Lánsfé og flugrekstrarleyfi skilyrt við að hlutafjársöfnun klárist Hörður Ægisson skrifar 27. nóvember 2019 07:48 María Margrét Jóhannsdóttir, samskiptafulltrúi Play, og Arnar Már Magnússon, forstjóri flugfélagsins, á blaðamannafundi í upphafi mánaðarins. vísir/vilhelm Fjörutíu milljóna evra lánsfjármögnun frá breska sjóðnum Athene Capital og öflun flugrekstrarleyfis hjá Samgöngustofu er skilyrt við að hinu nýstofnaða lággjaldaflugfélagi Play takist að fá fjárfesta til að leggja því til samtals tólf milljónir evra, jafnvirði um 1.700 milljóna króna, í hlutafé. „Þetta hangir allt saman,“ útskýrði Jóhann M. Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslenskra verðbréfa (ÍV), sem heldur utan um fjármögnun flugfélagsins, á fræðslu- og fjárfestakynningu sem forsvarsmenn Play og ÍV héldu fyrir fulltrúa í ferðaþjónustu á mánudag, samkvæmt viðmælendum Markaðarins sem mættu til fundarins. Var hann meðal annars sóttur af stjórnendum fyrirtækja í hvalaskoðun, hópbifreiðastarfsemi og hótelrekstri. Í samtölum við mögulega fjárfesta í lok síðustu viku, samkvæmt heimildum Markaðarins, kom fram í máli forsvarsmanna Play og ÍV að fjárfestar væru þá búnir að lýsa yfir áhuga (e. soft commitment) á að leggja félaginu til samtals um 700 til 800 milljónir króna. Sá áhugi, að sögn kunnugra, sé hins vegar skilyrtur við að það takist að fá kjölfestufjárfesti að hlutafjárútboðinu. Það hefur enn ekki tekist. Á fyrrnefndum fundi var lögð mikil áhersla á þýðingu þess fyrir íslenskt efnahagslíf, og þá einkum ferðaþjónustuna, að það takist að koma flugfélaginu af stað. Þannig hyggst flugfélagið, sem ætlar að hafa tíu Airbus-þotur í flota sínum frá og með 2022, flytja um 1,7 milljónir ferðamanna til landsins á næstu þremur árum. Auk þess að biðla til fjölmargra einkafjárfesta, fyrirtækja, einkum í ferðaþjónustu, og fjárfestingarfélaga er einnig búið að leita til tryggingafélaga, sjóðastýringarfélaga, einkabankaþjónustu bankanna og að undanförnu hefur fjárfestingin í Play einnig verið kynnt nokkrum lífeyrissjóðum. Það er á skjön við fyrri yfirlýsingar en í fjárfestakynningu ÍV fyrr í þessum mánuði kom fram að frekar yrði leitað til einkafjárfesta og fjárfestingarfélaga þar sem lífeyrissjóðir og tryggingafélög hefðu líklega ekki svigrúm til að taka svona fjárfestingaákvörðun nægilega hratt. Til tryggingar láninu frá breska sjóðnum, sem ber átta prósenta vexti, þarf félagið að vera með átta milljónir evra geymdar á vörslureikningi. Fram kom á fundinum að samkvæmt viðskiptaáætlun félagsins yrði lánið greitt upp innan þriggja ára og í kjölfarið myndi skapast umtalsvert svigrúm til að greiða út arð til hluthafa. Fjárfestar hafa meðal annars sett sig upp á móti því að þeir eignist aðeins helmingshlut í félaginu á móti stofnendum og öðrum starfsmönnum Play fyrir hlutafjárframlag sitt. Á fundinum kom fram að stjórnendur Play væru til viðræðna um að hlutur þeirra yrði minni. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Play Tengdar fréttir Hikandi við að leggja Play til hlutafé Erfiðlega hefur gengið að fá innlenda fjárfesta til að leggja lággjaldaflugfélaginu Play til samtals tólf milljónir evra, jafnvirði um 1.700 milljóna króna, í hlutafé en Íslensk verðbréf (ÍV) hafa á síðustu vikum biðlað til fjárfesta um að koma að fjármögnun félagsins. 