Morales segir handtökuskipun á hendur sér hafa verið gefna út Atli Ísleifsson skrifar 11. nóvember 2019 08:42 Evo Morales ávarpaði þjóð sína í gær. Getty Óvissan er mikil í Bólivíu eftir að Evo Morales tilkynnti um afsögn sína í gær. Morales ritaði á Twitter í gær að lögregla hafi gefið út handtökuskipun á hendur sér. Lögregla hafnar þessu þó. Fjölmargir héldu út á götur höfuðborgarinnar La Paz í gærkvöld eftir að Morales hafði ávarpað þjóð sína frá Chapare-héraði og tilkynnt um afsögn. Luis Fernando Camacho, einn af leiðtogum mótmælenda, hélt að ávarpinu loknu að stjórnarhöllinni með táknrænt afsagnarbréf sem hann lét skilja eftir á skrifstofu forsetans. Fáeinum klukkustundum eftir afsögnina tísti Morales að gefin hafi verið út handtökuskipun á hendur sér. Þá sagði hann að „ofbeldismenn“ hafi ráðist á heimili hans í Chapare, þaðan sem hann kemur. Lögregla hafnar því að skipun hafi verið gefin út um að Morales verði handtekinn, en Camacho segir á Twitter-síðu sinni að það sé ekki rétt. Handtökuskipun hafi verið gefin út. Mótmæli hafa verið í landinu síðustu vikurnar eftir að alþjóðlegir eftirlitsaðilar settu út á framkvæmd forsetakosninganna í síðasta mánuði, þar sem Morales lýsti yfir sigri. Auk Moreales hafa varaforsetinn Alvaro Garcia Linera, námumálaráðherra César Navarro og Victor Bordas, forseti neðri deildar þingsins sagt af sér embætti.Boðið hæli í Mexíkó Utanríkisráðherra Mexíkó, Marcelo Ebrard, greindi frá því á Twitter í gærkvöldi að Morales hafi verið boðið hæli í landinu. Þannig hafi nú þegar tuttugu úr stjórnarliði Morales verið boðið hæli og hafast þeir nú við í sendiráði Mexíkó í La Paz. Vinstrimaðurinn Morales tók við embætti forseta Bólivíu árið 2006, en hann var fyrsti maðurinn af frumbyggjaættum til að gegna embættinu. Afsögn Morales hefur vakið mikla athygli í Suður-Ameríku en Nicolás Maduro, forseti Venesúela og bandamaður Morales, hefur lýst ástandinu sem valdaráni. Eftirlitsaðilar á vegum Stofnunar amerískra ríkja sögðu um helgina að ljóst væri úrslitum í forsetakosningunum hafi verið hagrætt. Morales hafnaði því að hafa haft rangt við, en ásakanir fóru á flug eftir að hlé var gert á talningu atkvæði í heilan sólarhring. Niðurstaðan sem kynnt var var á þá leið að Morales hafi rétt svo hlotið nægilega mörg atkvæði til að sleppa við að haldið yrði önnur umferð í forsetakosningunum. Bólivía Tengdar fréttir Evo Morales segir af sér Evo Morales hefur sagt af sér sem forseti Bólivíu. Frá þessu greinir La Razon í Bólivíu. 10. nóvember 2019 21:05 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Fleiri fréttir Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Sjá meira
Óvissan er mikil í Bólivíu eftir að Evo Morales tilkynnti um afsögn sína í gær. Morales ritaði á Twitter í gær að lögregla hafi gefið út handtökuskipun á hendur sér. Lögregla hafnar þessu þó. Fjölmargir héldu út á götur höfuðborgarinnar La Paz í gærkvöld eftir að Morales hafði ávarpað þjóð sína frá Chapare-héraði og tilkynnt um afsögn. Luis Fernando Camacho, einn af leiðtogum mótmælenda, hélt að ávarpinu loknu að stjórnarhöllinni með táknrænt afsagnarbréf sem hann lét skilja eftir á skrifstofu forsetans. Fáeinum klukkustundum eftir afsögnina tísti Morales að gefin hafi verið út handtökuskipun á hendur sér. Þá sagði hann að „ofbeldismenn“ hafi ráðist á heimili hans í Chapare, þaðan sem hann kemur. Lögregla hafnar því að skipun hafi verið gefin út um að Morales verði handtekinn, en Camacho segir á Twitter-síðu sinni að það sé ekki rétt. Handtökuskipun hafi verið gefin út. Mótmæli hafa verið í landinu síðustu vikurnar eftir að alþjóðlegir eftirlitsaðilar settu út á framkvæmd forsetakosninganna í síðasta mánuði, þar sem Morales lýsti yfir sigri. Auk Moreales hafa varaforsetinn Alvaro Garcia Linera, námumálaráðherra César Navarro og Victor Bordas, forseti neðri deildar þingsins sagt af sér embætti.Boðið hæli í Mexíkó Utanríkisráðherra Mexíkó, Marcelo Ebrard, greindi frá því á Twitter í gærkvöldi að Morales hafi verið boðið hæli í landinu. Þannig hafi nú þegar tuttugu úr stjórnarliði Morales verið boðið hæli og hafast þeir nú við í sendiráði Mexíkó í La Paz. Vinstrimaðurinn Morales tók við embætti forseta Bólivíu árið 2006, en hann var fyrsti maðurinn af frumbyggjaættum til að gegna embættinu. Afsögn Morales hefur vakið mikla athygli í Suður-Ameríku en Nicolás Maduro, forseti Venesúela og bandamaður Morales, hefur lýst ástandinu sem valdaráni. Eftirlitsaðilar á vegum Stofnunar amerískra ríkja sögðu um helgina að ljóst væri úrslitum í forsetakosningunum hafi verið hagrætt. Morales hafnaði því að hafa haft rangt við, en ásakanir fóru á flug eftir að hlé var gert á talningu atkvæði í heilan sólarhring. Niðurstaðan sem kynnt var var á þá leið að Morales hafi rétt svo hlotið nægilega mörg atkvæði til að sleppa við að haldið yrði önnur umferð í forsetakosningunum.
Bólivía Tengdar fréttir Evo Morales segir af sér Evo Morales hefur sagt af sér sem forseti Bólivíu. Frá þessu greinir La Razon í Bólivíu. 10. nóvember 2019 21:05 Mest lesið Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Innlent Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg Innlent Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Erlent Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Erlent „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Innlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ Innlent Fleiri fréttir Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Sjá meira
Evo Morales segir af sér Evo Morales hefur sagt af sér sem forseti Bólivíu. Frá þessu greinir La Razon í Bólivíu. 10. nóvember 2019 21:05