Þrír stjórnmálamenn sagt af sér á Möltu Andri Eysteinsson skrifar 26. nóvember 2019 21:38 Daphne Caruana var myrt í október 2017. vísir/Getty Þrír hafa stigið til hliðar frá störfum fyrir maltnesku ríkisstjórnin. Talið er að afsagnirnar geti tengst rannsókn á morðinu á maltneska rannsóknarblaðamanninum Daphne Caruana Galizia í október 2017, þar á meðal tveir ráðherrar. BBC greinir frá. Rannsóknarblaðamaðurinn Daphne Caruana Galizia var ráðin af dögum í október 2017 þegar ráðist var gegn henni með bílsprengju. Fyrir andlát sitt hafði Caruana Galizia fjallað ítarlega um Panamaskjölin, spillingarmál maltneskra stjórnmála- og embættismanna, meðal annars aflandsfélag sem tengdist forsætisráðherranum Joseph Muscat.Sjá einnig: Forsætisráðherra segir Galizia hafa verið sinn helsta andstæðing Nú, tveimur árum eftir morðið á Caruana Galizia, hefur æðsti ráðgjafi forsætisráðherrans, Keith Schembri stigið til hliðar eftir að hann hafði verið yfirheyrður af lögreglu. Þá sagði Konrad Mizzi, ráðherra ferðamála af sér embætti og efnahagsmálaráðherrann Chris Cardona steig til hliðar.Allir þrír neita þó að hafa gert nokkuð ólöglegt. Aðrir þrír hafa nú þegar verið kærðir fyrir sinn þátt í morðinu en rannsókn lögreglu heldur áfram með það að markmiði að komast að því hver fyrirskipaði morðið á Caruana Galizia.Í afhjúpunum sínum hafði Caruana Galizia bent á þátt Schembri í Panamaskjölunum og benti á að hann og áðurnefndur Mizzi hafi hagnast á aflandsfyrirtækjum. Þrýstingurinn hefur aukist á maltnesku ríkisstjórnina vegna málsins en mótmælt hefur verið fyrir utan þinghúsið í höfuðborginni Valletta. Stjórnarandstöðumeðlimir hrópa ókvæðisorðum að ríkisstjórninni og kalla eftir því að rætt verði um framtíð Muscat sem forsætisráðherra. Malta Tengdar fréttir Átta handteknir vegna morðsins á Galizia Forsætisráðherra Möltu segir lögreglu hafa staðið fyrir aðgerðum í bænum Marsa, í Bugibba og Zebbug. 4. desember 2017 10:45 Áhrifamikil blaðakona myrt á Möltu Blaðakonan sem leiddi Panamaskjala-rannsóknina á Möltu var myrt með bílsprengju í dag. 16. október 2017 22:01 Maltneskur viðskiptajöfur handtekinn á snekkju sinni Lögreglan á Möltu hefur handtekið viðskiptajöfurinn Yorgen Fenech. Hann var handtekinn í morgun klukkan hálfsex að staðartíma þar sem hann dvaldi um borð í snekkju sinni skammt í Portomaso á Möltu. 20. nóvember 2019 08:38 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
Þrír hafa stigið til hliðar frá störfum fyrir maltnesku ríkisstjórnin. Talið er að afsagnirnar geti tengst rannsókn á morðinu á maltneska rannsóknarblaðamanninum Daphne Caruana Galizia í október 2017, þar á meðal tveir ráðherrar. BBC greinir frá. Rannsóknarblaðamaðurinn Daphne Caruana Galizia var ráðin af dögum í október 2017 þegar ráðist var gegn henni með bílsprengju. Fyrir andlát sitt hafði Caruana Galizia fjallað ítarlega um Panamaskjölin, spillingarmál maltneskra stjórnmála- og embættismanna, meðal annars aflandsfélag sem tengdist forsætisráðherranum Joseph Muscat.Sjá einnig: Forsætisráðherra segir Galizia hafa verið sinn helsta andstæðing Nú, tveimur árum eftir morðið á Caruana Galizia, hefur æðsti ráðgjafi forsætisráðherrans, Keith Schembri stigið til hliðar eftir að hann hafði verið yfirheyrður af lögreglu. Þá sagði Konrad Mizzi, ráðherra ferðamála af sér embætti og efnahagsmálaráðherrann Chris Cardona steig til hliðar.Allir þrír neita þó að hafa gert nokkuð ólöglegt. Aðrir þrír hafa nú þegar verið kærðir fyrir sinn þátt í morðinu en rannsókn lögreglu heldur áfram með það að markmiði að komast að því hver fyrirskipaði morðið á Caruana Galizia.Í afhjúpunum sínum hafði Caruana Galizia bent á þátt Schembri í Panamaskjölunum og benti á að hann og áðurnefndur Mizzi hafi hagnast á aflandsfyrirtækjum. Þrýstingurinn hefur aukist á maltnesku ríkisstjórnina vegna málsins en mótmælt hefur verið fyrir utan þinghúsið í höfuðborginni Valletta. Stjórnarandstöðumeðlimir hrópa ókvæðisorðum að ríkisstjórninni og kalla eftir því að rætt verði um framtíð Muscat sem forsætisráðherra.
Malta Tengdar fréttir Átta handteknir vegna morðsins á Galizia Forsætisráðherra Möltu segir lögreglu hafa staðið fyrir aðgerðum í bænum Marsa, í Bugibba og Zebbug. 4. desember 2017 10:45 Áhrifamikil blaðakona myrt á Möltu Blaðakonan sem leiddi Panamaskjala-rannsóknina á Möltu var myrt með bílsprengju í dag. 16. október 2017 22:01 Maltneskur viðskiptajöfur handtekinn á snekkju sinni Lögreglan á Möltu hefur handtekið viðskiptajöfurinn Yorgen Fenech. Hann var handtekinn í morgun klukkan hálfsex að staðartíma þar sem hann dvaldi um borð í snekkju sinni skammt í Portomaso á Möltu. 20. nóvember 2019 08:38 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Fleiri fréttir Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Sjá meira
Átta handteknir vegna morðsins á Galizia Forsætisráðherra Möltu segir lögreglu hafa staðið fyrir aðgerðum í bænum Marsa, í Bugibba og Zebbug. 4. desember 2017 10:45
Áhrifamikil blaðakona myrt á Möltu Blaðakonan sem leiddi Panamaskjala-rannsóknina á Möltu var myrt með bílsprengju í dag. 16. október 2017 22:01
Maltneskur viðskiptajöfur handtekinn á snekkju sinni Lögreglan á Möltu hefur handtekið viðskiptajöfurinn Yorgen Fenech. Hann var handtekinn í morgun klukkan hálfsex að staðartíma þar sem hann dvaldi um borð í snekkju sinni skammt í Portomaso á Möltu. 20. nóvember 2019 08:38