Erum við of viðkvæm fyrir neikvæðum samskiptum á vinnustað? Helgi Héðinsson skrifar 12. nóvember 2019 10:00 Af hverju mætum við í vinnuna? Augljóslega til að fá greidd laun, en einnig til að gera gagn og fá félagsskap af öðru góðu fólki. Við erum öll ólík, höfum ólíka eiginleika, lífssýn og þarfir, en það breytir því ekki að við erum hópsálir í grunninn og þurfum á öðru fólki að halda. Það felur í sér þá þörf að fá að upplifa viðurkenningu frá öðrum og fá að tilheyra hópi. Þetta á sérstaklega við um þá hópa sem eru okkur mikilvægastir og líklega er fjölskyldan og góðir vinir í fyrstu tveimur sætunum. Vinnustaðurinn og vinnufélagarnir eru samt þarna skammt undan. Annar mikilvægur þáttur er að sjálfsmynd okkar er mótuð af veru okkar í vinnunni. Þar verjum við miklu af okkar tíma, tileinkum okkur nýja færni, náum árangri og fáum viðurkenningu. Þegar okkur finnst við fá að ‘vera með’ í starfshópi fáum við viðurkenningu á því að við séum í lagi eins og við erum, og það lætur okkur líða vel og okkur finnst við vera örugg. Ekkert er okkur mikilvægara en að upplifa öryggi, og margar af ákvörðunum okkar í lífinu hafa með það að gera. Til að mynda sækjum við í fólk sem okkur líður vel með, og við reynum að velja lífsförunauta og vini með þetta í huga. Hvað varðar vinnu þá veljum við okkur vinnu, en við veljum yfirleitt ekki vinnufélaga. Það skiptir máli hvaðan neikvæð samskipti koma Við erum viðkvæm fyrir neikvæðum samskiptum frá fólki sem skiptir okkur máli. Þegar við upplifum neikvæða framkomu frá vinnufélögum eigum við oft erfitt með að verja okkur og setja mörk. Við jafnvel vitum hvað við eigum að segja og gera, en gerum það ekki. Við drögum okkur frekar til baka og forðumst ágreining. Við viljum að láta þetta líða hjá og fá áfram að tilheyra hópnum. Þörf okkar til að tilheyra er það sterk að við viljum ekki taka of mikla áhættu eða búa til vesen, af ótta við að verða ýtt út úr hópnum og fá ekki frekari framgöngu á vinnustaðnum. Af þeim sökum er erfiðast að verjast framkomu frá vinnufélögum sem við upplifum valdameiri á vinnustaðnum en við erum sjálf. Það gefur því auga leið að erfitt er að mæta neikvæðri framkomu frá yfirmanni og setja honum mörk vegna valdamismunarins. Sama á við um framkomu frá öðrum starfsmönnum sem við upplifum í sterkari stöðu en við, m.a. þeir sem hafa unnið lengur á staðnum, eru lykilstarfsmenn og eru með sterka félagslega stöðu á vinnustaðnum. Af hverju skiptir þetta máli? Það getur haft verulegar afleiðingar fyrir okkur að verða endurtekið fyrir neikvæðri framkomu frá vinnufélögum, þegar við finnum ekki leið til að verjast henni sjálf, og upplifa að enginn af hópnum kemur okkur til varnar. Þessi reynsla getur tekið öryggið frá okkur (þið munið að ekkert er okkur mikilvægara en öryggið) og valdið okkur mikilli vanlíðan og jafnvel heilsubresti í verstu tilfellunum. Allir sem tilheyra vinnustað ættu að hafa þetta í huga og endurspeglar þetta þá ábyrgð sem við berum með því að vera hluti af hópi. Ef allir leggjast á eitt við að huga vel að samskiptum sínum í vinnunni og við berum virðingu fyrir því að við erum ólík þá líður öllum betur og vinnustaðurinn verður betri.Höfundur er sálfræðingur hjá Líf og sál sálfræði- og ráðgjafastofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Héðinsson