Hársbreidd frá því að verða Norðurlandameistari Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. nóvember 2019 14:37 Keppendur Íslands í kata með verðlaun sín. Frá vinstri: Hugi, Þórður, Svana, Aron, Freyja, Oddný, Eydís og Tómas Pálmar. mynd/karatesamband íslands Um helgina kepptu 13 Íslendingar á Norðurlandamótinu í karate í Danmörku og unnu samtals þrjú silfur og tvö brons, öll í kata. Þórður Jökull Henrysson náði bestum árangri íslensku keppendanna. Hann vann báða undanriðla sína með yfirburðum og keppti til úrslita í flokki 16-17 ára pilta í kata. Í úrslitum mætti Þórður Teo Lappalainen frá Finnlandi. Þórður hlaut þar einkunnina 22,08 fyrir öfluga framkvæmd á kata Anan Dai en Finninn fékk 22,14 í einkunn. Hann vann því Þórð með aðeins 0,06 stiga mun sem er minnsti mögulegi munur á heildareinkunnum. Í 16-17 ára stúlknaflokki í kata varð Freyja Stígsdóttir langhæst í sínum undanriðli, rúmlega einum heilum á undan öðrum keppendum. Í úrslitum mætti hún Josephine Christiansen, ríkjandi Norðurlanda- og Danmerkurmeistara, og tapaði með 0,36 stiga mun. Hugi Halldórsson vann silfur í kata í flokki 14-15 ára pilta. Hann vann undanriðli sinn örugglega og mætti Svíþjóðarmeistaranum William Tran í úrslitum. Tran vann með talsverðum yfirburðum, rúmlega einum heilum í einkunn. Tómas Pálmar Tómasson keppti í sama flokki og Hugi. Hann tapaði fyrir Tran í undanriðli en vann svo bronsverðlaun. Í flokki 14-15 ára stúlkna í kata varð Eydís Magnea Friðriksdóttir önnur í sínum undanriðli og vann bronsviðureign sína örugglega. Aron Anh Ky Huynh var hársbreidd frá bronsverðlaunum í karlaflokki. Í annarri umferð gerði hann sér lítið fyrir og skákaði ríkjandi Norðurlandameistara, Svíanum Alexander Pagot. Aron varð annar í riðlinum á eftir Dananum August Andersen og tryggði sér viðureign um bronsið gegn Dovydas Zymantas frá Litháen. Aftur skildu aðeins 0,06 stig á milli keppenda og sá litháíski fékk bronsið. Í kumite náðu Máni Karl Guðmundsson, Hugi Halldórsson og Iveta Ivanova bestum árangri íslensku keppendanna. Þau kepptu öll um bronsverðlaun í sínum flokkum en töpuðu fyrir sterkum mótherjum. Karate Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
Um helgina kepptu 13 Íslendingar á Norðurlandamótinu í karate í Danmörku og unnu samtals þrjú silfur og tvö brons, öll í kata. Þórður Jökull Henrysson náði bestum árangri íslensku keppendanna. Hann vann báða undanriðla sína með yfirburðum og keppti til úrslita í flokki 16-17 ára pilta í kata. Í úrslitum mætti Þórður Teo Lappalainen frá Finnlandi. Þórður hlaut þar einkunnina 22,08 fyrir öfluga framkvæmd á kata Anan Dai en Finninn fékk 22,14 í einkunn. Hann vann því Þórð með aðeins 0,06 stiga mun sem er minnsti mögulegi munur á heildareinkunnum. Í 16-17 ára stúlknaflokki í kata varð Freyja Stígsdóttir langhæst í sínum undanriðli, rúmlega einum heilum á undan öðrum keppendum. Í úrslitum mætti hún Josephine Christiansen, ríkjandi Norðurlanda- og Danmerkurmeistara, og tapaði með 0,36 stiga mun. Hugi Halldórsson vann silfur í kata í flokki 14-15 ára pilta. Hann vann undanriðli sinn örugglega og mætti Svíþjóðarmeistaranum William Tran í úrslitum. Tran vann með talsverðum yfirburðum, rúmlega einum heilum í einkunn. Tómas Pálmar Tómasson keppti í sama flokki og Hugi. Hann tapaði fyrir Tran í undanriðli en vann svo bronsverðlaun. Í flokki 14-15 ára stúlkna í kata varð Eydís Magnea Friðriksdóttir önnur í sínum undanriðli og vann bronsviðureign sína örugglega. Aron Anh Ky Huynh var hársbreidd frá bronsverðlaunum í karlaflokki. Í annarri umferð gerði hann sér lítið fyrir og skákaði ríkjandi Norðurlandameistara, Svíanum Alexander Pagot. Aron varð annar í riðlinum á eftir Dananum August Andersen og tryggði sér viðureign um bronsið gegn Dovydas Zymantas frá Litháen. Aftur skildu aðeins 0,06 stig á milli keppenda og sá litháíski fékk bronsið. Í kumite náðu Máni Karl Guðmundsson, Hugi Halldórsson og Iveta Ivanova bestum árangri íslensku keppendanna. Þau kepptu öll um bronsverðlaun í sínum flokkum en töpuðu fyrir sterkum mótherjum.
Karate Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira