Leiðtogum stjórnarflokkanna brugðið og vilja ýtarlega rannsókn Heimir Már Pétursson skrifar 13. nóvember 2019 19:45 Leiðtogum stjórnarflokkanna var öllum brugðið við fréttirnar af meintum mútugreiðslum og öðru háttarlagi Samherja í Namibíu. Ráðherrarnir eru allir sammála um nauðsyn þess að þar til bær embætti saksóknara og skattayfirvalda rannsaki þessi mál ofan í kjölinn. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagðist hafa verið brugðist og ef ásakanir reynist réttar sé málið Samherja til skammar og stórt áhyggjuefni fyrir íslenskt atvinnulíf í heild sinni. „Það liggur líka fyrir að íslensk stjórnvöld munu eiga samráð við stjórnvöld í öðrum löndum um framhald málsins.“Hvaða lönd eru það? „Auðvitað þau lönd sem þarna koma við sögu, eðli málsins samkvæmt,“ segir Katrín.Þarf kannski að endurskoða það hámark sem hvert og eitt útgerðarfrirtæki má eiga af veiðiheimildum? „Við gerum auðvitað þá kröfu, alveg sama hvað fyrirtæki eru stór, að þau fari að íslenskum lögum og þau fari að lögum í löndum sem þau starfa. Það er stóra málið í þessu máli. En þetta sýnir okkur líka að það er kannski full þörf á að fara yfir hvað er hægt að gera betur. Ég vil minna á í því samhengi á frumvarp sem ég hef lagt fram á Alþingi og verður vonandi tekið til umræðu hér á næstunni um vernd uppljóstrara,“ segir forsætisráðherra. Allir stjórnarflokkarnir ásamt Samfylkingu hafa fengið styrki frá Samherja í gegnum árin, þar af Vinstri græn rétt rúmlega milljón frá árinu 2013. Allir stjórnarflokkarnir hafa fengið styrki frá Samherja í gegnum árin. Þá hefur Samfylkingin einnig fengið styrk frá fyrirtækinu en flokkurinn tilkynnti í dag að hann ætlaði að skila styrkjunum en þó ekki til Samherja heldur í þróunarstarf í Namibíu.grafík/hafsteinnKannski er hluti af því illa fengið fé. Er við hæfi að stjórnmálaflokkar haldi slíku fé? „Ég sendi tölvupóst á mitt fólk í stjórn Vinstri grænna í morgun og lagði til að við myndum skoða það að skila þessum styrkjum,“ segir Katrín. Formenn hinna stjórnarflokkanna svöruðu þessari spurningu með öðrum hætti en Katrín eins og sjá má í viðtölum við ráðherrana í heild sinni á Vísi, ásamt sjónvarpsviðtali við Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra sem hefur tengst Samherja á árum áður. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði málið dapurlegt í alla staði. „Bæði vísbendingar um mútugreiðslur. Skattundanskot,“ segir Bjarni. „Í þessu tiltekna máli koma bæði Máritíus og Kýpur við sögu og það vill þannig til að við höfum gengið frá samningum við þessi ríki sem tryggja okkur aðgang að upplýsingum og öðrum gögnum. Samvinnu ef á þarf að halda sem getur reynst mjög mikilvæg í svona tilvikum.“Þú hefur sjálfur verið nefndur í sögunni í tengslum við aflandsviðskipti. Sýnir þetta ekki að það er ekki boðlegt að stunda viðskipti í aflandsfélögum til að losna undan eftirliti, sköttum og annað í sínu heimaríki? „Ég ætla ekki að skrifa upp á það að ég hafi verið að gera neitt slíkt. Þar skilur á milli þeirra sem gera grein fyrir sínum hlutum og þeirra sem nota aflandsfélög til að skjóta sér undan sköttum. Að sjálfsögðu erum við að berjast gegn slíku með öllum tiltækum ráðum. Og þar sem við komumst á snoðir um það að menn séu að nýta sér skattaskjól, einhverjar flóknar fyrirtækjafléttur til að skjóta sér undan skattgreiðslum; þar ætlum við að elta menn, við ætlum að ákæra þá og vonast til að þeir verði dæmdir sekir fyrir slík brot,“ segir Bjarni Benediktsson. Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Samherjaskjölin Sjálfstæðisflokkurinn Sjávarútvegur Vinstri græn Tengdar fréttir Samherjamálið skref fyrir skref Samherjaskjölin sem birt voru á vef WikiLeaks í gær, og voru til umfjöllunar í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í gærkvöldi og í dagblaðinu Stundinni, hafa vakið mikla athygli – og gríðarleg viðbrögð í íslensku samfélagi. 13. nóvember 2019 15:30 Segja af sér í skugga Samherjaskandals Dómsmálaráðherra og sjávarútvegsráðherra Namibíu hafa sagt af sér vegna umfjöllunar um mál Samherja í Namibíu. 13. nóvember 2019 12:45 Þorsteinn Már fundaði með starfsfólki Samherja á Akureyri Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, fundaði með starfsfólki fyrirtækisins á Akureyri í dag. Þetta herma heimildir fréttastofu. 13. nóvember 2019 19:00 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Leiðtogum stjórnarflokkanna var öllum brugðið við fréttirnar af meintum mútugreiðslum og öðru háttarlagi Samherja í Namibíu. Ráðherrarnir eru allir sammála um nauðsyn þess að þar til bær embætti saksóknara og skattayfirvalda rannsaki þessi mál ofan í kjölinn. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sagðist hafa verið brugðist og ef ásakanir reynist réttar sé málið Samherja til skammar og stórt áhyggjuefni fyrir íslenskt atvinnulíf í heild sinni. „Það liggur líka fyrir að íslensk stjórnvöld munu eiga samráð við stjórnvöld í öðrum löndum um framhald málsins.