„Bannstefnan hefur einfaldlega ekki virkað“ Eiður Þór Árnason skrifar 17. nóvember 2019 18:00 Áslaug talaði fyrir breyttri stefnu í fíkniefnamálum í Víglínunni í dag. Stöð 2/Egill Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra kallar eftir endurskoðun á íslenskri fíkniefnalöggjöf og segir að bannstefnan hafi ekki skilað tilætluðum árangri. Mikilvægt sé að líta oftar á fíkniefnaneytendur sjúklinga fremur en glæpamenn. „Við höfum einfaldlega séð það að þetta kerfi virkar illa til að koma í veg fyrir fíkniefnaneyslu ef það er markmiðið. Við þurfum kannski heldur að fara að horfa á þetta meira sem heilbrigðisvandamál og setja aðeins önnur gleraugu upp þegar við tölum um fíkniefnamál,“ sagði Áslaug í þjóðmálaþættinum Víglínunni á Stöð 2. Hún segir að það sé auðvitað mjög alvarlegt mál þegar upp komi stór fíkniefnamál hér á landi eða þegar ungt fólk deyi vegna neyslu fíkniefna. Tölur sýni þó að ekki hafi verið aukning í komu fíkniefna til landsins en það hafi verið breyting á samsetningu efnanna. „Við þurfum að þora að ræða þetta með öðrum hætti af því að hitt hefur ekki virkað.“Verði að geta viðurkennt neysluna „Við verðum frekar að horfa á þá sem veika einstaklinga heldur en glæpamenn.“ Áslaug telur einnig að kerfið þurfi að vera þannig sett upp að neytendur víli ekki fyrir sér að leita til lögreglunnar þegar upp komi alvarleg mál eða leita sér læknishjálpar þegar þörf er á.„Að þú getir einhvern veginn viðurkennt þína neyslu án þess að lenda á sakamannabekk fyrir, til að bjarga þínu eigin lífi,“ bætti hún við.Segir umræðuna oft svarthvíta „Mér finnst við kannski vera komin svolítið stutt í þessari umræðu, hún verður fljótt mjög svarthvít, að þeir sem vilji einhvern veginn skoða þessi mál séu einhverjir fylgjendur fíkniefna eða slíkt. Við náum engum árangri í þessum málaflokki ef við förum alltaf niður í þær grafir.“ Þessi mál tengist mörgum málaflokkum og að vinna sé hafin innan ríkisstjórnarinnar til að skoða vandann út frá víðara sjónarhorni með samstarfi margra ráðherra. Áslaug segir að mikilvægt sé að horfa til reynslunnar og reynslu annarra þjóða á þessu sviði. „Bannstefnan hefur einfaldlega ekki virkað. Við erum að sjá allt of marga unga aðila látast vegna fíkniefnaneyslu. Við þurfum að sjá hvort að það sé eitthvað annað sem geti virkað en bannstefnan því hún hefur ekki sýnt gildi sitt á undanförnum árum.“Hér má sjá viðtalið við Áslaugu Örnu í heild sinni þar sem hún ræðir meðal annars um Samherjamálið og langvarandi deilur innan lögreglunnar. Umræðan um fíkniefnamál hefst á fimmtándu mínútu. Alþingi Fíkn Lögreglumál Víglínan Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra kallar eftir endurskoðun á íslenskri fíkniefnalöggjöf og segir að bannstefnan hafi ekki skilað tilætluðum árangri. Mikilvægt sé að líta oftar á fíkniefnaneytendur sjúklinga fremur en glæpamenn. „Við höfum einfaldlega séð það að þetta kerfi virkar illa til að koma í veg fyrir fíkniefnaneyslu ef það er markmiðið. Við þurfum kannski heldur að fara að horfa á þetta meira sem heilbrigðisvandamál og setja aðeins önnur gleraugu upp þegar við tölum um fíkniefnamál,“ sagði Áslaug í þjóðmálaþættinum Víglínunni á Stöð 2. Hún segir að það sé auðvitað mjög alvarlegt mál þegar upp komi stór fíkniefnamál hér á landi eða þegar ungt fólk deyi vegna neyslu fíkniefna. Tölur sýni þó að ekki hafi verið aukning í komu fíkniefna til landsins en það hafi verið breyting á samsetningu efnanna. „Við þurfum að þora að ræða þetta með öðrum hætti af því að hitt hefur ekki virkað.“Verði að geta viðurkennt neysluna „Við verðum frekar að horfa á þá sem veika einstaklinga heldur en glæpamenn.“ Áslaug telur einnig að kerfið þurfi að vera þannig sett upp að neytendur víli ekki fyrir sér að leita til lögreglunnar þegar upp komi alvarleg mál eða leita sér læknishjálpar þegar þörf er á.„Að þú getir einhvern veginn viðurkennt þína neyslu án þess að lenda á sakamannabekk fyrir, til að bjarga þínu eigin lífi,“ bætti hún við.Segir umræðuna oft svarthvíta „Mér finnst við kannski vera komin svolítið stutt í þessari umræðu, hún verður fljótt mjög svarthvít, að þeir sem vilji einhvern veginn skoða þessi mál séu einhverjir fylgjendur fíkniefna eða slíkt. Við náum engum árangri í þessum málaflokki ef við förum alltaf niður í þær grafir.“ Þessi mál tengist mörgum málaflokkum og að vinna sé hafin innan ríkisstjórnarinnar til að skoða vandann út frá víðara sjónarhorni með samstarfi margra ráðherra. Áslaug segir að mikilvægt sé að horfa til reynslunnar og reynslu annarra þjóða á þessu sviði. „Bannstefnan hefur einfaldlega ekki virkað. Við erum að sjá allt of marga unga aðila látast vegna fíkniefnaneyslu. Við þurfum að sjá hvort að það sé eitthvað annað sem geti virkað en bannstefnan því hún hefur ekki sýnt gildi sitt á undanförnum árum.“Hér má sjá viðtalið við Áslaugu Örnu í heild sinni þar sem hún ræðir meðal annars um Samherjamálið og langvarandi deilur innan lögreglunnar. Umræðan um fíkniefnamál hefst á fimmtándu mínútu.
Alþingi Fíkn Lögreglumál Víglínan Mest lesið Trump segir Bandaríkjamenn munu taka yfir og „eignast“ Gasa Erlent Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Innlent „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Innlent Ellefu létust í skotárásinni Erlent Segir engan vilja búa á Gasa Erlent Fylgi flokks borgarstjórans dalar Innlent „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Innlent Hellisheiðin lokuð Innlent Appelsínugular viðvaranir taka gildi: Stormur og sums staðar ofsaveður Veður Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Innlent Fleiri fréttir Fjöldi vega á óvissustigi vegna veðurs Gagnrýnir deilur um þingflokksherbergi á meðan bráðamóttakan er yfirfull Umsóknum um vernd fækkaði úr 4.168 í 1.944 Fylgi flokks borgarstjórans dalar Harkaleg umræða fái kennara til að hugsa sína stöðu Á hreinu að ekki verður grafið undan Reykjavíkurflugvelli „Þú ert í grunninn að mynda annað fólk og hvaða heimild hefur þú til þess?“ Sjálfhreinsandi salerni slá í gegn á Suðurlandi Hellisheiðin lokuð „Mönnum verður hætta á að verða værukærir“ Flugvöllurinn fari ekki fet á næstu áratugum Harmleikur í Örebro og þingmenn búa sig undir átök Aðalsteinn aðstoðar Þorgerði Minnti þingmenn á að vinna saman fyrir þjóðina Bjarni og Þórður búnir að segja af sér Kurr í íþróttahreyfingunni vegna krafna Skattsins Kastljósið beinist að Guðrúnu Allir komnir í loftsteikingarofnana Icelandair aflýsir 38 flugferðum vegna veðurs Dæmdur fyrir manndráp af gáleysi á Völlunum Aukin hætta á gosi gæti varað í nokkrar vikur Loka öllum endurvinnslustöðvum á morgun vegna veðurs Svona var stemmningin við setningu Alþingis Gatnagerðargjöld hækka í Reykjavík Sveitarfélögin leiki sér að prósentum til að draga upp aðra mynd Kennarar hafna því að 20 prósenta launahækkun hafi verið í boði Fær að dúsa inni í mánuð til Segir kennara ekki hafa komið með formlegt tilboð Ráðin til Samfylkingarinnar Tilraun með basa í Hvalfirði ekki sögð hættuleg lífríki Sjá meira