Lenti í bílveltu kasólétt af tvíburum: Örlagavaldur í lífi þeirra Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 24. nóvember 2019 12:00 Birta Árdal Nóra Bergsteinsdóttir er heimsótt í þriðja þætti af Hvar er best að búa? Mynd/Hvar er best að búa? „Við vorum með plan en það varð sprenging í lífi okkar, sem ýtti okkur í allt aðra átt,“ segir Birta Árdal Nóra Bergsteinsdóttir sem býr ásamt eiginmanni sínum Othman Karoune og fjórum dætrum þeirra í hafnarborginni Essaouira í Marokkó. Þau hafa búið til skiptist á Íslandi og í Marokkó og eru viðmælendur Lóu Pind í þriðja þætti af Hvar er best að búa? Í maí á síðasta ári voru Birta, Othman, eldri dætur þeirra tvær og yngri dæturnar ófæddar á leið frá Snæfellsnesi til Reykjavíkur til að fara á frumsýninguna á bíómyndinni Kona fer í stríð sem faðir Birtu og Othman störfuðu við. Það var hávaðarok undir Hafnarfjalli sem feykti bílnum út af veginum. En bíllinn var ekki bara farartæki þeirra heldur líka heimili. Birta var þá komin 32 á vikur á leið með tvíbura og til stóð að keyra eftir fæðinguna til Suður-Frakklands þar sem þau ætluðu að dvelja á landareign sjálfsþurftarbónda. En þau plön breyttust þegar þau misstu heimili sitt í húsbílnum. Birta lýsir þessari örlagaveltu í lífi þeirra í myndskeiði úr þætti kvöldsins, sem hér fylgir. Mynd/Hvar er best að búa? Birta og Othman eru heimsótt til Essaouira í Marokkó, þar sem þau búa núna, í þriðja þætti af Hvar er best að búa? sem er á dagskrá Stöðvar 2 kl. 19:10 í kvöld. „Hvar er best að búa?“ er átta þátta röð. Fjórir þættir verða sýndir fyrir jól og fjórir eftir. Þar heimsækir Lóa fólk og fjölskyldur í níu löndum í fjórum heimsálfum. Fólk sem lét drauminn um að búa í útlöndum rætast, meðal annars fjölskyldu sem er að byggja draumahús á Balí, flugvirkja og markþjálfa í Englandi, eldri borgara sem njóta lífsins á Spáni, fyrrverandi lögregluþjón og fyrrverandi dönskukennara hjá tölvuleikjarisa á Kýpur og hjón sem ákváðu að selja allt sitt og flakka um veröldina á heimasmíðuðum húsbíl. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumenn eru Lúðvík Páll Lúðvíksson og Egill Aðalsteinsson, klippingu annast Ólafur Þór Chelbat, Tumi Bjartur Valdimarsson og Guðni Hilmar Halldórsson. Þættirnir eru framleiddir af Lóa Production fyrir Stöð 2. Hvar er best að búa? Íslendingar erlendis Marokkó Tengdar fréttir Húsbifreið fauk út af undir Hafnarfjalli Þrír fullorðnir og tvö börn voru í bifreiðinni og voru þau flutt á slysadeild. 22. maí 2018 18:33 Mest lesið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Sjá meira
„Við vorum með plan en það varð sprenging í lífi okkar, sem ýtti okkur í allt aðra átt,“ segir Birta Árdal Nóra Bergsteinsdóttir sem býr ásamt eiginmanni sínum Othman Karoune og fjórum dætrum þeirra í hafnarborginni Essaouira í Marokkó. Þau hafa búið til skiptist á Íslandi og í Marokkó og eru viðmælendur Lóu Pind í þriðja þætti af Hvar er best að búa? Í maí á síðasta ári voru Birta, Othman, eldri dætur þeirra tvær og yngri dæturnar ófæddar á leið frá Snæfellsnesi til Reykjavíkur til að fara á frumsýninguna á bíómyndinni Kona fer í stríð sem faðir Birtu og Othman störfuðu við. Það var hávaðarok undir Hafnarfjalli