Engin viðbragðsáætlun til staðar hér á landi ef flutningsleiðir lokast Eiður Þór Árnason skrifar 10. nóvember 2019 15:45 Ísland er mjög háð innflutningi á nauðsynjavörum. Vísir/vilhelm Ekki hefur verið gerð sérstök viðbragðsáætlun sem tekur á því ef flutningsleiðir að landinu lokast skyndilega eða teppast. Þetta kemur fram í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Karls Gauta Hjaltasonar, þingmanns Miðflokksins. Í svari Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur segir að undirbúningur landsins undir slíkar aðstæður hafi síðast verið skoðaður í tengslum við viðbragðsáætlun vegna heimsfaraldurs inflúensu. Sú viðbragðsáætlun var gefin út árið 2008.Matvælabirgðir taldar vera litlar „Við gerð þeirrar áætlunar var horft til þess að öll atvinnustarfsemi og flutningar yrðu í algjöru lágmarki vegna manneklu. Þar var einnig gert ráð fyrir því að allir flutningar til og frá landinu myndu stöðvast um tíma. Í viðbragðsáætluninni er gert ráð fyrir því að forgangsraða þurfi dreifingu nauðsynja,“ segir í svari ráðherrans. Aðspurð um það hvernig birgðaáætlunum yrði háttað við slíkar aðstæður kemur fram að við fyrrnefnda athugun árið 2008 hafi komið í ljós að matvælabirgðir hér á landi væru almennt frekar litlar þar sem tíðar skipakomur geri það að verkum að ekki þurfi að liggja með stóran lager. Á hinn boginn var talið að hægt væri að sjá þjóðinni fyrir mat með innanlandsframleiðslu.Stjórnvöld myndu reyna að gera ráðstafanir Í svari ráðherra kemur einnig fram að eldsneytisbirgðir hér á landi fari alla jafna eftir því hvenær síðasta sending kom. Það geti verið allt frá því að vera þriggja mánaða birgðir niður í magn sem myndi nægja landinu í tvær vikur. Tekið er fram í svarinu að ef til slíks ástands kæmi myndi almennt skipulag almannavarna vera virkjað. Samhæfingar- og stjórnstöð almannavarna myndi þá samhæfa og stýra aðgerðum allra sem kæmu að málum. Ef einhver fyrirvari væri á því að flutningsleiðir til landsins myndu skerðast yrðu jafnframt gerðar ráðstafanir til að tryggja nægar birgðir. Slík sviðsmynd er þó sögð nokkuð ólíkleg. Almannavarnir Alþingi Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Ekki hefur verið gerð sérstök viðbragðsáætlun sem tekur á því ef flutningsleiðir að landinu lokast skyndilega eða teppast. Þetta kemur fram í svari dómsmálaráðherra við fyrirspurn Karls Gauta Hjaltasonar, þingmanns Miðflokksins. Í svari Áslaugar Örnu Sigurbjörnsdóttur segir að undirbúningur landsins undir slíkar aðstæður hafi síðast verið skoðaður í tengslum við viðbragðsáætlun vegna heimsfaraldurs inflúensu. Sú viðbragðsáætlun var gefin út árið 2008.Matvælabirgðir taldar vera litlar „Við gerð þeirrar áætlunar var horft til þess að öll atvinnustarfsemi og flutningar yrðu í algjöru lágmarki vegna manneklu. Þar var einnig gert ráð fyrir því að allir flutningar til og frá landinu myndu stöðvast um tíma. Í viðbragðsáætluninni er gert ráð fyrir því að forgangsraða þurfi dreifingu nauðsynja,“ segir í svari ráðherrans. Aðspurð um það hvernig birgðaáætlunum yrði háttað við slíkar aðstæður kemur fram að við fyrrnefnda athugun árið 2008 hafi komið í ljós að matvælabirgðir hér á landi væru almennt frekar litlar þar sem tíðar skipakomur geri það að verkum að ekki þurfi að liggja með stóran lager. Á hinn boginn var talið að hægt væri að sjá þjóðinni fyrir mat með innanlandsframleiðslu.Stjórnvöld myndu reyna að gera ráðstafanir Í svari ráðherra kemur einnig fram að eldsneytisbirgðir hér á landi fari alla jafna eftir því hvenær síðasta sending kom. Það geti verið allt frá því að vera þriggja mánaða birgðir niður í magn sem myndi nægja landinu í tvær vikur. Tekið er fram í svarinu að ef til slíks ástands kæmi myndi almennt skipulag almannavarna vera virkjað. Samhæfingar- og stjórnstöð almannavarna myndi þá samhæfa og stýra aðgerðum allra sem kæmu að málum. Ef einhver fyrirvari væri á því að flutningsleiðir til landsins myndu skerðast yrðu jafnframt gerðar ráðstafanir til að tryggja nægar birgðir. Slík sviðsmynd er þó sögð nokkuð ólíkleg.
Almannavarnir Alþingi Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira