Óttast afbrigði farsóttar Kristinn Haukur Guðnason skrifar 14. nóvember 2019 07:00 Tilfellin komu upp í hinni dreifbyggðu Innri-Mongólíu. Vísir/getty Heilbrigðisyfirvöld í Kína reyna nú að hefta útbreiðslu af brigðis svartadauða sem uppgötvast hefur í héraðinu InnriMongólíu. Vitað er um tvær manneskjur sem sýkst hafa af veikinni og er þeim nú haldið í einangrun. Innri-Mongólía er mjög dreif býlt svæði, það er að segja á kínverskan mælikvarða, í norðurhluta landsins. Á þriðjudag kom fólkið til höfuðborgarinnar Peking og leitaði sér aðstoðar á sjúkrahúsi. Þar voru þau greind með veikina. Sjúkdómurinn sem bakterían Yersinia pestis veldur, þekktur undir nafninu svartidauði, hefur reglulega gengið yfir heimsbyggðina í faröldrum. Sá þekktasti var í Asíu og Evrópu um miðja 14. öld og olli dauða allt að 200 milljóna manna. Hálfri öld síðar geisaði faraldur hér á íslandi. Svartidauði er enn þá til og á sjöunda hundrað tilfelli koma upp á hverju ári, þá helst í Afríku sunnan Sahara, og leiða til meira en hundrað dauðsfalla. Þetta eru hins vegar af brigði af pestinni sem leggjast á eitla líkamans eða í formi blóðsýkingar. Tilfellin í Kína eru lungnasýking sem er mun hættulegri því hún berst ekki með snertingu heldur í gegnum öndunarfærin. Þar sem svartidauði er bakteríusýking er hægt að lækna veikina með sýklalyfjum. En hún er hraðvirk og ef ekkert er að gert leiðir hún nær undantekningarlaust til dauða á aðeins einum sólarhring. Þessi tegund svartadauða hefur áður komið upp, til dæmis í Kína. Bæði Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) og Smitsjúkdómastofnun Bandaríkjanna (CDC) fylgjast grannt með ástandinu í Kína. CDC hefur gefið út yfirlýsingu til að róa fólk, þar sem segir að kínversk yfirvöld hafi rannsakað alla þá sem gætu hafa komist í kynni við fólkið á þessum stutta tíma. Þá hefur einnig verið gripið til sóttvarna á þeim svæðum og allir sem mælast með háan hita verða rannsakaðir. Birtist í Fréttablaðinu Kína Mongólía Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira
Heilbrigðisyfirvöld í Kína reyna nú að hefta útbreiðslu af brigðis svartadauða sem uppgötvast hefur í héraðinu InnriMongólíu. Vitað er um tvær manneskjur sem sýkst hafa af veikinni og er þeim nú haldið í einangrun. Innri-Mongólía er mjög dreif býlt svæði, það er að segja á kínverskan mælikvarða, í norðurhluta landsins. Á þriðjudag kom fólkið til höfuðborgarinnar Peking og leitaði sér aðstoðar á sjúkrahúsi. Þar voru þau greind með veikina. Sjúkdómurinn sem bakterían Yersinia pestis veldur, þekktur undir nafninu svartidauði, hefur reglulega gengið yfir heimsbyggðina í faröldrum. Sá þekktasti var í Asíu og Evrópu um miðja 14. öld og olli dauða allt að 200 milljóna manna. Hálfri öld síðar geisaði faraldur hér á íslandi. Svartidauði er enn þá til og á sjöunda hundrað tilfelli koma upp á hverju ári, þá helst í Afríku sunnan Sahara, og leiða til meira en hundrað dauðsfalla. Þetta eru hins vegar af brigði af pestinni sem leggjast á eitla líkamans eða í formi blóðsýkingar. Tilfellin í Kína eru lungnasýking sem er mun hættulegri því hún berst ekki með snertingu heldur í gegnum öndunarfærin. Þar sem svartidauði er bakteríusýking er hægt að lækna veikina með sýklalyfjum. En hún er hraðvirk og ef ekkert er að gert leiðir hún nær undantekningarlaust til dauða á aðeins einum sólarhring. Þessi tegund svartadauða hefur áður komið upp, til dæmis í Kína. Bæði Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) og Smitsjúkdómastofnun Bandaríkjanna (CDC) fylgjast grannt með ástandinu í Kína. CDC hefur gefið út yfirlýsingu til að róa fólk, þar sem segir að kínversk yfirvöld hafi rannsakað alla þá sem gætu hafa komist í kynni við fólkið á þessum stutta tíma. Þá hefur einnig verið gripið til sóttvarna á þeim svæðum og allir sem mælast með háan hita verða rannsakaðir.
Birtist í Fréttablaðinu Kína Mongólía Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Fleiri fréttir Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjá meira