Dramatískt sigurmark Mane á Villa Park Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 2. nóvember 2019 17:00 Liverpool kom til baka eftir að hafa lent undir í enn einum leiknum vísir/getty Sadio Mane tryggði Liverpool dramatískan endurkomusigur á Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í dag. Þrátt fyrir að hafa verið með mikla yfirburði í leiknum lenti Liverpool undir á Villa Park á 21. mínútu. John McGinn tók aukaspyrnu inn á teiginn sem Trezeguet setti í netið. Aðeins sex mínútm seinna virtist Roberto Firmino hafa jafnað metin fyrir Liverpool en mark hans var dæmt af vegna rangstöðu. Aðstoðardómarinn flaggaði og myndbandsdómgæslan staðfesti þann dóm, en hann var mjög tæpur. Liverpool hélt áfram að hafa yfirburði í leiknum en varnarleikur Aston Villa var góður og þeir náðu að halda aftur af gestunum. Það var ekki fyrr en á 87. mínútu að Andy Robertson náði að jafna metin fyrir Liverpool eftir frábæra fyrirgjöf Sadio Mane inn á teiginn. Seint í uppbótartíma leiksins var það svo Mane sem tryggði Liverpool sigurinn eftir hornspyrnu Trent Alexander-Arnold. Lokatölur 2-1 og Liverpool tekur stigin þrjú með sér heim. Enski boltinn
Sadio Mane tryggði Liverpool dramatískan endurkomusigur á Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í dag. Þrátt fyrir að hafa verið með mikla yfirburði í leiknum lenti Liverpool undir á Villa Park á 21. mínútu. John McGinn tók aukaspyrnu inn á teiginn sem Trezeguet setti í netið. Aðeins sex mínútm seinna virtist Roberto Firmino hafa jafnað metin fyrir Liverpool en mark hans var dæmt af vegna rangstöðu. Aðstoðardómarinn flaggaði og myndbandsdómgæslan staðfesti þann dóm, en hann var mjög tæpur. Liverpool hélt áfram að hafa yfirburði í leiknum en varnarleikur Aston Villa var góður og þeir náðu að halda aftur af gestunum. Það var ekki fyrr en á 87. mínútu að Andy Robertson náði að jafna metin fyrir Liverpool eftir frábæra fyrirgjöf Sadio Mane inn á teiginn. Seint í uppbótartíma leiksins var það svo Mane sem tryggði Liverpool sigurinn eftir hornspyrnu Trent Alexander-Arnold. Lokatölur 2-1 og Liverpool tekur stigin þrjú með sér heim.
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti
Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Handbolti