Sport

Í beinni í dag: Meistaradeildin snýr aftur

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
vísir/getty
Meistaradeild Evrópu fer að rúlla á nýjan leik í kvöld og verða Real Madrid og Manchester City í eldínunni.

Riðlakeppnin fer að klárast í Meistaradeildinni og fer næst síðasta umferðin í gang í kvöld.

Í A-riðli verður stórleikur Real Madrid og Paris Saint-Germain. PSG er nú þegar komið áfram en getur tryggt toppsætið með stigi í Madríd. Real tryggir sig áfram með sigri á PSG.

Það gæti þó verið að Real þurfi ekki einu sinni að vinna PSG, fari svo að Galatasaray vinni Club Brugge.

Tottenham mætir Olympiacos í B-rðili. Með sigri fer Tottenham áfram, jafntefli gæti tryggt sæti sitt ef Bayern vinnur Rauðu stjörnuna.

Manchester City þarf bara stig gegn Shakhtar Donetsk til þess að fara áfram úr C-riðli.

Að vanda verður Meistaradeildarmessan á sínum stað á Stöð 2 Sport þar sem allt það helsta úr öllum leikjum kvöldsins verður sýnt um leið og það gerist.

Allar upplýsingar um dagskrá og beinar útsendingar Sportrásanna má nálgast á heimasíðu Stöðvar 2.

Beinar útsendingar á Stöð 2 Sport í kvöld:

17:45 Galatasaray - Club Brugge, Sport 2

19:15 Meistaradeildarmessan, Sport

19:50 Real Madrid - PSG, Sport 2

19:50 Manchester City - Shakhtar Donetsk, Sport 3

19:50 Tottenham - Olympiacos, Sport 4

22:00 Meistaradeidlarmörkin, Sport.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×