Sala Kerecis í Bandaríkjunum sexfaldaðist á þriðja ársfjórðungi Hörður Ægisson skrifar 13. nóvember 2019 08:00 Guðmundur Fertram Sigurjónsson, forstjóri Kerecis, og Ólafur Ragnar Grímsson, stjórnarmaður í Kerecis. Fréttablaðið/VALLI Bein sala íslenska nýsköpunarfyrirtækisins Kerecis í Bandaríkjunum á þriðja ársfjórðungi var sexfalt meiri en á sama tímabili árið 2018. Samkvæmt bráðabirgðauppgjöri nam salan í Bandaríkjunum samtals 4,6 milljónum dala, jafnvirði 575 milljóna króna, á fjárhagsárinu 2019, sem lauk núna í lok septembermánaðar, og var hún í samræmi við áætlanir félagsins. Þetta kemur fram í bréfi sem var sent á hluthafa Kerecis í byrjun þessa mánaðar, og Markaðurinn hefur undir höndum, en boðað hefur verið til aðalfundar hjá félaginu 26. nóvember næstkomandi. Kerecis framleiðir afurðir sem byggðar eru á affrumuðu þorskroði sem inniheldur fjölómettaðar fitusýrur. Afurðirnar hafa jákvæð áhrif á frumuvöxt og eru seldar til meðhöndlunar á þrálátum sárum og brunasárum. Í bréfinu til hluthafa segir að salan á Bandaríkjamarkað gangi einkar vel og skilningur félagsins og fótfesta á þeim markaði styrkist ört. Langtíma vaxtartækifæri utan Bandaríkjanna, ásamt sölu á nýjum vörum, séu jafnframt veruleg. Þá kemur fram að hinn mikli vöxtur í Bandaríkjunum sé „afskaplega mikilvægur“ þar sem „meginfjárfestingar fyrirtækisins á liðnu ári voru einmitt í auknu mannahaldi og starfsemi sem tengist sölu beint til heilbrigðisstofnana í Bandaríkjunum. Þessar tölur sýna að viðskiptaáætlun Kerecis byggir á réttum forsendum,“ segir í bréfinu. Salan utan Bandaríkjanna var samtals 1,4 milljónir dala, sem var um 200 þúsund dölum yfir áætlun, og fjórum sinnum meiri en á síðasta fjárhagsári. Samtals námu tekjur Kerecis um 8,4 milljónum dala og tvöfölduðust þær á milli ára. Rekstrarniðurstaða félagsins var hins vegar um 650 þúsund dölum lakari en áætlað var. Kerecis lauk fyrr á þessu ári fjármögnun fyrir sextán milljónir Bandaríkjadala. Félagið seldi þá nýtt hlutafé til núverandi hluthafa og nýrra fyrir um 1.250 milljónir og auk þess var kröfum skuldbreytt í hlutafé að upphæð um 750 milljónir. Á meðal þeirra sem bættust þá við hluthafahóp Kerecis voru samtökin Emerson Collective, sem voru stofnuð af Laurene Powell Jobs, ekkju Steve Jobs, stofnanda Apple, en þau breyttu kröfum sínum í hlutafé fyrir 390 milljónir og settu jafnframt inn nýtt fjármagn í félagið. Er Emerson Collective nú á meðal stærstu hluthafa Kerecis. Miðað við almenna gengið í hlutafjárhækkuninni, um 2.000 krónur á hlut, gæti virði Kerecis verið allt að 12,4 milljarðar. Í kjölfar hlutafjáraukningarinnar var haldinn sérstakur hluthafafundur 1. ágúst síðastliðinn þar sem Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, var kjörinn í stjórn Kerecis. Var Ólafur tilnefndur í stjórn félagsins af Laurene Powell Jobs. Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Nýsköpun Tengdar fréttir Tveir milljarðar inn til Kerecis Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Kerecis hefur lokið fjármögnun fyrir 16 milljónir dollara eða jafnvirði um tveggja milljarða króna. 13. júní 2019 07:00 Ólafur Ragnar fer í stjórn Kerecis Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, mun taka sæti í stjórn íslenska nýsköpunarfyrirtækisins Kerecis á hluthafafundi sem hefur verið boðaður fimmtudaginn 1. ágúst næstkomandi. 23. júlí 2019 07:00 Kerecis býr sig undir skráningu Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Kerecis hefur verið í undirbúningsferli hjá Kauphöllinni varðandi skráningu félagsins á hlutabréfamarkað á næstu misserum. 25. júlí 2019 07:00 Mest lesið Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Sjá meira