sem feykti bílnum út af veginum. En bíllinn var ekki bara farartæki þeirra heldur líka heimili. Birta var þá komin 32 á vikur á leið með tvíbura og til stóð að keyra eftir fæðinguna til Suður-Frakklands þar sem þau ætluðu að dvelja á landareign sjálfsþurftarbónda. En þau plön breyttust þegar þau misstu heimili sitt í húsbílnum. Birta lýsir þessari örlagaveltu í lífi þeirra í myndskeiði úr þætti kvöldsins, sem hér fylgir. Mynd/Hvar er best að búa? Birta og Othman eru heimsótt til Essaouira í Marokkó, þar sem þau búa núna, í þriðja þætti af Hvar er best að búa? sem er á dagskrá Stöðvar 2 kl. 19:10 í kvöld. „Hvar er best að búa?“ er átta þátta röð. Fjórir þættir verða sýndir fyrir jól og fjórir eftir. Þar heimsækir Lóa fólk og fjölskyldur í níu löndum í fjórum heimsálfum. Fólk sem lét drauminn um að búa í útlöndum rætast, meðal annars fjölskyldu sem er að byggja draumahús á Balí, flugvirkja og markþjálfa í Englandi, eldri borgara sem njóta lífsins á Spáni, fyrrverandi lögregluþjón og fyrrverandi dönskukennara hjá tölvuleikjarisa á Kýpur og hjón sem ákváðu að selja allt sitt og flakka um veröldina á heimasmíðuðum húsbíl. Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumenn eru Lúðvík Páll Lúðvíksson og Egill Aðalsteinsson, klippingu annast Ólafur Þór Chelbat, Tumi Bjartur Valdimarsson og Guðni Hilmar Halldórsson. Þættirnir eru framleiddir af Lóa Production fyrir Stöð 2.
Hvar er best að búa? Íslendingar erlendis Marokkó Tengdar fréttir Húsbifreið fauk út af undir Hafnarfjalli Þrír fullorðnir og tvö börn voru í bifreiðinni og voru þau flutt á slysadeild. 22. maí 2018 18:33 Mest lesið Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Lífið „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Lífið Þessi lönd komust áfram í úrslit Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Lífið Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati Lífið „Ég þurfti að breyta hugsun, hegðun og tali“ Áskorun „Og ég varð snargeðveikur“ Lífið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Fleiri fréttir Ekki smart að amman skipti sér af getnaðinum Þessi lönd komust áfram í úrslit „Ég fæ það bara um leið og ég set hann inn“ Vaktin: Komast Væb-bræður áfram? Einar og Milla eiga von á dreng Egill í SuitUp keypti glæsiíbúð undir fasteignamati „Ég fæddist fyrir þessa stund“ Sögulegt parhús í Hlíðunum Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Pussy Riot og Páll Óskar troða upp til stuðnings flóttafólki Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Halla á hátíðarsýningu Attenborough Norðurljósin séu svalasta undur veraldar Arnar og Sara gáfu syninum nafn Atriðin sem Ísland vill ekki fá áfram Í kossaflensi á Beyoncé Ísrael sendir kvörtun til EBU Aðal gellur landsins saman í epískri hestaferð Stjörnulífið: Seiðandi ofurskvísur og mæðradagurinn Elskar fallega hælaskó og Prettyboitjokkó Fréttamaður í næstlélegasta flokknum en Væb stórstjörnur Næsta lag fjalli um hið íslenska gufubað „Ég varð stjörf af hræðslu“ Krakkatían: Reikistjörnur, regnbogar og kengúrur Sjá meira
Húsbifreið fauk út af undir Hafnarfjalli Þrír fullorðnir og tvö börn voru í bifreiðinni og voru þau flutt á slysadeild. 22. maí 2018 18:33