„Værum ekki hér ef við hefðum ekki haft hjálma“ Jóhann K. Jóhannsson og Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifa 20. nóvember 2019 20:30 Öflug vindhviða slasaði tvo sjúkraflutningamenn á vettvangi rútuslyss undir Eyjafjöllum í gær. Yfirmaður sjúkraflutninga á Suðurlandi segir atvikið sýna hversu varhugaverðar aðstæður geta verið á vettvangi slysa en fólk hafði verið varað við því að vera á þessum slóðum. Mildi þykir að ekki hafi farið verr þegar rúta, með tuttugu og þrjá innanborðs fór útaf Suðurlandsvegi, undir Eyjafjöllum í gær. Rútan endaði í á en á hjólunum. Til allrar mildi slasaðist enginn. Að sögn viðbragðsaðila sem störfuðu á vettvangi var veðrið snarvitlaust. Vindhviður fóru upp fyrir 40 m/s í verstu hviðum.Réðum ekki neitt við neitt Við byltuna hlutu sjúkraflutningamennirnir, þau Ágúst Leó Sigurðsson og Erla Sigríður Sigurðardóttir, áverka. Annað þeirra vægan heilahristing og blæðingu inn á hné og ökkla og hitt er lemstrað með skurð á fæti. „Við stöndum þarna svona um 150 metra frá lögreglubílnum og erum að fara labba aftur í átt að sjúkrabílnum og þá kemur þessi svakalega vindhviða og við ráðum bara ekki neitt við neitt og endum á því að fljúga á hausinn,“ segir Ágúst Leó. Lagt er fyrir sjúkraflutningamenn og aðra viðbragðsaðila að þeir hugi fyrst og fremst að eigin öryggi við vinnu sína. Öryggisfatnaður sjúkraflutningamannanna og hjálmar hafi varnað því að ekki fór verr í þessu tilviki en hjálmar þeirra beggja skemmdust. Erla Sigríður Sigurðardóttir og Ágúst Leó Sigurðsson, sjúkraflutningamenn slösuðust þegar öflug vindhviða hreif þau með sér á vettvangi rútuslyss í gær.Vísir/MHHKláruðu útkallið áður en þau leituðu til læknis „Við værum ábyggilega ekki hér ef við hefðum ekki haft hjálmana,“ segir Ágúst Leó og tekur Erla Sigríður, samstarfskona hans undir það. Sjúkraflutningmennirnir þurftu þrátt fyrir byltuna að halda áfram störfum en allir tuttugu og þrír farþegar rútunnar voru ferjarðir af björgunarsveitum í öruggt skjól. „Við kláruðum okkar útkall. Við fórum á Heimaland og kláruðum okkar útkall áður en við leituðum okkur lækningar,“ segir Ágúst.Aðstæður á vettvangi rútuslyssins í gær voru mjög varhugaverðar.Landsbjörg Rangárþing eystra Samgönguslys Sjúkraflutningar Tengdar fréttir „Menn náðu að halda ró sinni“ Verið er að hlúa að farþegunum sem voru um borð í rútunni sem fór út af þjóðveginum undir Eyjafjöllum í morgun, í Heimalandi þar sem Rauði krossinn hefur komið upp fjöldahjálparstöð. 19. nóvember 2019 10:23 Rútuslysið undir Eyjafjöllum: Sjúkraflutningamenn tókust á loft í öflugri vindhviðu og slösuðust Mildi þykir að tveir sjúkraflutningamenn, kona og karl, hafi ekki slasast alvarlega þegar vindhviða hreif þau með sér á vettvangi rútuslyss á Suðurlandsvegi undir Eyjafjöllum í morgun. Bæði verða frá vinnu vegna slyssins. 19. nóvember 2019 21:35 Greiði ekki aðeins lágmarkslaun heldur stefni öryggi farþega í voða Veðrið undir Eyjafjöllum í morgun var snælduvitlaust og algjörlega galið að fara af stað í þessum aðstæðum. Engar rútur frá Hópbílum, Strætó eða Snæland voru á ferðinni í morgun enda gul viðvörun í gildi, vindhviður upp á 40 m/s og lögregla hafði varað fólk við því að vera á ferðinni. 19. nóvember 2019 17:15 Rúta með 23 um borð fór út af veginum undir Eyjafjöllum Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út skömmu eftir klukkan átta í morgun vegna vegna rútu sem farið hafði út af þjóðveginum við Hafurshól undir Eyjafjöllum. 19. nóvember 2019 09:13 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Sjá meira
Öflug vindhviða slasaði tvo sjúkraflutningamenn á vettvangi rútuslyss undir Eyjafjöllum í gær. Yfirmaður sjúkraflutninga á Suðurlandi segir atvikið sýna hversu varhugaverðar aðstæður geta verið á vettvangi slysa en fólk hafði verið varað við því að vera á þessum slóðum. Mildi þykir að ekki hafi farið verr þegar rúta, með tuttugu og þrjá innanborðs fór útaf Suðurlandsvegi, undir Eyjafjöllum í gær. Rútan endaði í á en á hjólunum. Til allrar mildi slasaðist enginn. Að sögn viðbragðsaðila sem störfuðu á vettvangi var veðrið snarvitlaust. Vindhviður fóru upp fyrir 40 m/s í verstu hviðum.Réðum ekki neitt við neitt Við byltuna hlutu