Fær fjórar milljónir í viðbót frá Ísafjarðarbæ vegna ólögmætrar uppsagnar Kristín Ólafsdóttir skrifar 30. nóvember 2019 14:59 Frá Ísafirði. Ísafjarðarbær er stærsta sveitarfélagið á Vestfjörðum. Í bæjarfélaginu eru Ísafjörður, Flateyri, Þingeyri, Suðureyri og Hnífsdalur. Vísir/Egill Landsréttur dæmdi í gær Ísafjarðarbæ til að greiða konu 4,5 milljónir í bætur vegna ólögmætrar uppsagnar úr starfi. Konan starfaði við búsetuþjónustu fatlaða hjá bænum og var vikið úr starfi vegna meints ofbeldis hennar gagnvart skjólstæðingi. Hún fékk fjórum milljónum hærri bætur í Landsrétti en féllu henni í skaut í héraði. Konan áfrýjaði dómi Héraðsdóms Vestfjarða í málinu í febrúar síðastliðnum, sem hafði dæmt henni 500 þúsund krónur í miskabætur í málinu. Hún krafðist samtals 16 milljóna króna í bætur frá Ísafjarðarbæ.Sökuð um að slá skjólstæðing í handlegginn Málið er rakið í dómi Landsréttar. Þar segir að konan hafi verið ráðin til búsetuþjónustunnar í janúar 2015. Starf hennar fólst í umönnun og aðstoð við fatlaða einstaklinga inni á heimili þeirra. Í desember 2016 var konan boðuð til fundar með yfirmönnum sínum þar sem henni var tjáð að til skoðunar væri hvort tilefni væri til að víkja henni fyrirvaralaust frá störfum vegna grófra brota í starfi. Henni var m.a. gefið að sök að hafa beitt skjólstæðing sinn líkamlegu ofbeldi með því að slá viðkomandi í handlegginn fyrir neðan olnboga. Skjólstæðingurinn átti að hafa greint öðrum starfsmönnum frá ofbeldinu í tvígang dagana fyrir fundinn. Konunni var svo formlega vikið frá störfum í lok desember 2016. Niðurstaðan væri sú að reka hana „vegna grófs brots í starfi þar sem skjólstæðingur hefur greint öðrum starfsmönnum búsetu frá því að þú hafir beitt hann líkamlegu ofbeldi“. Í bréfinu er tekið fram að málið hafi verið kært til lögreglu. Málið var fellt niður þar sem það þótti ekki líklegt til sakfellingar. Tekjurnar drógust verulega saman Konan byggði á því fyrir dómi að henni hefði verið sagt upp með ólögmætum hætti þar sem engar forsendur hafi verið að lögum til uppsagnarinnar. Þá hafi skilyrði kjarasamnings til fyrirvaralausrar uppsagnar ekki verið uppfyllt. Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að málið hafi ekki verið nægilega upplýst áður en ákvörðun um fyrirvaralausa uppsögn hafi verið tekin. Þá verði talið að bærinn hafi ekki gætt þess að leita „vægari úrræða“ gagnvart konunni, samkvæmt kjarasamningum. Þannig hafi ekki verið gætt meðalhófs, samkvæmt stjórnsýslulögum. Því verði litið svo á að fyrirvaralaus brottvikning konunnar úr starfi hafi verið ólögmæt og að Ísafjarðarbær beri skaðabótaábyrgð gagnvart konunni. Við ákvörðun skaðabóta var litið til þess að konan, sem var 48 ára þegar henni var sagt upp, er af erlendu bergi brotin og búi á litlu atvinnusvæði, þar sem bærinn er stór atvinnurekandi. Hún hafi ekki fengið annað starf með sambærilegum launakjörum og hún hafði hjá bænum og tekjur hennar dregist verulega saman eftir starfslok hennar. Bætur vegna fjártóns konunnar voru því hæfilega ákveðnar fjórar milljónir króna. Þá var staðfestur dómur héraðsdóms Vesturlands um að konan hlyti 500 þúsund krónur í miskabætur. Bænum var einnig gert að greiða konunni 1,2 milljónir króna í málskostnað. Dómsmál Ísafjarðarbær Vinnumarkaður Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Sjá meira
