Vildu kenna Bandaríkjunum lexíu Samúel Karl Ólason skrifar 26. nóvember 2019 11:30 Brak úr vopnum og drónum frá árásinni. Vísir/Getty Forsvarsmenn herafla Írans vildu refsa Bandaríkjunum fyrir að slíta sig frá kjarnorkusamkomulaginu svokallaða og beita Íran viðskiptaþvingunum á nýjan leik. Því settust hershöfðingjar og aðrir stjórnendur öryggissveita Írans niður í maí, fjórum mánuðum fyrir árásina á heimsins stærstu olíuvinnslu í Sádi-Arabíu, og ræddu sín á milli hvað þeir myndu gera. Á fyrsta fundinum voru, auk annarra, leiðtogar Byltingarvarða Írans, sem halda utan um eldflaugaþróun ríkisins. Hossein Salami, hershöfðingi og leiðtogi Byltingarvarðanna, stóð upp og sagði: „Nú er tíminn til að draga sverðin úr slíðrum okkar og kenna þeim lexíu.“ Aðrir harðlínumenn ræddu möguleika á því að ráðast með beinum hætti á herstöðvar Bandaríkjanna á svæðinu. Niðurstaðan varð þó að endingu, eftir nokkra mánuði og fleiri fundi, að gera árás á olíuvinnslu Sádi-Arabíu, bandamanna Bandaríkjanna. Ayatollah Ali Khamenei, leiðtogi Írans, er sagður hafa samþykkt aðgerðina en þó með þeim fyrirvara að engir borgarar Sádi-Arabíu né Bandaríkjamenn féllu. Þetta kemur fram í frásögn blaðamanna Reuters af fundinum sem unnin er upp úr samtölum við fjóra heimildarmenn. Uppreisnarmenn Húta í Jemen hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni en það hefur þó verið dregið í efa og eru þeir ekki sagðir ráða við svo umfangsmikla árás. Bandaríkin, Sádar og fleiri vörpuðu sökinni strax á Íran. Íranar hafa alltaf neitað því að hafa gert árásina. Sjálf árásin stóð yfir í 17 mínútur og notast var við 18 dróna og þrjár eldflaugar. Skotmörkin væru tvær starfsstöðvar Aramco, opinbers olíufélags konungdæmisins. Helsta skotmarkið var olíuvinnsla Aramco í Abqaiq.Árásin stöðvaði olíuvinnslu Sádir-Arabíu tímabundið en vinnslan í Abqaiq sér um fimm prósent olíuframleiðslu heimsins. Bandaríkin beittu Íran frekari viðskiptaþvingunum og gerðu sömuleiðis tölvuárásir á Íran. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gaf í skyn að Bandaríkin væru klár í almennan hernað við Íran.Sjá einnig: Trump segist til í slaginn vegna árásar í Sádi-ArabíuFleiri skotmörk komu til greina Samkvæmt Reuters komu fleiri skotmörk til greina. Stór höfn og flugvöllur í Sádi-Arabíu komu til greina og sömuleiðis herstöðvar Bandaríkjanna. Þær hugmyndir voru þó lagðar til hliðar af ótta við að slíkar árásir gætu valdið fjölda dauðsfalla og jafnvel komið á stríði í Mið-Austurlöndum. Ákveðið var að ráðast á olíuvinnsluna með tilliti til þess að slík árás myndi fanga fyrirsagnir, valda andstæðingi Írans fjárhagslegu tjóni og senda skýr skilaboð til Bandaríkjanna. Sömuleiðis hafi árásin varpað ljósi á burði Írans. Bandaríkin Íran Sádi-Arabía Tengdar fréttir „Allsherjarstríð“ geri Bandaríkin árásir á Íran Javad Zarif, utanríkisráðherra Íran, segir að geri Sádi-Arabía eða Bandaríkin loftárásir á Íran verði afleiðing þess „allsherjarstríð“ og sagði að Sádar þyrftu að berjast til "síðasta bandaríska hermannsins“ ef af yrði. 19. september 2019 11:09 Segja brakið sanna að Íran hafi staðið að baki árásunum Varnarmálaráðuneyti Sádi-Arabíu segir að brak drónanna og eldflauganna sem skotið var á Abqaiq olíuvinnslustöðina þar í landi staðfesti að Íranir séu á bakvið árásina. 18. september 2019 23:54 Senda hermenn til Sádi-Arabíu að verjast frekari árásum Bandaríkjastjórn tilkynnti í nótt að hún hygðist senda bandaríska hermenn til Sádi-Arabíu vegna drónaárásar sem var gerð á stærstu olíuvinnslustöð heimsins, fyrr í mánuðinum. 21. september 2019 20:00 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Innlent Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Innlent Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Erlent Fleiri fréttir Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Sjá meira