sjúkraflutningamennirnir, þau Ágúst Leó Sigurðsson og Erla Sigríður Sigurðardóttir, áverka. Annað þeirra vægan heilahristing og blæðingu inn á hné og ökkla og hitt er lemstrað með skurð á fæti. „Við stöndum þarna svona um 150 metra frá lögreglubílnum og erum að fara labba aftur í átt að sjúkrabílnum og þá kemur þessi svakalega vindhviða og við ráðum bara ekki neitt við neitt og endum á því að fljúga á hausinn,“ segir Ágúst Leó. Lagt er fyrir sjúkraflutningamenn og aðra viðbragðsaðila að þeir hugi fyrst og fremst að eigin öryggi við vinnu sína. Öryggisfatnaður sjúkraflutningamannanna og hjálmar hafi varnað því að ekki fór verr í þessu tilviki en hjálmar þeirra beggja skemmdust. Erla Sigríður Sigurðardóttir og Ágúst Leó Sigurðsson, sjúkraflutningamenn slösuðust þegar öflug vindhviða hreif þau með sér á vettvangi rútuslyss í gær.Vísir/MHHKláruðu útkallið áður en þau leituðu til læknis „Við værum ábyggilega ekki hér ef við hefðum ekki haft hjálmana,“ segir Ágúst Leó og tekur Erla Sigríður, samstarfskona hans undir það. Sjúkraflutningmennirnir þurftu þrátt fyrir byltuna að halda áfram störfum en allir tuttugu og þrír farþegar rútunnar voru ferjarðir af björgunarsveitum í öruggt skjól. „Við kláruðum okkar útkall. Við fórum á Heimaland og kláruðum okkar útkall áður en við leituðum okkur lækningar,“ segir Ágúst.Aðstæður á vettvangi rútuslyssins í gær voru mjög varhugaverðar.Landsbjörg
Rangárþing eystra Samgönguslys Sjúkraflutningar Tengdar fréttir „Menn náðu að halda ró sinni“ Verið er að hlúa að farþegunum sem voru um borð í rútunni sem fór út af þjóðveginum undir Eyjafjöllum í morgun, í Heimalandi þar sem Rauði krossinn hefur komið upp fjöldahjálparstöð. 19. nóvember 2019 10:23 Rútuslysið undir Eyjafjöllum: Sjúkraflutningamenn tókust á loft í öflugri vindhviðu og slösuðust Mildi þykir að tveir sjúkraflutningamenn, kona og karl, hafi ekki slasast alvarlega þegar vindhviða hreif þau með sér á vettvangi rútuslyss á Suðurlandsvegi undir Eyjafjöllum í morgun. Bæði verða frá vinnu vegna slyssins. 19. nóvember 2019 21:35 Greiði ekki aðeins lágmarkslaun heldur stefni öryggi farþega í voða Veðrið undir Eyjafjöllum í morgun var snælduvitlaust og algjörlega galið að fara af stað í þessum aðstæðum. Engar rútur frá Hópbílum, Strætó eða Snæland voru á ferðinni í morgun enda gul viðvörun í gildi, vindhviður upp á 40 m/s og lögregla hafði varað fólk við því að vera á ferðinni. 19. nóvember 2019 17:15 Rúta með 23 um borð fór út af veginum undir Eyjafjöllum Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út skömmu eftir klukkan átta í morgun vegna vegna rútu sem farið hafði út af þjóðveginum við Hafurshól undir Eyjafjöllum. 19. nóvember 2019 09:13 Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Rannsókn í manndrápsmáli vel á veg komin Kennarar fagna því að flétta eigi kynjafræði inn í allar greinar Byrja að sekta þremur vikum eftir lok nagladekkjatímabilsins Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Sjá meira
„Menn náðu að halda ró sinni“ Verið er að hlúa að farþegunum sem voru um borð í rútunni sem fór út af þjóðveginum undir Eyjafjöllum í morgun, í Heimalandi þar sem Rauði krossinn hefur komið upp fjöldahjálparstöð. 19. nóvember 2019 10:23
Rútuslysið undir Eyjafjöllum: Sjúkraflutningamenn tókust á loft í öflugri vindhviðu og slösuðust Mildi þykir að tveir sjúkraflutningamenn, kona og karl, hafi ekki slasast alvarlega þegar vindhviða hreif þau með sér á vettvangi rútuslyss á Suðurlandsvegi undir Eyjafjöllum í morgun. Bæði verða frá vinnu vegna slyssins. 19. nóvember 2019 21:35
Greiði ekki aðeins lágmarkslaun heldur stefni öryggi farþega í voða Veðrið undir Eyjafjöllum í morgun var snælduvitlaust og algjörlega galið að fara af stað í þessum aðstæðum. Engar rútur frá Hópbílum, Strætó eða Snæland voru á ferðinni í morgun enda gul viðvörun í gildi, vindhviður upp á 40 m/s og lögregla hafði varað fólk við því að vera á ferðinni. 19. nóvember 2019 17:15
Rúta með 23 um borð fór út af veginum undir Eyjafjöllum Björgunarsveitir á Suðurlandi voru kallaðar út skömmu eftir klukkan átta í morgun vegna vegna rútu sem farið hafði út af þjóðveginum við Hafurshól undir Eyjafjöllum. 19. nóvember 2019 09:13