Djammferðir Samherja til Íslands styrktu tengslin við Namibíu Stefán Ó. Jónsson skrifar 12. nóvember 2019 21:15 Mynd tekin í heimsókn namibískra áhrifamanna til Íslands í febrúar árið 2014. Wikileaks Sjávarútvegsfyrirtækið Samherji flaug namibískum áhrifamönnum hið minnsta þrisvar til Íslands, með milljónakostnaði, með það fyrir augum að þurfa ekki að keppa um fiskveiðikvóta í Namibíu á almennum markaði. Það var mat fyrirtækisins að ódýrara væri að múta mönnum sem voru nátengdir þarlendum ráðherrum og „öðrum mönnum í æðstu stöðum.“ Þetta er meðal þess sem fram kom í umfjöllun Kveiks um framgöngu Samherja í Namibíu í kvöld. Þungamiðja umfjöllunnar sneri að mútugreiðslum fyrirtækisins til namibískra embættismanna, sem Samherji á að hafa framkvæmt í gegnum fléttu aflandsfélaga. Heildarupphæð mútugreiðslna er sögð nema hundruð milljóna króna. Umfjöllunin byggir á gögnum sem fyrrverandi stjórnandi Samherja í Namibíu, Jóhannes Stefánsson, lét uppljóstrunarsíðunni Wikileaks og rannsóknarnefnd gegn spillingu í Namibíu í té.Sjá einnig: Wikileaks birtir 30 þúsund gögn um SamherjaÍ gögnunum kemur meðal annars fram að Aðalsteinn Helgason, sem var framkvæmdastjóri Afríkustarfsemi Samherja, hafi samið við tengdason sjávarútvegsráðherra Namibíu, Tamson Hatuikulipi eða Fitty, um að hann myndi einhvern veginn útvega fyrirtækinu hrossamakrílskvóta. Það á Fitty að hafa gert með því að kynna Samherja fyrir tengdapabba sínum.Samherji er sagður hafa lagt ríka áherslu á slík tengsl við namibíska ráðamenn, því gott samband sem þetta sé „mjög dýrmætt enda kvótaúthlutanir pólitískar“ í Namibíu. Jafnframt var fullyrt á einum stað í gögnunum að Samherji fái kvóta fyrir tilstuðlan flokksins Swapo, sem farið hefur með stjórn landsins um áratuga skeið. „Þannig yrði kvótinn ódýrari, einungis þyrfti að greiða það sem kallað er „kvótagjald“ til flokksins,“ eins og það er orðað í umfjöllun Kveiks. Fyrrnefndur Aðalsteinn virðist þannig hafa rætt opinskátt um þá miklu spillingu sem fyrirfannst í namibísku stjórnkerfi. Það væri ekkert launungarmál að sjávarútvegsráðherra landsins gæti úthlutað kvóta eftir geðþótta og því ætlaði Samherji sér að stytta sér leið „í gegnum hann.“Hákarlatríó Stutta leiðin var í gegnum menn tengda ráðherranum; fyrrnefndan Fitty, James Hatuikulipi, stjórnanda fjármálafyrirtækis, og Sacky Shanghala, háttsettan SWAPO-liða og núverandi dómsmálaráðherra Namibíu. Á þessum tíma, árið 2012, gegndi sá síðastnefndi embætti formanns lagaendurskoðunarnefndar landsins. Þessum mönnum flaug Samherji til Íslands og pungaði út milljónum fyrir, til þess að treysta samband þeirra við íslenska sjávarútvegsfyrirtækið að sögn Kveiks. Samherji greiddi fyrir flugferðir, uppihald og hótelgistingu að því er fram kemur í reikningum sem Wikileaks birtir. „Á djamminu í Reykjavík, í heimsóknum til forstjóra Samherja, sem sérstakir gestir á árshátíð fyrirtækisins árið 2016 og í vélsleðaferð í Eyjafirðinum – allt í boði Samherja,“ eins og segir í umfjöllun Kveiks. Leiddar eru líkur að því að í gegnum tríóið, sem kallaðir eru Hákarlarnir í umfjölluninni, hafi Samherjamenn fengið fund með sjávarútvegsráðherra Namibíu. