Fögnuðu 30 ára afmæli Barnasáttmálans Jóhann K. Jóhannsson skrifar 20. nóvember 2019 20:00 Alþjóðadagur barna er í dag og Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna fagnar þrjátíu ára afmæli. Þessu var fagnað með ýmsum viðburðum í dag. Fréttastofan fékk efnilegan fréttamann, Ingunni Sif Isorenu Þórðardóttur, til liðs við sig við vinnslu fréttarinnar. Í tilurð Barnasáttmálans er kveðið á um að mannréttindi eigi að tryggja öllum mönnum rétt til þess að njóta mannlegrar reisnar. Sáttmálinn markaði mikil tímamót í baráttunni fyrir réttindum barna og felur hann í sér alþjóðlega viðurkenningu á því að börn séu sjálfstæðir einstaklingar með fullgild réttindi, óháð réttindum fullorðinna.Ingunn Sig Isorena Þórðardóttir gekk til liðs við fréttastofuna í dag og vann frétt um afmæli Barnasáttmálans í tilefni dagsins.Vísir/Jóhann K.30 ár frá samþykkt Barnasáttmálans en aðeins sex ár frá því hann var lögfestur hér á landi Barnasáttmálinn var tilbúinn til undirritunar og fullgildingar hjá Sameinuðu þjóðunum þennan dag árið 1989. Á Íslandi var barnasáttmálinn fullgildur árið 1992 en aðeins eru sex ár síðan hann var lögfestur. Í tilefni afmælis sáttmálans var efnt til hátíðahalda víða um land þar sem tímamótunum var fagnað.Rúmlega tvöhundruð börn tóku þátt í réttindagöngu í miðborginni í dag.Vísir/FriðrikBörn fóru í kröfugöngu Í Grafarvogi, miðborginni og í Vesturbæ fóru börn í réttindagöngu og í Vesturbæ Reykjavíkur hlutu skólar viðurkenningu Unicef sem réttindaskólar og réttindafrístund, þeir fyrstu á Íslandi. Í afmælisdagskránni í Kópavogi er áhersla lögð á umhverfis- og loftslagsmál, frið, réttindi og þátttöku barna í samfélaginu. Vitið þið hvað stendur í barnasáttmálanum sem þið eigið að hafa rétt á? „Tjá sig, bara fá menntun og að við eigum að fá að segja okkar skoðun,“ sögðu Hulda Sigrún og Dunja Sól í samtali við fréttastofu.Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi við hátíðahöldin í dag.Vísir/Jóhann K.Bæjarstjóri Kópavogs segir mikilvægt að börn fái að taka þátt í samfélaginu Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogsbæjar segir Barnasáttmálann mikilvægan og að áríðandi sé að börn fá að koma að ákvörðunum til dæmis í stjórnkerfinu. „Börn þurfa að njóta virðingar, réttlætis og jafnræðis. Við þurfum að virða lýðræðið gagnvart börnunum. Fá þau til þess að taka þátt á ákvörðunum með okkur, þannig að í rauninni held ég að hann hafi allt til að bera sem getur sagt að hann sé frábær,“ segir Ármann. Börn og uppeldi Kópavogur Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Stjórnvöld þurfi heildstæðari stefnu í málefnum barna Sex ár eru liðin síðan Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var lögfestur hér á landi en enn hefur sáttmálinn ekki verið innleiddur. Ísland hefur fengið athugasemd frá Sameinuðu þjóðunum um að hafa enga heildstæða stefnumótun. 28. febrúar 2019 08:00 Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna innleiddur í Kópavogi Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti í dag tillögu um innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. 22. maí 2018 22:05 Afmæli Barnasáttmálans: Miklar framfarir en nýjar ógnir Enn er þörf á brýnum umbótum í þágu fátæskustu barna þrátt fyrir sögulegar framfarir undanfarinna áratuga. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) sem kom út í dag í tilefni af þrjátíu ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. 18. nóvember 2019 16:00 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Innlent Fleiri fréttir Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Sjá meira