20. nóvember 2019 06:00 „Markmiðið er skýrt - að halda kostnaði í lágmarki“ Flugfélagið Play hyggst spara allt að sjö milljarða króna með minni yfirbyggingu og einfaldari kjarasamningum á næstu þremur árum, ef marka má fjárfestakynningu félagsins. 10. nóvember 2019 18:45 Kjaramál Play brjóti í bága við „allar grunnstoðir stéttarfélaga“ Drífa Snædal, forseti Alþýðusambandsins, segir það vekja verulegar áhyggjur að lággjaldaflugfélagið Play hafi samið um kaup flugliða og flugmanna áður en nokkur slíkur hafi verið ráðinn. 8. nóvember 2019 14:46 Play greiðir átta prósent vexti af láninu Lánsfjármögnunin er til níu ára og til tryggingar þarf Play að vera með átta milljónir evra í reiðufé sem veð fyrir láninu. 13. nóvember 2019 08:00 Play semur við ungt þjónustufyrirtæki Flugfélagið Play, sem áformar að hefja flugrekstur í vetur, verður í viðskiptum við Íslenska flugafgreiðslufélagið ehf. um flugþjónustu á Keflavíkurvelli, samkvæmt heimildum Markaðarins. 13. nóvember 2019 07:00 Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira
Fjörutíu milljóna evra lánsfjármögnun frá breska sjóðnum Athene Capital og öflun flugrekstrarleyfis hjá Samgöngustofu er skilyrt við að hinu nýstofnaða lággjaldaflugfélagi Play takist að fá fjárfesta til að leggja því til samtals tólf milljónir evra, jafnvirði um 1.700 milljóna króna, í hlutafé. „Þetta hangir allt saman,“ útskýrði Jóhann M. Ólafsson, framkvæmdastjóri Íslenskra verðbréfa (ÍV), sem heldur utan um fjármögnun flugfélagsins, á fræðslu- og fjárfestakynningu sem forsvarsmenn Play og ÍV héldu fyrir fulltrúa í ferðaþjónustu á mánudag, samkvæmt viðmælendum Markaðarins sem mættu til fundarins. Var hann meðal annars sóttur af stjórnendum fyrirtækja í hvalaskoðun, hópbifreiðastarfsemi og hótelrekstri. Í samtölum við mögulega fjárfesta í lok síðustu viku, samkvæmt heimildum Markaðarins, kom fram í máli forsvarsmanna Play og ÍV að fjárfestar væru þá búnir að lýsa yfir áhuga (e. soft commitment) á að leggja félaginu til samtals um 700 til 800 milljónir króna. Sá áhugi, að sögn kunnugra, sé hins vegar skilyrtur við að það takist að fá kjölfestufjárfesti að hlutafjárútboðinu. Það hefur enn ekki tekist. Á fyrrnefndum fundi var lögð mikil áhersla á þýðingu þess fyrir íslenskt efnahagslíf, og þá einkum ferðaþjónustuna, að það takist að koma flugfélaginu af stað. Þannig hyggst flugfélagið, sem ætlar að hafa tíu Airbus-þotur í flota sínum frá og með 2022, flytja um 1,7 milljónir ferðamanna til landsins á næstu þremur árum. Auk þess að biðla til fjölmargra einkafjárfesta, fyrirtækja, einkum í ferðaþjónustu, og fjárfestingarfélaga er einnig búið að leita til tryggingafélaga, sjóðastýringarfélaga, einkabankaþjónustu bankanna og að undanförnu hefur fjárfestingin í Play einnig verið kynnt nokkrum lífeyrissjóðum. Það er á skjön við fyrri yfirlýsingar en í fjárfestakynningu ÍV fyrr í þessum mánuði kom fram að frekar yrði leitað til einkafjárfesta og fjárfestingarfélaga þar sem lífeyrissjóðir og tryggingafélög hefðu líklega ekki svigrúm til að taka svona fjárfestingaákvörðun nægilega hratt. Til tryggingar láninu frá breska sjóðnum, sem ber átta prósenta vexti, þarf félagið að vera með átta milljónir evra geymdar á vörslureikningi. Fram kom á fundinum að samkvæmt viðskiptaáætlun félagsins yrði lánið greitt upp innan þriggja ára og í kjölfarið myndi skapast umtalsvert svigrúm til að greiða út arð til hluthafa. Fjárfestar hafa meðal annars sett sig upp á móti því að þeir eignist aðeins helmingshlut í félaginu á móti stofnendum og öðrum starfsmönnum Play fyrir hlutafjárframlag sitt. Á fundinum kom fram að stjórnendur Play væru til viðræðna um að hlutur þeirra yrði minni.