Forsvarsmenn herafla Írans vildu refsa Bandaríkjunum fyrir að slíta sig frá kjarnorkusamkomulaginu svokallaða og beita Íran viðskiptaþvingunum á nýjan leik. Því settust hershöfðingjar og aðrir stjórnendur öryggissveita Írans niður í maí, fjórum mánuðum fyrir árásina á heimsins stærstu olíuvinnslu í Sádi-Arabíu, og ræddu sín á milli hvað þeir myndu gera. Á fyrsta fundinum voru, auk annarra, leiðtogar Byltingarvarða Írans, sem halda utan um eldflaugaþróun ríkisins. Hossein Salami, hershöfðingi og leiðtogi Byltingarvarðanna, stóð upp og sagði: „Nú er tíminn til að draga sverðin úr slíðrum okkar og kenna þeim lexíu.“ Aðrir harðlínumenn ræddu möguleika á því að ráðast með beinum hætti á herstöðvar Bandaríkjanna á svæðinu. Niðurstaðan varð þó að endingu, eftir nokkra mánuði og fleiri fundi, að gera árás á olíuvinnslu Sádi-Arabíu, bandamanna Bandaríkjanna. Ayatollah Ali Khamenei, leiðtogi Írans, er sagður hafa samþykkt aðgerðina en þó með þeim fyrirvara að engir borgarar Sádi-Arabíu né Bandaríkjamenn féllu. Þetta kemur fram í frásögn blaðamanna Reuters af fundinum sem unnin er upp úr samtölum við fjóra heimildarmenn. Uppreisnarmenn Húta í Jemen hafa lýst yfir ábyrgð á árásinni en það hefur þó verið dregið í efa og eru þeir ekki sagðir ráða við svo umfangsmikla árás. Bandaríkin, Sádar og fleiri vörpuðu sökinni strax á Íran. Íranar hafa alltaf neitað því að hafa gert árásina. Sjálf árásin stóð yfir í 17 mínútur og notast var við 18 dróna og þrjár eldflaugar. Skotmörkin væru tvær starfsstöðvar Aramco, opinbers olíufélags konungdæmisins. Helsta skotmarkið var olíuvinnsla Aramco í Abqaiq.Árásin stöðvaði olíuvinnslu Sádir-Arabíu tímabundið en vinnslan í Abqaiq sér um fimm prósent olíuframleiðslu heimsins. Bandaríkin beittu Íran frekari viðskiptaþvingunum og gerðu sömuleiðis tölvuárásir á Íran. Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, gaf í skyn að Bandaríkin væru klár í almennan hernað við Íran.Sjá einnig: Trump segist til í slaginn vegna árásar í Sádi-ArabíuFleiri skotmörk komu til greina Samkvæmt Reuters komu fleiri skotmörk til greina. Stór höfn og flugvöllur í Sádi-Arabíu komu til greina og sömuleiðis herstöðvar Bandaríkjanna. Þær hugmyndir voru þó lagðar til hliðar af ótta við að slíkar árásir gætu valdið fjölda dauðsfalla og jafnvel komið á stríði í Mið-Austurlöndum. Ákveðið var að ráðast á olíuvinnsluna með tilliti til þess að slík árás myndi fanga fyrirsagnir, valda andstæðingi Írans fjárhagslegu tjóni og senda skýr skilaboð til Bandaríkjanna. Sömuleiðis hafi árásin varpað ljósi á burði Írans.
Bandaríkin Íran Sádi-Arabía Tengdar fréttir „Allsherjarstríð“ geri Bandaríkin árásir á Íran Javad Zarif, utanríkisráðherra Íran, segir að geri Sádi-Arabía eða Bandaríkin loftárásir á Íran verði afleiðing þess „allsherjarstríð“ og sagði að Sádar þyrftu að berjast til "síðasta bandaríska hermannsins“ ef af yrði. 19. september 2019 11:09 Segja brakið sanna að Íran hafi staðið að baki árásunum Varnarmálaráðuneyti Sádi-Arabíu segir að brak drónanna og eldflauganna sem skotið var á Abqaiq olíuvinnslustöðina þar í landi staðfesti að Íranir séu á bakvið árásina. 18. september 2019 23:54 Senda hermenn til Sádi-Arabíu að verjast frekari árásum Bandaríkjastjórn tilkynnti í nótt að hún hygðist senda bandaríska hermenn til Sádi-Arabíu vegna drónaárásar sem var gerð á stærstu olíuvinnslustöð heimsins, fyrr í mánuðinum. 21. september 2019 20:00 Mest lesið MAST búið að snúa hnífnum Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Skólp og klór frá Hveragerði gerir Ölfusingum lífið leitt Innlent „Aldrei heyrt aðra eins fjarstæðu á ævi minni“ Innlent Vakna seinast en vilja mest morgunbirtu Innlent Fjárlög afgreidd fyrir hlæjandi þingsal Innlent Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Erlent Fleiri fréttir Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Sjá meira
„Allsherjarstríð“ geri Bandaríkin árásir á Íran Javad Zarif, utanríkisráðherra Íran, segir að geri Sádi-Arabía eða Bandaríkin loftárásir á Íran verði afleiðing þess „allsherjarstríð“ og sagði að Sádar þyrftu að berjast til "síðasta bandaríska hermannsins“ ef af yrði. 19. september 2019 11:09
Segja brakið sanna að Íran hafi staðið að baki árásunum Varnarmálaráðuneyti Sádi-Arabíu segir að brak drónanna og eldflauganna sem skotið var á Abqaiq olíuvinnslustöðina þar í landi staðfesti að Íranir séu á bakvið árásina. 18. september 2019 23:54
Senda hermenn til Sádi-Arabíu að verjast frekari árásum Bandaríkjastjórn tilkynnti í nótt að hún hygðist senda bandaríska hermenn til Sádi-Arabíu vegna drónaárásar sem var gerð á stærstu olíuvinnslustöð heimsins, fyrr í mánuðinum. 21. september 2019 20:00