Alþjóðadagur barna er í dag og Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna fagnar þrjátíu ára afmæli. Þessu var fagnað með ýmsum viðburðum í dag. Fréttastofan fékk efnilegan fréttamann, Ingunni Sif Isorenu Þórðardóttur, til liðs við sig við vinnslu fréttarinnar. Í tilurð Barnasáttmálans er kveðið á um að mannréttindi eigi að tryggja öllum mönnum rétt til þess að njóta mannlegrar reisnar. Sáttmálinn markaði mikil tímamót í baráttunni fyrir réttindum barna og felur hann í sér alþjóðlega viðurkenningu á því að börn séu sjálfstæðir einstaklingar með fullgild réttindi, óháð réttindum fullorðinna.Ingunn Sig Isorena Þórðardóttir gekk til liðs við fréttastofuna í dag og vann frétt um afmæli Barnasáttmálans í tilefni dagsins.Vísir/Jóhann K.30 ár frá samþykkt Barnasáttmálans en aðeins sex ár frá því hann var lögfestur hér á landi Barnasáttmálinn var tilbúinn til undirritunar og fullgildingar hjá Sameinuðu þjóðunum þennan dag árið 1989. Á Íslandi var barnasáttmálinn fullgildur árið 1992 en aðeins eru sex ár síðan hann var lögfestur. Í tilefni afmælis sáttmálans var efnt til hátíðahalda víða um land þar sem tímamótunum var fagnað.Rúmlega tvöhundruð börn tóku þátt í réttindagöngu í miðborginni í dag.Vísir/FriðrikBörn fóru í kröfugöngu Í Grafarvogi, miðborginni og í Vesturbæ fóru börn í réttindagöngu og í Vesturbæ Reykjavíkur hlutu skólar viðurkenningu Unicef sem réttindaskólar og réttindafrístund, þeir fyrstu á Íslandi. Í afmælisdagskránni í Kópavogi er áhersla lögð á umhverfis- og loftslagsmál, frið, réttindi og þátttöku barna í samfélaginu. Vitið þið hvað stendur í barnasáttmálanum sem þið eigið að hafa rétt á? „Tjá sig, bara fá menntun og að við eigum að fá að segja okkar skoðun,“ sögðu Hulda Sigrún og Dunja Sól í samtali við fréttastofu.Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi við hátíðahöldin í dag.Vísir/Jóhann K.Bæjarstjóri Kópavogs segir mikilvægt að börn fái að taka þátt í samfélaginu Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogsbæjar segir Barnasáttmálann mikilvægan og að áríðandi sé að börn fá að koma að ákvörðunum til dæmis í stjórnkerfinu. „Börn þurfa að njóta virðingar, réttlætis og jafnræðis. Við þurfum að virða lýðræðið gagnvart börnunum. Fá þau til þess að taka þátt á ákvörðunum með okkur, þannig að í rauninni held ég að hann hafi allt til að bera sem getur sagt að hann sé frábær,“ segir Ármann.
Börn og uppeldi Kópavogur Reykjavík Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Stjórnvöld þurfi heildstæðari stefnu í málefnum barna Sex ár eru liðin síðan Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var lögfestur hér á landi en enn hefur sáttmálinn ekki verið innleiddur. Ísland hefur fengið athugasemd frá Sameinuðu þjóðunum um að hafa enga heildstæða stefnumótun. 28. febrúar 2019 08:00 Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna innleiddur í Kópavogi Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti í dag tillögu um innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. 22. maí 2018 22:05 Afmæli Barnasáttmálans: Miklar framfarir en nýjar ógnir Enn er þörf á brýnum umbótum í þágu fátæskustu barna þrátt fyrir sögulegar framfarir undanfarinna áratuga. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) sem kom út í dag í tilefni af þrjátíu ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. 18. nóvember 2019 16:00 Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Innlent Fleiri fréttir Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Sjá meira
Stjórnvöld þurfi heildstæðari stefnu í málefnum barna Sex ár eru liðin síðan Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var lögfestur hér á landi en enn hefur sáttmálinn ekki verið innleiddur. Ísland hefur fengið athugasemd frá Sameinuðu þjóðunum um að hafa enga heildstæða stefnumótun. 28. febrúar 2019 08:00
Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna innleiddur í Kópavogi Bæjarstjórn Kópavogs samþykkti í dag tillögu um innleiðingu Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. 22. maí 2018 22:05
Afmæli Barnasáttmálans: Miklar framfarir en nýjar ógnir Enn er þörf á brýnum umbótum í þágu fátæskustu barna þrátt fyrir sögulegar framfarir undanfarinna áratuga. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNICEF) sem kom út í dag í tilefni af þrjátíu ára afmæli Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. 18. nóvember 2019 16:00