Vilja skaðaminnkun á sérgang á Litla-Hrauni Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 30. nóvember 2019 09:00 Í umsögn Afstöðu kemur fram að langt leiddir vímuefnaneytendur sprauti sig með óþekktum efnum í fangelsum. Mynd/Fréttablaðið Afstaða, félag fanga og annarra áhugamanna um bætt fangelsismál, leggur til að sérstakur skaðaminnkunargangur verði á Litla-Hrauni. Gangurinn verði aðskilinn frá öðrum göngum fangelsisins og að engin samskipti séu á milli þeirra fanga sem eru verst settir og þeirra sem „eygja von um betra líf“. Þetta kemur fram í umsögn Afstöðu um frumvarp heilbrigðisráðherra um neyslurými. Í umsögninni er vikið að fíkniefnafaraldri í fangelsum landsins og að nær mánaðarlega þurfi að flytja fanga á sjúkrahús vegna vímuefnaneyslu. Í því samhengi er sérstaklega minnst á fíkniefnið spice. Nýlega var fjallað um spice í helgarblaði Fréttablaðsins þar sem það er sagt eitt erfiðasta vímuefnið sem fangelsisyfirvöld og lögregla fást við en í lok sumars lést fangi á Litla-Hrauni eftir að hafa neytt mikils magns efnisins. Í umsögn Afstöðu kemur fram að langt leiddir fíkniefnaneytendur í fangelsum sprauti sig með óþekktum efnum, stingi í sig skítugum nálum og verði þeir uppvísir að því að vera með vímuefni á sér bíði þeirra þung refsing. „Það er ekki öfundsvert að vera sjúklingur í fangelsi og með breytingum á frumvarpi þessu gæti velferðarnefnd gert líf þeirra verst settu örlítið bærilegra.“ Afstaða telur frumvarpið jákvætt skref og að neytendur vímuefna séu í flestum tilvikum ekki afbrotamenn heldur sjúklingar, því séu þeir viðfangsefni heilbrigðiskerfisins frekar en refsivörslukerfisins. „Það hefur enda sýnt sig að þessir sjúklingar koma ósjaldan í verra ástandi út í samfélagið á nýjan leik eftir afplánun í fangelsi og refsingar fyrir neyslu vímuefna því til þess fallnar að skaða þá einstaklinga frekar sem fallið hafa í fen fíknarinnar. Engu að síður eru langt leiddir fíkniefnaneytendur fangelsaðir og nota í afplánun oft og tíðum verulega hættuleg efni til þess eins að reyna að komast í vímuástand.“ Frumvarpið, sem kveður á um sérstök neyslurými þar sem notendur vímuefna geta neytt vímuefna með öruggari hætti með tilliti til hreinlætis og sýklavarna undir eftirliti starfsfólks, er til meðferðar í velferðarnefnd í annað sinn en því var vísað aftur til ríkisstjórnarinnar á síðasta þingi til lagfæringar vegna athugasemda frá lögreglu og ákæruvaldi. Þrettán umsagnir hafa borist, flestar jákvæðar. Nokkur sveitarfélög hafa veitt umsögn og lýsa stuðningi við hugmyndina en telja ýmist fjármögnun neyslurýma óljósa samkvæmt frumvarpinu eða mælast til þess að rekstur neyslurýma verði á forræði ríkis en ekki sveitarfélaga enda sé um heilbrigðisþjónustu að ræða. Hvorki hafa borist umsagnir frá lögreglu né ákæruvaldi en frumvarpið var lagfært í samráði við fulltrúa refsivörslukerfisins áður en það var lagt fram að nýju í haust. Birtist í Fréttablaðinu Fangelsismál Fíkn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Telja að fíkniefnið Spice sé í meiri dreifingu en áður hefur verið talið Rannsóknarlögreglumaður óttast að fíkniefnið Spice sé í meiri dreifingu en áður hefur verið talið. Efnið sé stórhættulegt og meðal annars valdið dauða. Hann segir áhyggjuefni að efnið hafi fundist í meðförum unglinga nýverið. 20. nóvember 2019 18:30 Mikið af fíkniefninu Spice fannst við krufningu á fanga sem lést á Litla-Hrauni í lok sumars Óvenju mikið af fíkniefninu Spice fannst við krufningu á fanganum sem lést á Litla-Hrauni í lok sumars. Lögreglan á Suðurlandi hefur gefið út tíu ákærur vegna Spice í fangelsinu á árinu. 