Landsréttur dæmdi í gær Ísafjarðarbæ til að greiða konu 4,5 milljónir í bætur vegna ólögmætrar uppsagnar úr starfi. Konan starfaði við búsetuþjónustu fatlaða hjá bænum og var vikið úr starfi vegna meints ofbeldis hennar gagnvart skjólstæðingi. Hún fékk fjórum milljónum hærri bætur í Landsrétti en féllu henni í skaut í héraði. Konan áfrýjaði dómi Héraðsdóms Vestfjarða í málinu í febrúar síðastliðnum, sem hafði dæmt henni 500 þúsund krónur í miskabætur í málinu. Hún krafðist samtals 16 milljóna króna í bætur frá Ísafjarðarbæ.Sökuð um að slá skjólstæðing í handlegginn Málið er rakið í dómi Landsréttar. Þar segir að konan hafi verið ráðin til búsetuþjónustunnar í janúar 2015. Starf hennar fólst í umönnun og aðstoð við fatlaða einstaklinga inni á heimili þeirra. Í desember 2016 var konan boðuð til fundar með yfirmönnum sínum þar sem henni var tjáð að til skoðunar væri hvort tilefni væri til að víkja henni fyrirvaralaust frá störfum vegna grófra brota í starfi. Henni var m.a. gefið að sök að hafa beitt skjólstæðing sinn líkamlegu ofbeldi með því að slá viðkomandi í handlegginn fyrir neðan olnboga. Skjólstæðingurinn átti að hafa greint öðrum starfsmönnum frá ofbeldinu í tvígang dagana fyrir fundinn. Konunni var svo formlega vikið frá störfum í lok desember 2016. Niðurstaðan væri sú að reka hana „vegna grófs brots í starfi þar sem skjólstæðingur hefur greint öðrum starfsmönnum búsetu frá því að þú hafir beitt hann líkamlegu ofbeldi“. Í bréfinu er tekið fram að málið hafi verið kært til lögreglu. Málið var fellt niður þar sem það þótti ekki líklegt til sakfellingar. Tekjurnar drógust verulega saman Konan byggði á því fyrir dómi að henni hefði verið sagt upp með ólögmætum hætti þar sem engar forsendur hafi verið að lögum til uppsagnarinnar. Þá hafi skilyrði kjarasamnings til fyrirvaralausrar uppsagnar ekki verið uppfyllt. Landsréttur komst að þeirri niðurstöðu að málið hafi ekki verið nægilega upplýst áður en ákvörðun um fyrirvaralausa uppsögn hafi verið tekin. Þá verði talið að bærinn hafi ekki gætt þess að leita „vægari úrræða“ gagnvart konunni, samkvæmt kjarasamningum. Þannig hafi ekki verið gætt meðalhófs, samkvæmt stjórnsýslulögum. Því verði litið svo á að fyrirvaralaus brottvikning konunnar úr starfi hafi verið ólögmæt og að Ísafjarðarbær beri skaðabótaábyrgð gagnvart konunni. Við ákvörðun skaðabóta var litið til þess að konan, sem var 48 ára þegar henni var sagt upp, er af erlendu bergi brotin og búi á litlu atvinnusvæði, þar sem bærinn er stór atvinnurekandi. Hún hafi ekki fengið annað starf með sambærilegum launakjörum og hún hafði hjá bænum og tekjur hennar dregist verulega saman eftir starfslok hennar. Bætur vegna fjártóns konunnar voru því hæfilega ákveðnar fjórar milljónir króna. Þá var staðfestur dómur héraðsdóms Vesturlands um að konan hlyti 500 þúsund krónur í miskabætur. Bænum var einnig gert að greiða konunni 1,2 milljónir króna í málskostnað.
Dómsmál Ísafjarðarbær Vinnumarkaður Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Erlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Fleiri fréttir Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Sjá meira