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Play Tengdar fréttir Hikandi við að leggja Play til hlutafé Erfiðlega hefur gengið að fá innlenda fjárfesta til að leggja lággjaldaflugfélaginu Play til samtals tólf milljónir evra, jafnvirði um 1.700 milljóna króna, í hlutafé en Íslensk verðbréf (ÍV) hafa á síðustu vikum biðlað til fjárfesta um að koma að fjármögnun félagsins. 20. nóvember 2019 06:00 „Markmiðið er skýrt - að halda kostnaði í lágmarki“ Flugfélagið Play hyggst spara allt að sjö milljarða króna með minni yfirbyggingu og einfaldari kjarasamningum á næstu þremur árum, ef marka má fjárfestakynningu félagsins. 10. nóvember 2019 18:45 Kjaramál Play brjóti í bága við „allar grunnstoðir stéttarfélaga“ Drífa Snædal, forseti Alþýðusambandsins, segir það vekja verulegar áhyggjur að lággjaldaflugfélagið Play hafi samið um kaup flugliða og flugmanna áður en nokkur slíkur hafi verið ráðinn. 8. nóvember 2019 14:46 Play greiðir átta prósent vexti af láninu Lánsfjármögnunin er til níu ára og til tryggingar þarf Play að vera með átta milljónir evra í reiðufé sem veð fyrir láninu. 13. nóvember 2019 08:00 Play semur við ungt þjónustufyrirtæki Flugfélagið Play, sem áformar að hefja flugrekstur í vetur, verður í viðskiptum við Íslenska flugafgreiðslufélagið ehf. um flugþjónustu á Keflavíkurvelli, samkvæmt heimildum Markaðarins. 13. nóvember 2019 07:00 Mest lesið Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Viðskipti innlent Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Sjá meira
Hikandi við að leggja Play til hlutafé Erfiðlega hefur gengið að fá innlenda fjárfesta til að leggja lággjaldaflugfélaginu Play til samtals tólf milljónir evra, jafnvirði um 1.700 milljóna króna, í hlutafé en Íslensk verðbréf (ÍV) hafa á síðustu vikum biðlað til fjárfesta um að koma að fjármögnun félagsins. 20. nóvember 2019 06:00
„Markmiðið er skýrt - að halda kostnaði í lágmarki“ Flugfélagið Play hyggst spara allt að sjö milljarða króna með minni yfirbyggingu og einfaldari kjarasamningum á næstu þremur árum, ef marka má fjárfestakynningu félagsins. 10. nóvember 2019 18:45
Kjaramál Play brjóti í bága við „allar grunnstoðir stéttarfélaga“ Drífa Snædal, forseti Alþýðusambandsins, segir það vekja verulegar áhyggjur að lággjaldaflugfélagið Play hafi samið um kaup flugliða og flugmanna áður en nokkur slíkur hafi verið ráðinn. 8. nóvember 2019 14:46
Play greiðir átta prósent vexti af láninu Lánsfjármögnunin er til níu ára og til tryggingar þarf Play að vera með átta milljónir evra í reiðufé sem veð fyrir láninu. 13. nóvember 2019 08:00
Play semur við ungt þjónustufyrirtæki Flugfélagið Play, sem áformar að hefja flugrekstur í vetur, verður í viðskiptum við Íslenska flugafgreiðslufélagið ehf. um flugþjónustu á Keflavíkurvelli, samkvæmt heimildum Markaðarins. 13. nóvember 2019 07:00