Einkenni kulnunar komu hratt en það tekur sinn tíma að ná sér Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 2. nóvember 2019 21:00 Ungur íslenskur læknir sem sem glímdi við kulnun segir að einkennin hafi komið hratt og að hann hafi verið lengur að ná sér en hann bjóst við. Kulnun og streita er algeng meðal lækna um allan heim og rannsóknir hafa sýnt að hér á landi eru margir læknar sem glíma við slík einkenni.Í nýlegri rannsókn sem gerð var hér á landi meðal rúmlega 700 lækna kom fram að meirihluti þeirra er undir gríðarlegu álagi og þeir finna fyrir einkennum sem eru truflandi eins og kvíða, depurð og einbeitingartruflunum sem eru merki ofurálags og jafnvel kulnunar. Guðmundur Freyr Jóhannsson, lyf- og bráðalæknir, segist hafa fundið fyrir streitueinkennum en ekki áttað sig fyrr en ástandið var orðið fremur slæmt. Hann sagði frá sinni reynslu á ráðstefnu um streitu í Salnum í Kópavogi í dag sem bar heitið: Hver hugar að þinni heilsu kallinn minn og kona góð? „Ég kom til baka úr fæðingarorlofi og fór að finna fyrir vaxandi einkennum eins svefntruflunum, pirringi, neikvæðni, kvíða og einbeitingarskorti í vinnunni. Þegar ég horfði svo til baka sá ég að einkennin voru byrjuð að gera vart við sig fyrr en þarna var ég virkilega byrjaður að taka eftir þeim,“ segir Guðmundur. Guðmundur Freyr Jóhannsson lyf-og bráðalæknir segir sína reynslu að það taki tíma að ná sér að fullu eftir kulnun.Guðmundur ræddi við yfirmann sinn sem sýndi honum skilning og tók hann sér í framhaldinu árs launalaust leyfi. Hann segir að margt hafi spilað inní ástandið. „Það er mikið álag á Landspítalanum og á bráðamóttökunni höfum við fundið fyrir vaxandi álagi eins og alþjóð veit. Svo bætast við ýmsir álagsþættir í einkalífi sem auka á það. Svefntruflanir eru t.d. álagsþáttur sem getur ýtt verulega á þetta,“ segir hann. Hann segist hafa notað tímann til að ná kröftum og kom hreyfingu inn jafnt og þétt. „Ég lagði mikla áherslu á að hvílast og endurheimta orkuna mína, smátt og smátt jókst starfsþrekið og ég fór í afleysingarstörf eftir því sem orkan mín leyfði. Þá kom ég hreyfingu inn jafnt og þétt. Það kom mér samt á óvart hvað þetta tók langan tíma. Það að ná sér eftir svona er frekar reiknað í mánuðum eða árum en dögum. Stundum þegar ég held ég sé búinn að ná mér alveg finn ég að það vantar ennþá aðeins uppá. Þeir sem hafa rannsakað þetta ástand segja að það geti tekið nokkur ár að ná sér að fullu,“ segir Guðmundur Guðmundur segir kulnun algenga meðal lækna hér á landi og erlendis. Þá sé mikil streita í íslensku samfélagi. „Ég bjó í Svíþjóð um tíma og þar er þjóðfélagið mun hægara og áherslurnar aðrar en hér á landi. Við Íslendingar leggjum mikla áherslu á dugnað, vinnan göfgar manninn, er algengt máltæki hér. En við verðum að passa að fara ekki framúr okkur og fá hvíldina á móti. Þá tel ég mikilvægt að vinnustaðir og atvinnurekendur skoði vel hvernig vinnuumhverfi þeir skapa. Ef vi ðætlum að tækla hluti eins og kulnun í starfi þarf að skoða heildarmyndina,“ segir Guðmundur að lokum. Heilbrigðismál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Einn miða til Kulnunar, nei takk Spurningar sem dynja á mér reglulega: Bíddu ertu bara að gera allt? Hvenær tekur þú þér slökunardag? Af hverju ertu að gera svona mikið? 15. október 2019 09:00 „Maður er algjörlega andlega og líkamlega örmagna“ Ásta Hafberg segir að það hafi verið mjög erfitt fyrir sig að sætta sig við það að hún væri komin í kulnun. Hún hafi dæmt sjálfa sig hart þegar hún fór í þriggja mánaða veikindaleyfi frá vinnu enda hefði hún litið svo á að það væri ekkert að henni, hún væri til dæmis ekki fótbrotin. 18. október 2019 11:45 Gæfusöm að lenda í kulnun Maður getur orðið veikur ef maður skrifar meira en maður les, segir Guðrún Eva Mínervudóttir sem er mikilvægi hvíldar afar hugleikið. Hún segist heppin að hafa fyrir nokkrum misserum komist í kulnunarástand. Hún kunni betur að sleppa takinu 2. nóvember 2019 11:14 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Erlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Fleiri fréttir Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Sjá meira
