Ferðatími milli Hvassahrauns og miðborgar skipti mestu máli Heimir Már Pétursson skrifar 29. nóvember 2019 23:17 Framkvæmdastjóri Air Iceland Connect segir skipta höfuðmáli upp á framtíð innanlandsflugs í Hvassahrauni að samgöngur þaðan til borgarinnar verði góðar og ferðatíminn stuttur. Það sé gott að búið sé að tryggja flugstarfsemi á Reykjavíkurflugvelli til næstu sautján ára. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og borgarstjóri skrifuðu í gær undir samkomulag um að standa saman að rannsóknum á flugskilyrðum, vatnsbúskap og fleiru varðandi möguleika á að hætta flugstarfsemi í Vatnsmýrinni og byggja nýjan flugvöll í Hvassahrauni sem jafnframt þjónaði sem varaflugvöllur fyrir millilandaflugið. Ef rannsóknir á næstu tveimur árum leiða í ljós að fýsilegt er að reisa nýjan flugvöll við Hvassahraun mun á næstu fimmtán til sautján árum rísa þar nýr innanlandsflugvöllur sem tekur allt innanlandsflugið, kennslu og æfingaflug sem og einkaflug. Flugvöllurinn mun kosta um 44 milljarða króna. Á sama tímabili er reiknað með að framkvæma fyrir um 160 milljarða króna á Keflavíkurflugvelli.„Það skiptir verulega miklu máli og það er tekið fram í þessu samkomulagi, hvernig samgöngum verður háttað til og frá flugvellinum. Fimmtíu prósent okkar farþega eru að leita í og sinna erindum innan við Kringlumýrarbrautina. Vestan við hana. Það þýðir auðvitað lengingu á ferðatíma fyrir þetta fólk. Ef Það verður ekki ásættanlegur ferðatími þarna á milli skerðir það samkeppnisstöðu okkar. Þannig að það er lykilatriði að ferðatími fólks sem lendir í Hvassahrauni sé sem stystur inn í miðborgina,” segir Árni Gunnarsson framkvæmdastjóri Air Iceland Connect.Það tók fréttamenn um miðjan dag í dag rúmar fimmtán mínútur að aka frá gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar að nálægum stað við mögulegan framtíðarflugvöll. Hins vegar styttist fjarlægðin milli innanlandsflugvallar þar og Keflavíkurflugvallar.„Það er auðvitað kostur að tengingar milli flugvalla verði auðveldari. Það er ekki síður mikilvægt og það er tekið fram í þessari skýrslu að tengingar á milli Hvassahrauns og Keflavíkur eru mjög mikilvægar líka. Þar liggur það svolítið beint við. Þar er nú þegar tvíbreiður vegur meirihlutann af þeirri leið,” segir Árni.Til næstu ára sé gott að friður verði um Reykjavíkurflugvöll. „Það setur okkur í þægilegri stöðu hvað það varðar að geta þá planað í þennan árafjölda. Að uppbygging hér geti tekið mið af því,” segir Árni Gunnarsson. Fréttir af flugi Reykjavík Samgöngur Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Sjá meira
Framkvæmdastjóri Air Iceland Connect segir skipta höfuðmáli upp á framtíð innanlandsflugs í Hvassahrauni að samgöngur þaðan til borgarinnar verði góðar og ferðatíminn stuttur. Það sé gott að búið sé að tryggja flugstarfsemi á Reykjavíkurflugvelli til næstu sautján ára. Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra og borgarstjóri skrifuðu í gær undir samkomulag um að standa saman að rannsóknum á flugskilyrðum, vatnsbúskap og fleiru varðandi möguleika á að hætta flugstarfsemi í Vatnsmýrinni og byggja nýjan flugvöll í Hvassahrauni sem jafnframt þjónaði sem varaflugvöllur fyrir millilandaflugið. Ef rannsóknir á næstu tveimur árum leiða í ljós að fýsilegt er að reisa nýjan flugvöll við Hvassahraun mun á næstu fimmtán til sautján árum rísa þar nýr innanlandsflugvöllur sem tekur allt innanlandsflugið, kennslu og æfingaflug sem og einkaflug. Flugvöllurinn mun kosta um 44 milljarða króna. Á sama tímabili er reiknað með að framkvæma fyrir um 160 milljarða króna á Keflavíkurflugvelli.„Það skiptir verulega miklu máli og það er tekið fram í þessu samkomulagi, hvernig samgöngum verður háttað til og frá flugvellinum. Fimmtíu prósent okkar farþega eru að leita í og sinna erindum innan við Kringlumýrarbrautina. Vestan við hana. Það þýðir auðvitað lengingu á ferðatíma fyrir þetta fólk. Ef Það verður ekki ásættanlegur ferðatími þarna á milli skerðir það samkeppnisstöðu okkar. Þannig að það er lykilatriði að ferðatími fólks sem lendir í Hvassahrauni sé sem stystur inn í miðborgina,” segir Árni Gunnarsson framkvæmdastjóri Air Iceland Connect.Það tók fréttamenn um miðjan dag í dag rúmar fimmtán mínútur að aka frá gatnamótum Miklubrautar og Kringlumýrarbrautar að nálægum stað við mögulegan framtíðarflugvöll. Hins vegar styttist fjarlægðin milli innanlandsflugvallar þar og Keflavíkurflugvallar.„Það er auðvitað kostur að tengingar milli flugvalla verði auðveldari. Það er ekki síður mikilvægt og það er tekið fram í þessari skýrslu að tengingar á milli Hvassahrauns og Keflavíkur eru mjög mikilvægar líka. Þar liggur það svolítið beint við. Þar er nú þegar tvíbreiður vegur meirihlutann af þeirri leið,” segir Árni.Til næstu ára sé gott að friður verði um Reykjavíkurflugvöll. „Það setur okkur í þægilegri stöðu hvað það varðar að geta þá planað í þennan árafjölda. Að uppbygging hér geti tekið mið af því,” segir Árni Gunnarsson.
Fréttir af flugi Reykjavík Samgöngur Mest lesið Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Fleiri fréttir Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Sjá meira