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, á þannig að hafa hitt ráðherrann tvisvar. Í bæði skipti ríkti leynd um fundi þeirra. Uppljóstrarinn Jóhannes Stefánsson segir að annar fundurinn, sem fram fór árið 2012, hafi verið einkar mikilvægur. Byggst hafi upp traust milli Samherja og ráðherrans - „sjávarútvegsráðherrann lofaði líka Samherja comfort um að komast í kvóta og á betri verðum heldur en gekk á á þessum tíma,“ segir Jóhannes í umfjöllun Kveiks sem má nálgast hér. Namibía Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Samherji sendir frá sér yfirlýsingu vegna fyrirhugaðrar umfjöllunar um meint brot Þar segir að fyrrverandi stjórnandi Samherja í Namibíu hafi farið til fjölmiðla og lagt fram ásakanir á hendur núverandi og fyrrverandi stjórnendum Samherja. 11. nóvember 2019 18:39 Wikileaks birtir 30 þúsund gögn um Samherja Uppljóstrunarvettvangurinn Wikileaks birti í kvöld 30 þúsund skjöl sem það segist hafa fengið frá Jóhannesi Stefánssyni, fyrrverandi stjórnanda Samherja í Namibíu. 12. nóvember 2019 20:00 Samherji sakaður um stórfelld undanskot í Namibíu Namibískir fjölmiðlar hafa fjallað ítarlega um málið síðustu misseri, einkum ásakanir stjórnarformanns Sinco Fishing, félags sem starfað hefur með Samherja í Namibíu. 12. nóvember 2019 13:00 Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira
Sjávarútvegsfyrirtækið Samherji flaug namibískum áhrifamönnum hið minnsta þrisvar til Íslands, með milljónakostnaði, með það fyrir augum að þurfa ekki að keppa um fiskveiðikvóta í Namibíu á almennum markaði. Það var mat fyrirtækisins að ódýrara væri að múta mönnum sem voru nátengdir þarlendum ráðherrum og „öðrum mönnum í æðstu stöðum.“ Þetta er meðal þess sem fram kom í umfjöllun Kveiks um framgöngu Samherja í Namibíu í kvöld. Þungamiðja umfjöllunnar sneri að mútugreiðslum fyrirtækisins til namibískra embættismanna, sem Samherji á að hafa framkvæmt í gegnum fléttu aflandsfélaga. Heildarupphæð mútugreiðslna er sögð nema hundruð milljóna króna. Umfjöllunin byggir á gögnum sem fyrrverandi stjórnandi Samherja í Namibíu, Jóhannes Stefánsson, lét uppljóstrunarsíðunni Wikileaks og rannsóknarnefnd gegn spillingu í Namibíu í té.Sjá einnig: Wikileaks birtir 30 þúsund gögn um SamherjaÍ gögnunum kemur meðal annars fram að Aðalsteinn Helgason, sem var framkvæmdastjóri Afríkustarfsemi Samherja, hafi samið við tengdason sjávarútvegsráðherra Namibíu, Tamson Hatuikulipi eða Fitty, um að hann myndi einhvern veginn útvega fyrirtækinu hrossamakrílskvóta. Það á Fitty að hafa gert með því að kynna Samherja fyrir tengdapabba sínum.Samherji er sagður hafa lagt ríka áherslu á slík tengsl við namibíska ráðamenn, því gott samband sem þetta sé „mjög dýrmætt enda kvótaúthlutanir pólitískar“ í Namibíu. Jafnframt var fullyrt á einum stað í gögnunum að Samherji fái kvóta fyrir tilstuðlan flokksins Swapo, sem farið hefur með stjórn landsins um áratuga skeið. „Þannig yrði kvótinn ódýrari, einungis þyrfti að greiða það sem kallað er „kvótagjald“ til flokksins,“ eins og það er orðað í umfjöllun Kveiks. Fyrrnefndur Aðalsteinn virðist þannig hafa rætt opinskátt um þá miklu spillingu sem fyrirfannst í namibísku stjórnkerfi. Það væri ekkert launungarmál að sjávarútvegsráðherra landsins gæti úthlutað kvóta eftir geðþótta og því ætlaði Samherji sér að stytta sér leið „í gegnum hann.