“Hvaða lönd eru það? „Auðvitað þau lönd sem þarna koma við sögu, eðli málsins samkvæmt,“ segir Katrín.Þarf kannski að endurskoða það hámark sem hvert og eitt útgerðarfrirtæki má eiga af veiðiheimildum? „Við gerum auðvitað þá kröfu, alveg sama hvað fyrirtæki eru stór, að þau fari að íslenskum lögum og þau fari að lögum í löndum sem þau starfa. Það er stóra málið í þessu máli. En þetta sýnir okkur líka að það er kannski full þörf á að fara yfir hvað er hægt að gera betur. Ég vil minna á í því samhengi á frumvarp sem ég hef lagt fram á Alþingi og verður vonandi tekið til umræðu hér á næstunni um vernd uppljóstrara,“ segir forsætisráðherra. Allir stjórnarflokkarnir ásamt Samfylkingu hafa fengið styrki frá Samherja í gegnum árin, þar af Vinstri græn rétt rúmlega milljón frá árinu 2013. Allir stjórnarflokkarnir hafa fengið styrki frá Samherja í gegnum árin. Þá hefur Samfylkingin einnig fengið styrk frá fyrirtækinu en flokkurinn tilkynnti í dag að hann ætlaði að skila styrkjunum en þó ekki til Samherja heldur í þróunarstarf í Namibíu.grafík/hafsteinnKannski er hluti af því illa fengið fé. Er við hæfi að stjórnmálaflokkar haldi slíku fé? „Ég sendi tölvupóst á mitt fólk í stjórn Vinstri grænna í morgun og lagði til að við myndum skoða það að skila þessum styrkjum,“ segir Katrín. Formenn hinna stjórnarflokkanna svöruðu þessari spurningu með öðrum hætti en Katrín eins og sjá má í viðtölum við ráðherrana í heild sinni á Vísi, ásamt sjónvarpsviðtali við Kristján Þór Júlíusson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra sem hefur tengst Samherja á árum áður. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði málið dapurlegt í alla staði. „Bæði vísbendingar um mútugreiðslur. Skattundanskot,“ segir Bjarni. „Í þessu tiltekna máli koma bæði Máritíus og Kýpur við sögu og það vill þannig til að við höfum gengið frá samningum við þessi ríki sem tryggja okkur aðgang að upplýsingum og öðrum gögnum. Samvinnu ef á þarf að halda sem getur reynst mjög mikilvæg í svona tilvikum.“Þú hefur sjálfur verið nefndur í sögunni í tengslum við aflandsviðskipti. Sýnir þetta ekki að það er ekki boðlegt að stunda viðskipti í aflandsfélögum til að losna undan eftirliti, sköttum og annað í sínu heimaríki? „Ég ætla ekki að skrifa upp á það að ég hafi verið að gera neitt slíkt. Þar skilur á milli þeirra sem gera grein fyrir sínum hlutum og þeirra sem nota aflandsfélög til að skjóta sér undan sköttum. Að sjálfsögðu erum við að berjast gegn slíku með öllum tiltækum ráðum. Og þar sem við komumst á snoðir um það að menn séu að nýta sér skattaskjól, einhverjar flóknar fyrirtækjafléttur til að skjóta sér undan skattgreiðslum; þar ætlum við að elta menn, við ætlum að ákæra þá og vonast til að þeir verði dæmdir sekir fyrir slík brot,“ segir Bjarni Benediktsson.
Framsóknarflokkurinn Samfylkingin Samherjaskjölin Sjálfstæðisflokkurinn Sjávarútvegur Vinstri græn Tengdar fréttir Samherjamálið skref fyrir skref Samherjaskjölin sem birt voru á vef WikiLeaks í gær, og voru til umfjöllunar í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í gærkvöldi og í dagblaðinu Stundinni, hafa vakið mikla athygli – og gríðarleg viðbrögð í íslensku samfélagi. 13. nóvember 2019 15:30 Segja af sér í skugga Samherjaskandals Dómsmálaráðherra og sjávarútvegsráðherra Namibíu hafa sagt af sér vegna umfjöllunar um mál Samherja í Namibíu. 13. nóvember 2019 12:45 Þorsteinn Már fundaði með starfsfólki Samherja á Akureyri Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, fundaði með starfsfólki fyrirtækisins á Akureyri í dag. Þetta herma heimildir fréttastofu. 13. nóvember 2019 19:00 Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Um helmingur farþega komst lífs af Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Fjúgandi hálka í kirkjugörðum Reykjavíkur Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Nóg að gera hjá slökkviliðinu í nótt Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Fjölmenni gekk fyrir frið í miðborginni Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Sjá meira
Samherjamálið skref fyrir skref Samherjaskjölin sem birt voru á vef WikiLeaks í gær, og voru til umfjöllunar í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í gærkvöldi og í dagblaðinu Stundinni, hafa vakið mikla athygli – og gríðarleg viðbrögð í íslensku samfélagi. 13. nóvember 2019 15:30
Segja af sér í skugga Samherjaskandals Dómsmálaráðherra og sjávarútvegsráðherra Namibíu hafa sagt af sér vegna umfjöllunar um mál Samherja í Namibíu. 13. nóvember 2019 12:45
Þorsteinn Már fundaði með starfsfólki Samherja á Akureyri Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, fundaði með starfsfólki fyrirtækisins á Akureyri í dag. Þetta herma heimildir fréttastofu. 13. nóvember 2019 19:00