31. október 2019 19:15 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Afstaða, félag fanga og annarra áhugamanna um bætt fangelsismál, leggur til að sérstakur skaðaminnkunargangur verði á Litla-Hrauni. Gangurinn verði aðskilinn frá öðrum göngum fangelsisins og að engin samskipti séu á milli þeirra fanga sem eru verst settir og þeirra sem „eygja von um betra líf“. Þetta kemur fram í umsögn Afstöðu um frumvarp heilbrigðisráðherra um neyslurými. Í umsögninni er vikið að fíkniefnafaraldri í fangelsum landsins og að nær mánaðarlega þurfi að flytja fanga á sjúkrahús vegna vímuefnaneyslu. Í því samhengi er sérstaklega minnst á fíkniefnið spice. Nýlega var fjallað um spice í helgarblaði Fréttablaðsins þar sem það er sagt eitt erfiðasta vímuefnið sem fangelsisyfirvöld og lögregla fást við en í lok sumars lést fangi á Litla-Hrauni eftir að hafa neytt mikils magns efnisins. Í umsögn Afstöðu kemur fram að langt leiddir fíkniefnaneytendur í fangelsum sprauti sig með óþekktum efnum, stingi í sig skítugum nálum og verði þeir uppvísir að því að vera með vímuefni á sér bíði þeirra þung refsing. „Það er ekki öfundsvert að vera sjúklingur í fangelsi og með breytingum á frumvarpi þessu gæti velferðarnefnd gert líf þeirra verst settu örlítið bærilegra.“ Afstaða telur frumvarpið jákvætt skref og að neytendur vímuefna séu í flestum tilvikum ekki afbrotamenn heldur sjúklingar, því séu þeir viðfangsefni heilbrigðiskerfisins frekar en refsivörslukerfisins. „Það hefur enda sýnt sig að þessir sjúklingar koma ósjaldan í verra ástandi út í samfélagið á nýjan leik eftir afplánun í fangelsi og refsingar fyrir neyslu vímuefna því til þess fallnar að skaða þá einstaklinga frekar sem fallið hafa í fen fíknarinnar. Engu að síður eru langt leiddir fíkniefnaneytendur fangelsaðir og nota í afplánun oft og tíðum verulega hættuleg efni til þess eins að reyna að komast í vímuástand.“ Frumvarpið, sem kveður á um sérstök neyslurými þar sem notendur vímuefna geta neytt vímuefna með öruggari hætti með tilliti til hreinlætis og sýklavarna undir eftirliti starfsfólks, er til meðferðar í velferðarnefnd í annað sinn en því var vísað aftur til ríkisstjórnarinnar á síðasta þingi til lagfæringar vegna athugasemda frá lögreglu og ákæruvaldi. Þrettán umsagnir hafa borist, flestar jákvæðar. Nokkur sveitarfélög hafa veitt umsögn og lýsa stuðningi við hugmyndina en telja ýmist fjármögnun neyslurýma óljósa samkvæmt frumvarpinu eða mælast til þess að rekstur neyslurýma verði á forræði ríkis en ekki sveitarfélaga enda sé um heilbrigðisþjónustu að ræða. Hvorki hafa borist umsagnir frá lögreglu né ákæruvaldi en frumvarpið var lagfært í samráði við fulltrúa refsivörslukerfisins áður en það var lagt fram að nýju í haust.
Birtist í Fréttablaðinu Fangelsismál Fíkn Heilbrigðismál Tengdar fréttir Telja að fíkniefnið Spice sé í meiri dreifingu en áður hefur verið talið Rannsóknarlögreglumaður óttast að fíkniefnið Spice sé í meiri dreifingu en áður hefur verið talið. Efnið sé stórhættulegt og meðal annars valdið dauða. Hann segir áhyggjuefni að efnið hafi fundist í meðförum unglinga nýverið. 20. nóvember 2019 18:30 Mikið af fíkniefninu Spice fannst við krufningu á fanga sem lést á Litla-Hrauni í lok sumars Óvenju mikið af fíkniefninu Spice fannst við krufningu á fanganum sem lést á Litla-Hrauni í lok sumars. Lögreglan á Suðurlandi hefur gefið út tíu ákærur vegna Spice í fangelsinu á árinu. 31. október 2019 19:15 Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Telja að fíkniefnið Spice sé í meiri dreifingu en áður hefur verið talið Rannsóknarlögreglumaður óttast að fíkniefnið Spice sé í meiri dreifingu en áður hefur verið talið. Efnið sé stórhættulegt og meðal annars valdið dauða. Hann segir áhyggjuefni að efnið hafi fundist í meðförum unglinga nýverið. 20. nóvember 2019 18:30
Mikið af fíkniefninu Spice fannst við krufningu á fanga sem lést á Litla-Hrauni í lok sumars Óvenju mikið af fíkniefninu Spice fannst við krufningu á fanganum sem lést á Litla-Hrauni í lok sumars. Lögreglan á Suðurlandi hefur gefið út tíu ákærur vegna Spice í fangelsinu á árinu. 31. október 2019 19:15