“Hákarlatríó Stutta leiðin var í gegnum menn tengda ráðherranum; fyrrnefndan Fitty, James Hatuikulipi, stjórnanda fjármálafyrirtækis, og Sacky Shanghala, háttsettan SWAPO-liða og núverandi dómsmálaráðherra Namibíu. Á þessum tíma, árið 2012, gegndi sá síðastnefndi embætti formanns lagaendurskoðunarnefndar landsins. Þessum mönnum flaug Samherji til Íslands og pungaði út milljónum fyrir, til þess að treysta samband þeirra við íslenska sjávarútvegsfyrirtækið að sögn Kveiks. Samherji greiddi fyrir flugferðir, uppihald og hótelgistingu að því er fram kemur í reikningum sem Wikileaks birtir. „Á djamminu í Reykjavík, í heimsóknum til forstjóra Samherja, sem sérstakir gestir á árshátíð fyrirtækisins árið 2016 og í vélsleðaferð í Eyjafirðinum – allt í boði Samherja,“ eins og segir í umfjöllun Kveiks. Leiddar eru líkur að því að í gegnum tríóið, sem kallaðir eru Hákarlarnir í umfjölluninni, hafi Samherjamenn fengið fund með sjávarútvegsráðherra Namibíu. Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, á þannig að hafa hitt ráðherrann tvisvar. Í bæði skipti ríkti leynd um fundi þeirra. Uppljóstrarinn Jóhannes Stefánsson segir að annar fundurinn, sem fram fór árið 2012, hafi verið einkar mikilvægur. Byggst hafi upp traust milli Samherja og ráðherrans - „sjávarútvegsráðherrann lofaði líka Samherja comfort um að komast í kvóta og á betri verðum heldur en gekk á á þessum tíma,“ segir Jóhannes í umfjöllun Kveiks sem má nálgast hér.
Namibía Samherjaskjölin Sjávarútvegur Tengdar fréttir Samherji sendir frá sér yfirlýsingu vegna fyrirhugaðrar umfjöllunar um meint brot Þar segir að fyrrverandi stjórnandi Samherja í Namibíu hafi farið til fjölmiðla og lagt fram ásakanir á hendur núverandi og fyrrverandi stjórnendum Samherja. 11. nóvember 2019 18:39 Wikileaks birtir 30 þúsund gögn um Samherja Uppljóstrunarvettvangurinn Wikileaks birti í kvöld 30 þúsund skjöl sem það segist hafa fengið frá Jóhannesi Stefánssyni, fyrrverandi stjórnanda Samherja í Namibíu. 12. nóvember 2019 20:00 Samherji sakaður um stórfelld undanskot í Namibíu Namibískir fjölmiðlar hafa fjallað ítarlega um málið síðustu misseri, einkum ásakanir stjórnarformanns Sinco Fishing, félags sem starfað hefur með Samherja í Namibíu. 12. nóvember 2019 13:00 Mest lesið Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Sjá meira
Samherji sendir frá sér yfirlýsingu vegna fyrirhugaðrar umfjöllunar um meint brot Þar segir að fyrrverandi stjórnandi Samherja í Namibíu hafi farið til fjölmiðla og lagt fram ásakanir á hendur núverandi og fyrrverandi stjórnendum Samherja. 11. nóvember 2019 18:39
Wikileaks birtir 30 þúsund gögn um Samherja Uppljóstrunarvettvangurinn Wikileaks birti í kvöld 30 þúsund skjöl sem það segist hafa fengið frá Jóhannesi Stefánssyni, fyrrverandi stjórnanda Samherja í Namibíu. 12. nóvember 2019 20:00
Samherji sakaður um stórfelld undanskot í Namibíu Namibískir fjölmiðlar hafa fjallað ítarlega um málið síðustu misseri, einkum ásakanir stjórnarformanns Sinco Fishing, félags sem starfað hefur með Samherja í Namibíu. 12. nóvember 2019 13:00