Bein sala íslenska nýsköpunarfyrirtækisins Kerecis í Bandaríkjunum á þriðja ársfjórðungi var sexfalt meiri en á sama tímabili árið 2018. Samkvæmt bráðabirgðauppgjöri nam salan í Bandaríkjunum samtals 4,6 milljónum dala, jafnvirði 575 milljóna króna, á fjárhagsárinu 2019, sem lauk núna í lok septembermánaðar, og var hún í samræmi við áætlanir félagsins. Þetta kemur fram í bréfi sem var sent á hluthafa Kerecis í byrjun þessa mánaðar, og Markaðurinn hefur undir höndum, en boðað hefur verið til aðalfundar hjá félaginu 26. nóvember næstkomandi. Kerecis framleiðir afurðir sem byggðar eru á affrumuðu þorskroði sem inniheldur fjölómettaðar fitusýrur. Afurðirnar hafa jákvæð áhrif á frumuvöxt og eru seldar til meðhöndlunar á þrálátum sárum og brunasárum. Í bréfinu til hluthafa segir að salan á Bandaríkjamarkað gangi einkar vel og skilningur félagsins og fótfesta á þeim markaði styrkist ört. Langtíma vaxtartækifæri utan Bandaríkjanna, ásamt sölu á nýjum vörum, séu jafnframt veruleg. Þá kemur fram að hinn mikli vöxtur í Bandaríkjunum sé „afskaplega mikilvægur“ þar sem „meginfjárfestingar fyrirtækisins á liðnu ári voru einmitt í auknu mannahaldi og starfsemi sem tengist sölu beint til heilbrigðisstofnana í Bandaríkjunum. Þessar tölur sýna að viðskiptaáætlun Kerecis byggir á réttum forsendum,“ segir í bréfinu. Salan utan Bandaríkjanna var samtals 1,4 milljónir dala, sem var um 200 þúsund dölum yfir áætlun, og fjórum sinnum meiri en á síðasta fjárhagsári. Samtals námu tekjur Kerecis um 8,4 milljónum dala og tvöfölduðust þær á milli ára. Rekstrarniðurstaða félagsins var hins vegar um 650 þúsund dölum lakari en áætlað var. Kerecis lauk fyrr á þessu ári fjármögnun fyrir sextán milljónir Bandaríkjadala. Félagið seldi þá nýtt hlutafé til núverandi hluthafa og nýrra fyrir um 1.250 milljónir og auk þess var kröfum skuldbreytt í hlutafé að upphæð um 750 milljónir. Á meðal þeirra sem bættust þá við hluthafahóp Kerecis voru samtökin Emerson Collective, sem voru stofnuð af Laurene Powell Jobs, ekkju Steve Jobs, stofnanda Apple, en þau breyttu kröfum sínum í hlutafé fyrir 390 milljónir og settu jafnframt inn nýtt fjármagn í félagið. Er Emerson Collective nú á meðal stærstu hluthafa Kerecis. Miðað við almenna gengið í hlutafjárhækkuninni, um 2.000 krónur á hlut, gæti virði Kerecis verið allt að 12,4 milljarðar. Í kjölfar hlutafjáraukningarinnar var haldinn sérstakur hluthafafundur 1. ágúst síðastliðinn þar sem Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, var kjörinn í stjórn Kerecis. Var Ólafur tilnefndur í stjórn félagsins af Laurene Powell Jobs.
Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Nýsköpun Tengdar fréttir Tveir milljarðar inn til Kerecis Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Kerecis hefur lokið fjármögnun fyrir 16 milljónir dollara eða jafnvirði um tveggja milljarða króna. 13. júní 2019 07:00 Ólafur Ragnar fer í stjórn Kerecis Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, mun taka sæti í stjórn íslenska nýsköpunarfyrirtækisins Kerecis á hluthafafundi sem hefur verið boðaður fimmtudaginn 1. ágúst næstkomandi. 23. júlí 2019 07:00 Kerecis býr sig undir skráningu Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Kerecis hefur verið í undirbúningsferli hjá Kauphöllinni varðandi skráningu félagsins á hlutabréfamarkað á næstu misserum. 25. júlí 2019 07:00 Mest lesið Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Atvinnuleysi eykst Viðskipti innlent Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Sjá meira
Tveir milljarðar inn til Kerecis Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Kerecis hefur lokið fjármögnun fyrir 16 milljónir dollara eða jafnvirði um tveggja milljarða króna. 13. júní 2019 07:00
Ólafur Ragnar fer í stjórn Kerecis Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands, mun taka sæti í stjórn íslenska nýsköpunarfyrirtækisins Kerecis á hluthafafundi sem hefur verið boðaður fimmtudaginn 1. ágúst næstkomandi. 23. júlí 2019 07:00
Kerecis býr sig undir skráningu Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Kerecis hefur verið í undirbúningsferli hjá Kauphöllinni varðandi skráningu félagsins á hlutabréfamarkað á næstu misserum. 25. júlí 2019 07:00