Innlent Eldur í blokk við Ljósheima Innlent Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Innlent Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Innlent Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Fleiri fréttir Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Snjókoman mikla, ábótavant verklag ríkislögreglustjóra og jólasveinamót Karlmaður lést í Bláa lóninu Biðu í fjóra tíma úti á braut og aðra fjóra við farangursbeltin Kærðu umdeildar framkvæmdir allt of seint Skellt í lás í sundlaugum borgarinnar vegna veðurs Reglur brotnar og þjónusta sem bjóða ætti út Þarf að borga bætur þrátt fyrir breytingar á hlaupahjólinu Hvatt til varúðar vegna snjóflóðahættu á suðvesturhorninu Meiri kvika en í síðasta gosi Eldur í blokk við Ljósheima Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Halla leiðir krabbameinsráð ráðherra Snjókomumet og umferðaröngþveiti Segir sameiginlegum gildum Norðurlanda ógnað Fjölmargir farþegar fastir í flugvélum á Keflavíkurflugvelli Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Sturlað ástand og United vettlingar prjónaðir í bílnum Mesta snjódýpt í Reykjavík sem mælst hefur í október Viðbragðsaðilar í mikilli hættu vegna bíla á sumardekkjum Bílar út af veginum á Reykjanesbraut Vill heimila Samkeppniseftirlitinu að ráðast í húsleitir Snjókoman rétt að byrja Píratar berjist gegn „rísandi bylgju lýðskrums og fasisma“ Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Sjá meira
Úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna andláts í Úlfarsárdal Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur í gærkvöldi og í morgun yfirheyrt mennina fimm sem handteknir voru í Úlfarsárdal, síðdegis í gær eftir að maður féll fram af svölum fjölbýlishúss. 9. desember 2019 14:32
Mennirnir yfirheyrðir vegna andláts í Úlfarsárdal Yfirheyrslur yfir fimm mönnum sem handteknir voru í tengslum við andlát manns í Úlfarsárdal í gær hófust í gærkvöldi og standa enn yfir. 9. desember 2019 08:25