Liverpool lenti undir í leiknum en króatíski varnarmaðurinn Dejan Lovren bjargaði stigi fyrir heimamenn sem eru enn ekki komnir áfram í 16-liða úrslitin.
Þeir þurfa að ná í stig gegn Salzburg í síðustu umferðinni en leikurinn fer fram í Austurríki en Liverpool er þekkt fyrir að fara erfiðu leiðina undir stjórn Klopp.
„Þetta er enn opið. Riðillinn er enn opinn. Það er í lagi, ekki það besta í stöðunni, en það er í lagi. Geturðu sagt mér hvenær á mínum tíma hér þetta hefur verið auðvelt?“ sagði Klopp.
Jurgen Klopp apologises to Liverpool fans for ruining Christmas holiday trip to Salzburg |@MaddockMirrorhttps://t.co/0ujdWlsdX7pic.twitter.com/z15MjdjdGZ
— Mirror Football (@MirrorFootball) November 27, 2019
Klopp grínaðist með að þeir stuðningsmenn Liverpool sem hefðu keypt sér ferð til Salzburg hafi ætlað að fara þangað á jólamarkaði og taka leikinn í rólegheitum í leiðinni en svo verður ekki enda mikið undir í leiknum.
„Á síðasta ári þurftum við að vinna Napoli í síðasta leiknum og ég get ekki munað eftir meiri pressu en í þeim leik. Ég veit hvernig manneskjur eru og ég veit að þau voru að vonast eftir því að við myndum vinna hérna svo við gætum farið til Salzburg og spilað frí-leik (e. holiday game).“
„Það gerðist ekki. Ég biðst afsökunar - en það gerist aldrei. Það þarf alltaf að vera eitthvað til að spila um hjá okkur,“ sagði sá þýski nokkuð léttur í bragði í leikslok.