Vinnumarkaður Mest lesið Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Af hverju mætum við í vinnuna? Augljóslega til að fá greidd laun, en einnig til að gera gagn og fá félagsskap af öðru góðu fólki. Við erum öll ólík, höfum ólíka eiginleika, lífssýn og þarfir, en það breytir því ekki að við erum hópsálir í grunninn og þurfum á öðru fólki að halda. Það felur í sér þá þörf að fá að upplifa viðurkenningu frá öðrum og fá að tilheyra hópi. Þetta á sérstaklega við um þá hópa sem eru okkur mikilvægastir og líklega er fjölskyldan og góðir vinir í fyrstu tveimur sætunum. Vinnustaðurinn og vinnufélagarnir eru samt þarna skammt undan. Annar mikilvægur þáttur er að sjálfsmynd okkar er mótuð af veru okkar í vinnunni. Þar verjum við miklu af okkar tíma, tileinkum okkur nýja færni, náum árangri og fáum viðurkenningu. Þegar okkur finnst við fá að ‘vera með’ í starfshópi fáum við viðurkenningu á því að við séum í lagi eins og við erum, og það lætur okkur líða vel og okkur finnst við vera örugg. Ekkert er okkur mikilvægara en að upplifa öryggi, og margar af ákvörðunum okkar í lífinu hafa með það að gera. Til að mynda sækjum við í fólk sem okkur líður vel með, og við reynum að velja lífsförunauta og vini með þetta í huga. Hvað varðar vinnu þá veljum við okkur vinnu, en við veljum yfirleitt ekki vinnufélaga. Það skiptir máli hvaðan neikvæð samskipti koma Við erum viðkvæm fyrir neikvæðum samskiptum frá fólki sem skiptir okkur máli. Þegar við upplifum neikvæða framkomu frá vinnufélögum eigum við oft erfitt með að verja okkur og setja mörk. Við jafnvel vitum hvað við eigum að segja og gera, en gerum það ekki. Við drögum okkur frekar til baka og forðumst ágreining. Við viljum að láta þetta líða hjá og fá áfram að tilheyra hópnum. Þörf okkar til að tilheyra er það sterk að við viljum ekki taka of mikla áhættu eða búa til vesen, af ótta við að verða ýtt út úr hópnum og fá ekki frekari framgöngu á vinnustaðnum. Af þeim sökum er erfiðast að verjast framkomu frá vinnufélögum sem við upplifum valdameiri á vinnustaðnum en við erum sjálf. Það gefur því auga leið að erfitt er að mæta neikvæðri framkomu frá yfirmanni og setja honum mörk vegna valdamismunarins. Sama á við um framkomu frá öðrum starfsmönnum sem við upplifum í sterkari stöðu en við, m.a. þeir sem hafa unnið lengur á staðnum, eru lykilstarfsmenn og eru með sterka félagslega stöðu á vinnustaðnum. Af hverju skiptir þetta máli? Það getur haft verulegar afleiðingar fyrir okkur að verða endurtekið fyrir neikvæðri framkomu frá vinnufélögum, þegar við finnum ekki leið til að verjast henni sjálf, og upplifa að enginn af hópnum kemur okkur til varnar. Þessi reynsla getur tekið öryggið frá okkur (þið munið að ekkert er okkur mikilvægara en öryggið) og valdið okkur mikilli vanlíðan og jafnvel heilsubresti í verstu tilfellunum. Allir sem tilheyra vinnustað ættu að hafa þetta í huga og endurspeglar þetta þá ábyrgð sem við berum með því að vera hluti af hópi. Ef allir leggjast á eitt við að huga vel að samskiptum sínum í vinnunni og við berum virðingu fyrir því að við erum ólík þá líður öllum betur og vinnustaðurinn verður betri.Höfundur er sálfræðingur hjá Líf og sál sálfræði- og ráðgjafastofu.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun