Á níunda tug kjarrelda brennur í Ástralíu Kjartan Kjartansson skrifar 12. nóvember 2019 16:02 Gróður brennur við kross í Possum í Nýju Suður-Wales í dag. Neyðarástandi hefur víða verið lýst yfir vegna eldanna. Vísir/EPA Yfirvöld í Nýju Suður-Wales í Ástralíu vöruðu við „hamfaraaðstæðum“ fyrir kjarrelda í dag. Fleiri en 85 eldar brenna nú í ríkinu og meira en helmingur þeirra stjórnlaust. Eldhættan er sögð ein sú versta í sögu landsins. Óttast er að suðlæg vindátt blási lífi í eldana og stefni þeim í nýja átt. Um sex milljónir manna búa á svæðunum á austurströndinni þar sem eldhættan er mest og hafa eldarnir náð að úthverfum Sydney. Nokkrir eldar eru sagðir þekja meira en 100.000 hektara og glíma slökkviliðsmenn við þá á um þúsund kílómetra löngu svæði við norðurströnd Nýju Suður-Wales. Íbúar hafa verið hvattir til að halda sig frá kjarrlendi og flýja heimili sín áður en eldarnir færast í aukana. Fleiri en sex hundruð skólum hefur verið lokað vegna þeirra, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þrír hafa látist og um 150 hús hafa skemmst frá því að aukinn kraftur færðist í eldana á föstudag. Ríkisstjórn íhaldsmanna hefur sætt gagnrýni fyrir að neita að ræða áhrif loftslagsbreytinga af völdum manna á eldhættuna. Vísindamenn hafa engu að síður varað við því að gróðureldatímabilið í Ástralíu hafi lengst og orðið ákafara vegna loftslagsbreytinga. Veðurstofa Ástralíu hefur jafnframt sagt að loftslagsbreytingar hafi fjölgað hitabylgjum og ágert aðrar náttúruhamfarir eins og þurrka Ástralía Gróðureldar í Ástralíu Loftslagsmál Tengdar fréttir Eldarnir gætu ógnað íbúum í Sydney Óttast er að mikir gróðureldar í Ástralíu geti ógnað íbúum í Sydney. Að minnsta kosti þrír hafa látist í eldunum. Gróðureldunum hefur fylgt mikil eyðilegging en á annað hundrað heimili eru gjörónýt eftir eldana. 10. nóvember 2019 12:23 Gróðureldar herja á íbúa í Ástralíu Talsmenn ástralskra yfirvalda segja að fordæmislaus fjöldi alvarlegra skógarelda ógni nú íbúum í ríkinu New South Wales í suðausturhluta landsins. 8. nóvember 2019 07:39 Neyðarástandi lýst yfir vegna gróðureldanna í Ástralíu Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í fjölmennasta ríki Ástralíu, New South Wales, og þar með talið stórborgina Sydney, vegna gríðarlegra kjarrelda sem þar geisa en ástandið hefur aldrei verið eins slæmt í ríkinu. 11. nóvember 2019 07:51 Þrjú látin í kjarreldum í Ástralíu Miklir eldar sem nú loga á þurrkasvæðum á austurströnd Ástralíu hafa kostað þrennt lífið. Þá hafa yfir 150 heimili brunnið til grunna og um og yfir 30 manns hafa slasast vegna kjarreldana. 9. nóvember 2019 10:35 Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Fleiri fréttir Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Sjá meira
Yfirvöld í Nýju Suður-Wales í Ástralíu vöruðu við „hamfaraaðstæðum“ fyrir kjarrelda í dag. Fleiri en 85 eldar brenna nú í ríkinu og meira en helmingur þeirra stjórnlaust. Eldhættan er sögð ein sú versta í sögu landsins. Óttast er að suðlæg vindátt blási lífi í eldana og stefni þeim í nýja átt. Um sex milljónir manna búa á svæðunum á austurströndinni þar sem eldhættan er mest og hafa eldarnir náð að úthverfum Sydney. Nokkrir eldar eru sagðir þekja meira en 100.000 hektara og glíma slökkviliðsmenn við þá á um þúsund kílómetra löngu svæði við norðurströnd Nýju Suður-Wales. Íbúar hafa verið hvattir til að halda sig frá kjarrlendi og flýja heimili sín áður en eldarnir færast í aukana. Fleiri en sex hundruð skólum hefur verið lokað vegna þeirra, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Þrír hafa látist og um 150 hús hafa skemmst frá því að aukinn kraftur færðist í eldana á föstudag. Ríkisstjórn íhaldsmanna hefur sætt gagnrýni fyrir að neita að ræða áhrif loftslagsbreytinga af völdum manna á eldhættuna. Vísindamenn hafa engu að síður varað við því að gróðureldatímabilið í Ástralíu hafi lengst og orðið ákafara vegna loftslagsbreytinga. Veðurstofa Ástralíu hefur jafnframt sagt að loftslagsbreytingar hafi fjölgað hitabylgjum og ágert aðrar náttúruhamfarir eins og þurrka
Ástralía Gróðureldar í Ástralíu Loftslagsmál Tengdar fréttir Eldarnir gætu ógnað íbúum í Sydney Óttast er að mikir gróðureldar í Ástralíu geti ógnað íbúum í Sydney. Að minnsta kosti þrír hafa látist í eldunum. Gróðureldunum hefur fylgt mikil eyðilegging en á annað hundrað heimili eru gjörónýt eftir eldana. 10. nóvember 2019 12:23 Gróðureldar herja á íbúa í Ástralíu Talsmenn ástralskra yfirvalda segja að fordæmislaus fjöldi alvarlegra skógarelda ógni nú íbúum í ríkinu New South Wales í suðausturhluta landsins. 8. nóvember 2019 07:39 Neyðarástandi lýst yfir vegna gróðureldanna í Ástralíu Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í fjölmennasta ríki Ástralíu, New South Wales, og þar með talið stórborgina Sydney, vegna gríðarlegra kjarrelda sem þar geisa en ástandið hefur aldrei verið eins slæmt í ríkinu. 11. nóvember 2019 07:51 Þrjú látin í kjarreldum í Ástralíu Miklir eldar sem nú loga á þurrkasvæðum á austurströnd Ástralíu hafa kostað þrennt lífið. Þá hafa yfir 150 heimili brunnið til grunna og um og yfir 30 manns hafa slasast vegna kjarreldana. 9. nóvember 2019 10:35 Mest lesið Seinni hálfleikur að hefjast eftir stutt hlé í nótt Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Vaktin: Aftakaveður gengur yfir landið Veður Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Erlent Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Erlent Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Erlent Létu rauða viðvörun ekki stoppa sig Innlent Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Erlent Bent á rangan mann eftir að lýst var eftir meintum kynferðisbrotamanni Innlent Vill fá svör um hvað fór úrskeiðis um helgina Innlent Fleiri fréttir Þúsundir yfirgefa Santorini vegna skjálfta Ekkert eðlilegt við tillögur Bandaríkjaforseta Bannar trans konum að taka þátt í kvennaíþróttum Hundruðum kvenfanga nauðgað og þær brenndar lifandi Nafngreina árásarmanninn í Örebro Rivíerutal Trumps megi kalla etníska hreinsun Þetta er vitað um árásarmanninn í Örebro Ummæli Trumps harðlega gagnrýnd víða um heim Hætta að taka við og dreifa smábögglum frá Kína Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Ellefu létust í skotárásinni Segir engan vilja búa á Gasa „Versta fjöldaskotárás sem hefur verið gerð í okkar landi“ Kosningar í Grænlandi framundan Íslenskur skólastjóri meðal þeirra sem flúðu skotárásina Skotárás í sænskum skóla Vilja endurskoða dóm hjúkrunarfræðings vegna barnadauða Stoltenberg með óvænta endurkomu í norskum stjórnmálum Jafngildir það að eyða meðvitaðri gervigreind því að drepa dýr? El Salvador býðst til að taka við hættulegum glæpamönnum Kínverjar grípa til aðgerða mínútum eftir að nýir tollar taka gildi Blátt bann við erlendum fjárframlögum Tollahækkunum gegn Kanada líka frestað Starfsmenn DOGE tóku yfir USAID og læstu starfsmenn úti Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Sautján ára stúlka lést í hákarlaárás Hvað gengur Trump til með tollum? Skotmark sprengingar í Moskvu herforingi frá Austur-Úkraínu Einn látinn eftir sprengjutilræði í lúxusblokk í Moskvu Rubio fundaði með Mulino og ítrekaði hótanir Trump Sjá meira
Eldarnir gætu ógnað íbúum í Sydney Óttast er að mikir gróðureldar í Ástralíu geti ógnað íbúum í Sydney. Að minnsta kosti þrír hafa látist í eldunum. Gróðureldunum hefur fylgt mikil eyðilegging en á annað hundrað heimili eru gjörónýt eftir eldana. 10. nóvember 2019 12:23
Gróðureldar herja á íbúa í Ástralíu Talsmenn ástralskra yfirvalda segja að fordæmislaus fjöldi alvarlegra skógarelda ógni nú íbúum í ríkinu New South Wales í suðausturhluta landsins. 8. nóvember 2019 07:39
Neyðarástandi lýst yfir vegna gróðureldanna í Ástralíu Neyðarástandi hefur verið lýst yfir í fjölmennasta ríki Ástralíu, New South Wales, og þar með talið stórborgina Sydney, vegna gríðarlegra kjarrelda sem þar geisa en ástandið hefur aldrei verið eins slæmt í ríkinu. 11. nóvember 2019 07:51
Þrjú látin í kjarreldum í Ástralíu Miklir eldar sem nú loga á þurrkasvæðum á austurströnd Ástralíu hafa kostað þrennt lífið. Þá hafa yfir 150 heimili brunnið til grunna og um og yfir 30 manns hafa slasast vegna kjarreldana. 9. nóvember 2019 10:35