Play semur við ungt þjónustufyrirtæki Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 13. nóvember 2019 07:00 María Margrét Jóhannsdóttir, samskiptafulltrúi Play, og Arnar Már Magnússon, forstjóri flugfélagsins, á blaðamannafundinum á þriðjudag. vísir/vilhelm Flugfélagið Play, sem áformar að hefja flugrekstur í vetur, verður í viðskiptum við Íslenska flugafgreiðslufélagið ehf. um flugþjónustu á Keflavíkurvelli, samkvæmt heimildum Markaðarins. Íslenska flugafgreiðslufélagið hóf nýlega starfsemi á Reykjavíkurflugvelli undir merkinu Reykjavík FBO. Það var stofnað árið 2017 en á síðasta ári námu tekjur félagsins um 10 milljónum króna. Félagið er einnig með heitið Iceland Aero Agents skráð hjá fyrirtækjaskrá og er með heimasíðu í smíðum með léni sem samsvarar erlenda heitinu. Íslenska flugafgreiðslufélagið er að stærstum hluta í eigu Hjalta Þórs Guðmundssonar lögmanns en Guðmundur Þengill Vilhelmsson er skráður framkvæmdastjóri. Guðmundur sagðist ekki geta tjáð sig um málið í samtali við Markaðinn. Í fjárfestakynningu Íslenskra verðbréfa, sem vinnur að fjármögnun Play, kemur fram að félagið hafi samið við nýtt fyrirtæki sem mun sjá um alla flugafgreiðslu á Keflavíkurflugvelli á „áður óþekktum kjörum“. Var þá ljóst að fyrirtækið yrði ekki í viðskiptum við Airport Associates eins og WOW air. Þá segir í annarri fjárfestakynningu frá Play að samkvæmt viðskiptaáætlun félagsins muni það spara samanlagt um 2,2 milljarða króna á þeim samningum sem það hafi gert um flugafgreiðslu á árunum 2020 til 2022 samanborið við fyrri samninga WOW air. Play hefur þegar gengið til samninga við Íslenska flugstéttarfélagið um gerð kjarasamninga við bæði flugmenn og flugliða og er áætlað að launakostnaður félagsins verði töluvert minni en hann var hjá WOW air. Gert er ráð fyrir að hefja flug á tveimur Airbus A320 flugvélum til sex áfangastaða í Evrópu í vetur. Fjórum flugvélum af sömu tegund verður síðan bætt við í vor og verður þá hafið flug til fjögurra stórborga í Norður-Ameríku. Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Play Tengdar fréttir Vefslóðin play.is föl fyrir rétt verð Flóttinn fær óvænta athygli. 11. nóvember 2019 13:52 „Markmiðið er skýrt - að halda kostnaði í lágmarki“ Flugfélagið Play hyggst spara allt að sjö milljarða króna með minni yfirbyggingu og einfaldari kjarasamningum á næstu þremur árum, ef marka má fjárfestakynningu félagsins. 10. nóvember 2019 18:45 Play bjóði góð laun en ekkert skutl út á flugvöll Play svarar ásökunum Alþýðusambandsins. 8. nóvember 2019 16:45 Mest lesið Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Þjónustudagur Toyota Samstarf Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Sjá meira
Flugfélagið Play, sem áformar að hefja flugrekstur í vetur, verður í viðskiptum við Íslenska flugafgreiðslufélagið ehf. um flugþjónustu á Keflavíkurvelli, samkvæmt heimildum Markaðarins. Íslenska flugafgreiðslufélagið hóf nýlega starfsemi á Reykjavíkurflugvelli undir merkinu Reykjavík FBO. Það var stofnað árið 2017 en á síðasta ári námu tekjur félagsins um 10 milljónum króna. Félagið er einnig með heitið Iceland Aero Agents skráð hjá fyrirtækjaskrá og er með heimasíðu í smíðum með léni sem samsvarar erlenda heitinu. Íslenska flugafgreiðslufélagið er að stærstum hluta í eigu Hjalta Þórs Guðmundssonar lögmanns en Guðmundur Þengill Vilhelmsson er skráður framkvæmdastjóri. Guðmundur sagðist ekki geta tjáð sig um málið í samtali við Markaðinn. Í fjárfestakynningu Íslenskra verðbréfa, sem vinnur að fjármögnun Play, kemur fram að félagið hafi samið við nýtt fyrirtæki sem mun sjá um alla flugafgreiðslu á Keflavíkurflugvelli á „áður óþekktum kjörum“. Var þá ljóst að fyrirtækið yrði ekki í viðskiptum við Airport Associates eins og WOW air. Þá segir í annarri fjárfestakynningu frá Play að samkvæmt viðskiptaáætlun félagsins muni það spara samanlagt um 2,2 milljarða króna á þeim samningum sem það hafi gert um flugafgreiðslu á árunum 2020 til 2022 samanborið við fyrri samninga WOW air. Play hefur þegar gengið til samninga við Íslenska flugstéttarfélagið um gerð kjarasamninga við bæði flugmenn og flugliða og er áætlað að launakostnaður félagsins verði töluvert minni en hann var hjá WOW air. Gert er ráð fyrir að hefja flug á tveimur Airbus A320 flugvélum til sex áfangastaða í Evrópu í vetur. Fjórum flugvélum af sömu tegund verður síðan bætt við í vor og verður þá hafið flug til fjögurra stórborga í Norður-Ameríku.
Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Play Tengdar fréttir Vefslóðin play.is föl fyrir rétt verð Flóttinn fær óvænta athygli. 11. nóvember 2019 13:52 „Markmiðið er skýrt - að halda kostnaði í lágmarki“ Flugfélagið Play hyggst spara allt að sjö milljarða króna með minni yfirbyggingu og einfaldari kjarasamningum á næstu þremur árum, ef marka má fjárfestakynningu félagsins. 10. nóvember 2019 18:45 Play bjóði góð laun en ekkert skutl út á flugvöll Play svarar ásökunum Alþýðusambandsins. 8. nóvember 2019 16:45 Mest lesið Að sofna yfir sjónvarpinu á kvöldin telst ekki með Atvinnulíf Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Viðskipti innlent Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent Reka forstjóra danska lyfjarisans sem malar gull á Ozempic Viðskipti erlent Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Viðskipti innlent „Já veistu Gummi, þetta gæti verið eitthvað“ Atvinnulíf Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Viðskipti innlent Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Viðskipti innlent Þjónustudagur Toyota Samstarf Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Strætó hættir að taka á móti reiðufé í vögnum 1. júní Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Heinemann svarar Sameyki: „Þetta er rangt“ Gömlu höfuðstöðvar Icelandair verða hjúkrunarheimili Ríflega þrjátíu þúsund einstaklingar kaupa hlut ríkisins „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Heildarvirði tæpur 91 milljarður og líkur á að nær allir hlutir fari til almennings Líklega stærsta eignasala ríkissjóðs frá upphafi Selja allan eignarhlut ríkisins í Íslandsbanka Sjóvá tapar hálfum milljarði Málaferli vegna innkaupa ÁTVR halda enn áfram Jón Ólafur nýr formaður SA Hefja flug til Edinborgar og Malaga Árni hættir sem forstjóri Húsasmiðjunnar Landsbankinn við Austurstræti falur Spá sömuleiðis óbreyttum stýrivöxtum Margföld umframáskrift en útboðið ekki stækkað í bili Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Bein útsending: Lokadagur Nýsköpunarviku Bjarni nýr framkvæmdastjóri RVK Bruggfélags Borgunarmálinu lokið og bankinn fær ekki krónu Bein útsending: Kynningarfundur um hlutafjárútboð í Íslandsbanka Skor aftur synjað um lengri opnunartíma vegna hávaða Segja Heinemann brjóta gegn stjórnarskrárvörðum rétti Íslendinga Spá óbreyttum stýrivöxtum Útboðið fari vel af stað og allar líkur á að magnið aukist Jákvætt að almenningur njóti forgangs við söluna Áskriftir borist í 20 prósenta hlut í Íslandsbanka Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Sjá meira
„Markmiðið er skýrt - að halda kostnaði í lágmarki“ Flugfélagið Play hyggst spara allt að sjö milljarða króna með minni yfirbyggingu og einfaldari kjarasamningum á næstu þremur árum, ef marka má fjárfestakynningu félagsins. 10. nóvember 2019 18:45
Play bjóði góð laun en ekkert skutl út á flugvöll Play svarar ásökunum Alþýðusambandsins. 8. nóvember 2019 16:45
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent
Átök auðkýfinganna: „Ekki farið fram hjá neinum að á milli okkar hefur andað köldu“ Viðskipti innlent