Innlent

Spennti upp glugga og rændi íbúð

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Um hálf fjögur í nótt var síðan tilkynnt um skemmdan bíl sem ekið hafði verið á kantstein í hverfi vesturbænum.
Um hálf fjögur í nótt var síðan tilkynnt um skemmdan bíl sem ekið hafði verið á kantstein í hverfi vesturbænum. Vísir/Vilhelm
Ýmislegt kom inn á borð lögreglunnar í gærkvöldi og í nótt, til dæmis var tilkynnt um innbrot og þjófnað í hverfi 104 þar sem gluggi var spenntur upp og farið inn. Lögregla veit þó ekki hverju var stolið. Um klukkan tíu var maður síðan handtekinn í Hlíðahverfi með ætlað þýfi, Hann er grunaður um hylmingu og brot á vopnalögum og fékk hann að dúsa í fangaklefa á meðan málið er rannsakað.

Um hálf fjögur í nótt var síðan tilkynnt um skemmdan bíl sem ekið hafði verið á kantstein í hverfi vesturbænum. Ökumaðurinn ók af vettvangi með skemmdan hjólabúnað, það er að segja, á felgunni. Bifreiðin var stöðvuð skömmu síðar og er ökumaðurinn grunaður um ölvun við akstur og akstur án réttinda en hann hafði nokkru áður verið sviptur slíkum réttindinum.

Ökumaðurinn var vistaður sökum ástands í fangageymslu lögreglu. Að auki voru nokkrir ökumenn teknir fyrir ölvunarakstur eða fyrir að vera undir áhrifum fíkniefna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×