Ungur íslenskur læknir sem sem glímdi við kulnun segir að einkennin hafi komið hratt og að hann hafi verið lengur að ná sér en hann bjóst við. Kulnun og streita er algeng meðal lækna um allan heim og rannsóknir hafa sýnt að hér á landi eru margir læknar sem glíma við slík einkenni.Í nýlegri rannsókn sem gerð var hér á landi meðal rúmlega 700 lækna kom fram að meirihluti þeirra er undir gríðarlegu álagi og þeir finna fyrir einkennum sem eru truflandi eins og kvíða, depurð og einbeitingartruflunum sem eru merki ofurálags og jafnvel kulnunar. Guðmundur Freyr Jóhannsson, lyf- og bráðalæknir, segist hafa fundið fyrir streitueinkennum en ekki áttað sig fyrr en ástandið var orðið fremur slæmt. Hann sagði frá sinni reynslu á ráðstefnu um streitu í Salnum í Kópavogi í dag sem bar heitið: Hver hugar að þinni heilsu kallinn minn og kona góð? „Ég kom til baka úr fæðingarorlofi og fór að finna fyrir vaxandi einkennum eins svefntruflunum, pirringi, neikvæðni, kvíða og einbeitingarskorti í vinnunni. Þegar ég horfði svo til baka sá ég að einkennin voru byrjuð að gera vart við sig fyrr en þarna var ég virkilega byrjaður að taka eftir þeim,“ segir Guðmundur. Guðmundur Freyr Jóhannsson lyf-og bráðalæknir segir sína reynslu að það taki tíma að ná sér að fullu eftir kulnun.Guðmundur ræddi við yfirmann sinn sem sýndi honum skilning og tók hann sér í framhaldinu árs launalaust leyfi. Hann segir að margt hafi spilað inní ástandið. „Það er mikið álag á Landspítalanum og á bráðamóttökunni höfum við fundið fyrir vaxandi álagi eins og alþjóð veit. Svo bætast við ýmsir álagsþættir í einkalífi sem auka á það. Svefntruflanir eru t.d. álagsþáttur sem getur ýtt verulega á þetta,“ segir hann. Hann segist hafa notað tímann til að ná kröftum og kom hreyfingu inn jafnt og þétt. „Ég lagði mikla áherslu á að hvílast og endurheimta orkuna mína, smátt og smátt jókst starfsþrekið og ég fór í afleysingarstörf eftir því sem orkan mín leyfði. Þá kom ég hreyfingu inn jafnt og þétt. Það kom mér samt á óvart hvað þetta tók langan tíma. Það að ná sér eftir svona er frekar reiknað í mánuðum eða árum en dögum. Stundum þegar ég held ég sé búinn að ná mér alveg finn ég að það vantar ennþá aðeins uppá. Þeir sem hafa rannsakað þetta ástand segja að það geti tekið nokkur ár að ná sér að fullu,“ segir Guðmundur Guðmundur segir kulnun algenga meðal lækna hér á landi og erlendis. Þá sé mikil streita í íslensku samfélagi. „Ég bjó í Svíþjóð um tíma og þar er þjóðfélagið mun hægara og áherslurnar aðrar en hér á landi. Við Íslendingar leggjum mikla áherslu á dugnað, vinnan göfgar manninn, er algengt máltæki hér. En við verðum að passa að fara ekki framúr okkur og fá hvíldina á móti. Þá tel ég mikilvægt að vinnustaðir og atvinnurekendur skoði vel hvernig vinnuumhverfi þeir skapa. Ef vi ðætlum að tækla hluti eins og kulnun í starfi þarf að skoða heildarmyndina,“ segir Guðmundur að lokum.
Heilbrigðismál Vinnumarkaður Tengdar fréttir Einn miða til Kulnunar, nei takk Spurningar sem dynja á mér reglulega: Bíddu ertu bara að gera allt? Hvenær tekur þú þér slökunardag? Af hverju ertu að gera svona mikið? 15. október 2019 09:00 „Maður er algjörlega andlega og líkamlega örmagna“ Ásta Hafberg segir að það hafi verið mjög erfitt fyrir sig að sætta sig við það að hún væri komin í kulnun. Hún hafi dæmt sjálfa sig hart þegar hún fór í þriggja mánaða veikindaleyfi frá vinnu enda hefði hún litið svo á að það væri ekkert að henni, hún væri til dæmis ekki fótbrotin. 18. október 2019 11:45 Gæfusöm að lenda í kulnun Maður getur orðið veikur ef maður skrifar meira en maður les, segir Guðrún Eva Mínervudóttir sem er mikilvægi hvíldar afar hugleikið. Hún segist heppin að hafa fyrir nokkrum misserum komist í kulnunarástand. Hún kunni betur að sleppa takinu 2. nóvember 2019 11:14 Mest lesið Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Innlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Innlent Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Erlent Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Fleiri fréttir Naut aðstoðar samskiptasérfræðinga vegna veiðigjaldamálsins Hrindir af stað söfnun fyrir móður stúlkunnar sem lést í Suður-Afríku Varð vitni að ótrúlegum norðurljósum: „Mér fannst þetta magnað“ Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Sjá meira
Einn miða til Kulnunar, nei takk Spurningar sem dynja á mér reglulega: Bíddu ertu bara að gera allt? Hvenær tekur þú þér slökunardag? Af hverju ertu að gera svona mikið? 15. október 2019 09:00
„Maður er algjörlega andlega og líkamlega örmagna“ Ásta Hafberg segir að það hafi verið mjög erfitt fyrir sig að sætta sig við það að hún væri komin í kulnun. Hún hafi dæmt sjálfa sig hart þegar hún fór í þriggja mánaða veikindaleyfi frá vinnu enda hefði hún litið svo á að það væri ekkert að henni, hún væri til dæmis ekki fótbrotin. 18. október 2019 11:45
Gæfusöm að lenda í kulnun Maður getur orðið veikur ef maður skrifar meira en maður les, segir Guðrún Eva Mínervudóttir sem er mikilvægi hvíldar afar hugleikið. Hún segist heppin að hafa fyrir nokkrum misserum komist í kulnunarástand. Hún kunni betur að sleppa takinu 2. nóvember 2019 11:14