Óttast afbrigði farsóttar Kristinn Haukur Guðnason skrifar 14. nóvember 2019 07:00 Tilfellin komu upp í hinni dreifbyggðu Innri-Mongólíu. Vísir/getty Heilbrigðisyfirvöld í Kína reyna nú að hefta útbreiðslu af brigðis svartadauða sem uppgötvast hefur í héraðinu InnriMongólíu. Vitað er um tvær manneskjur sem sýkst hafa af veikinni og er þeim nú haldið í einangrun. Innri-Mongólía er mjög dreif býlt svæði, það er að segja á kínverskan mælikvarða, í norðurhluta landsins. Á þriðjudag kom fólkið til höfuðborgarinnar Peking og leitaði sér aðstoðar á sjúkrahúsi. Þar voru þau greind með veikina. Sjúkdómurinn sem bakterían Yersinia pestis veldur, þekktur undir nafninu svartidauði, hefur reglulega gengið yfir heimsbyggðina í faröldrum. Sá þekktasti var í Asíu og Evrópu um miðja 14. öld og olli dauða allt að 200 milljóna manna. Hálfri öld síðar geisaði faraldur hér á íslandi. Svartidauði er enn þá til og á sjöunda hundrað tilfelli koma upp á hverju ári, þá helst í Afríku sunnan Sahara, og leiða til meira en hundrað dauðsfalla. Þetta eru hins vegar af brigði af pestinni sem leggjast á eitla líkamans eða í formi blóðsýkingar. Tilfellin í Kína eru lungnasýking sem er mun hættulegri því hún berst ekki með snertingu heldur í gegnum öndunarfærin. Þar sem svartidauði er bakteríusýking er hægt að lækna veikina með sýklalyfjum. En hún er hraðvirk og ef ekkert er að gert leiðir hún nær undantekningarlaust til dauða á aðeins einum sólarhring. Þessi tegund svartadauða hefur áður komið upp, til dæmis í Kína. Bæði Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) og Smitsjúkdómastofnun Bandaríkjanna (CDC) fylgjast grannt með ástandinu í Kína. CDC hefur gefið út yfirlýsingu til að róa fólk, þar sem segir að kínversk yfirvöld hafi rannsakað alla þá sem gætu hafa komist í kynni við fólkið á þessum stutta tíma. Þá hefur einnig verið gripið til sóttvarna á þeim svæðum og allir sem mælast með háan hita verða rannsakaðir. Birtist í Fréttablaðinu Kína Mongólía Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Heilbrigðisyfirvöld í Kína reyna nú að hefta útbreiðslu af brigðis svartadauða sem uppgötvast hefur í héraðinu InnriMongólíu. Vitað er um tvær manneskjur sem sýkst hafa af veikinni og er þeim nú haldið í einangrun. Innri-Mongólía er mjög dreif býlt svæði, það er að segja á kínverskan mælikvarða, í norðurhluta landsins. Á þriðjudag kom fólkið til höfuðborgarinnar Peking og leitaði sér aðstoðar á sjúkrahúsi. Þar voru þau greind með veikina. Sjúkdómurinn sem bakterían Yersinia pestis veldur, þekktur undir nafninu svartidauði, hefur reglulega gengið yfir heimsbyggðina í faröldrum. Sá þekktasti var í Asíu og Evrópu um miðja 14. öld og olli dauða allt að 200 milljóna manna. Hálfri öld síðar geisaði faraldur hér á íslandi. Svartidauði er enn þá til og á sjöunda hundrað tilfelli koma upp á hverju ári, þá helst í Afríku sunnan Sahara, og leiða til meira en hundrað dauðsfalla. Þetta eru hins vegar af brigði af pestinni sem leggjast á eitla líkamans eða í formi blóðsýkingar. Tilfellin í Kína eru lungnasýking sem er mun hættulegri því hún berst ekki með snertingu heldur í gegnum öndunarfærin. Þar sem svartidauði er bakteríusýking er hægt að lækna veikina með sýklalyfjum. En hún er hraðvirk og ef ekkert er að gert leiðir hún nær undantekningarlaust til dauða á aðeins einum sólarhring. Þessi tegund svartadauða hefur áður komið upp, til dæmis í Kína. Bæði Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) og Smitsjúkdómastofnun Bandaríkjanna (CDC) fylgjast grannt með ástandinu í Kína. CDC hefur gefið út yfirlýsingu til að róa fólk, þar sem segir að kínversk yfirvöld hafi rannsakað alla þá sem gætu hafa komist í kynni við fólkið á þessum stutta tíma. Þá hefur einnig verið gripið til sóttvarna á þeim svæðum og allir sem mælast með háan hita verða rannsakaðir.
Birtist í Fréttablaðinu Kína Mongólía Mest lesið Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Hvalfjarðargöng opin á ný Innlent Líkamsárás í farþegaskipi Innlent „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira