Þrír stjórnmálamenn sagt af sér á Möltu Andri Eysteinsson skrifar 26. nóvember 2019 21:38 Daphne Caruana var myrt í október 2017. vísir/Getty Þrír hafa stigið til hliðar frá störfum fyrir maltnesku ríkisstjórnin. Talið er að afsagnirnar geti tengst rannsókn á morðinu á maltneska rannsóknarblaðamanninum Daphne Caruana Galizia í október 2017, þar á meðal tveir ráðherrar. BBC greinir frá. Rannsóknarblaðamaðurinn Daphne Caruana Galizia var ráðin af dögum í október 2017 þegar ráðist var gegn henni með bílsprengju. Fyrir andlát sitt hafði Caruana Galizia fjallað ítarlega um Panamaskjölin, spillingarmál maltneskra stjórnmála- og embættismanna, meðal annars aflandsfélag sem tengdist forsætisráðherranum Joseph Muscat.Sjá einnig: Forsætisráðherra segir Galizia hafa verið sinn helsta andstæðing Nú, tveimur árum eftir morðið á Caruana Galizia, hefur æðsti ráðgjafi forsætisráðherrans, Keith Schembri stigið til hliðar eftir að hann hafði verið yfirheyrður af lögreglu. Þá sagði Konrad Mizzi, ráðherra ferðamála af sér embætti og efnahagsmálaráðherrann Chris Cardona steig til hliðar.Allir þrír neita þó að hafa gert nokkuð ólöglegt. Aðrir þrír hafa nú þegar verið kærðir fyrir sinn þátt í morðinu en rannsókn lögreglu heldur áfram með það að markmiði að komast að því hver fyrirskipaði morðið á Caruana Galizia.Í afhjúpunum sínum hafði Caruana Galizia bent á þátt Schembri í Panamaskjölunum og benti á að hann og áðurnefndur Mizzi hafi hagnast á aflandsfyrirtækjum. Þrýstingurinn hefur aukist á maltnesku ríkisstjórnina vegna málsins en mótmælt hefur verið fyrir utan þinghúsið í höfuðborginni Valletta. Stjórnarandstöðumeðlimir hrópa ókvæðisorðum að ríkisstjórninni og kalla eftir því að rætt verði um framtíð Muscat sem forsætisráðherra. Malta Tengdar fréttir Átta handteknir vegna morðsins á Galizia Forsætisráðherra Möltu segir lögreglu hafa staðið fyrir aðgerðum í bænum Marsa, í Bugibba og Zebbug. 4. desember 2017 10:45 Áhrifamikil blaðakona myrt á Möltu Blaðakonan sem leiddi Panamaskjala-rannsóknina á Möltu var myrt með bílsprengju í dag. 16. október 2017 22:01 Maltneskur viðskiptajöfur handtekinn á snekkju sinni Lögreglan á Möltu hefur handtekið viðskiptajöfurinn Yorgen Fenech. Hann var handtekinn í morgun klukkan hálfsex að staðartíma þar sem hann dvaldi um borð í snekkju sinni skammt í Portomaso á Möltu. 20. nóvember 2019 08:38 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Sjá meira
Þrír hafa stigið til hliðar frá störfum fyrir maltnesku ríkisstjórnin. Talið er að afsagnirnar geti tengst rannsókn á morðinu á maltneska rannsóknarblaðamanninum Daphne Caruana Galizia í október 2017, þar á meðal tveir ráðherrar. BBC greinir frá. Rannsóknarblaðamaðurinn Daphne Caruana Galizia var ráðin af dögum í október 2017 þegar ráðist var gegn henni með bílsprengju. Fyrir andlát sitt hafði Caruana Galizia fjallað ítarlega um Panamaskjölin, spillingarmál maltneskra stjórnmála- og embættismanna, meðal annars aflandsfélag sem tengdist forsætisráðherranum Joseph Muscat.Sjá einnig: Forsætisráðherra segir Galizia hafa verið sinn helsta andstæðing Nú, tveimur árum eftir morðið á Caruana Galizia, hefur æðsti ráðgjafi forsætisráðherrans, Keith Schembri stigið til hliðar eftir að hann hafði verið yfirheyrður af lögreglu. Þá sagði Konrad Mizzi, ráðherra ferðamála af sér embætti og efnahagsmálaráðherrann Chris Cardona steig til hliðar.Allir þrír neita þó að hafa gert nokkuð ólöglegt. Aðrir þrír hafa nú þegar verið kærðir fyrir sinn þátt í morðinu en rannsókn lögreglu heldur áfram með það að markmiði að komast að því hver fyrirskipaði morðið á Caruana Galizia.Í afhjúpunum sínum hafði Caruana Galizia bent á þátt Schembri í Panamaskjölunum og benti á að hann og áðurnefndur Mizzi hafi hagnast á aflandsfyrirtækjum. Þrýstingurinn hefur aukist á maltnesku ríkisstjórnina vegna málsins en mótmælt hefur verið fyrir utan þinghúsið í höfuðborginni Valletta. Stjórnarandstöðumeðlimir hrópa ókvæðisorðum að ríkisstjórninni og kalla eftir því að rætt verði um framtíð Muscat sem forsætisráðherra.
Malta Tengdar fréttir Átta handteknir vegna morðsins á Galizia Forsætisráðherra Möltu segir lögreglu hafa staðið fyrir aðgerðum í bænum Marsa, í Bugibba og Zebbug. 4. desember 2017 10:45 Áhrifamikil blaðakona myrt á Möltu Blaðakonan sem leiddi Panamaskjala-rannsóknina á Möltu var myrt með bílsprengju í dag. 16. október 2017 22:01 Maltneskur viðskiptajöfur handtekinn á snekkju sinni Lögreglan á Möltu hefur handtekið viðskiptajöfurinn Yorgen Fenech. Hann var handtekinn í morgun klukkan hálfsex að staðartíma þar sem hann dvaldi um borð í snekkju sinni skammt í Portomaso á Möltu. 20. nóvember 2019 08:38 Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Innlent Fleiri fréttir Að minnsta kosti þrjú þúsund látnir í Íran Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Sjá meira
Átta handteknir vegna morðsins á Galizia Forsætisráðherra Möltu segir lögreglu hafa staðið fyrir aðgerðum í bænum Marsa, í Bugibba og Zebbug. 4. desember 2017 10:45
Áhrifamikil blaðakona myrt á Möltu Blaðakonan sem leiddi Panamaskjala-rannsóknina á Möltu var myrt með bílsprengju í dag. 16. október 2017 22:01
Maltneskur viðskiptajöfur handtekinn á snekkju sinni Lögreglan á Möltu hefur handtekið viðskiptajöfurinn Yorgen Fenech. Hann var handtekinn í morgun klukkan hálfsex að staðartíma þar sem hann dvaldi um borð í snekkju sinni skammt í Portomaso á Möltu. 20. nóvember 2019 08:38