Læknar á Íslandi kljást við ofurálag og kulnun Sighvatur Arnmundsson skrifar 22. janúar 2019 06:15 Samkvæmt könnuninni finna læknar alls staðar í heilbrigðiskerfinu fyrir miklu álagi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM „Það er ljóst af niðurstöðum könnunarinnar að líðan lækna er á þann hátt að úrbóta er þörf hvað varðar starfsaðstæður og stuðning við þá. Þó það sé svo sem ekki mitt að svara því hvað sé til ráða hlýtur að verða gripið til aðgerða í framhaldinu,“ segir Ólafur Þór Ævarsson geðlæknir um nýja könnun á líðan íslenskra lækna sem kynnt verður á Læknadögum í dag. Ólafur Þór, sem stýrði rannsókninni fyrir hönd meðferðar- og fræðslusetursins Forvarna, segir að um tímamótarannsókn sé að ræða en hún byggir á svörum 728 lækna sem er ríflega helmingur allra lækna á Íslandi. „Það hafa verið gerðar kannanir á ákveðnum starfsstöðvum en það hefur aldrei áður verið gerð svona viðamikil og heildstæð könnun meðal allra lækna á Íslandi.“Ólafur Þór Ævarsson.FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARIMeðal helstu niðurstaðna könnunarinnar er að mikill meirihluti lækna telur sig vera undir of miklu álagi. „Við vissum það svo sem fyrir fram að læknar væru undir álagi en þarna er spurt um þetta á markvissan hátt. Læknar eru undir gríðarlegu álagi og þeir finna fyrir einkennum sem eru truflandi eins og kvíða, depurð og einbeitingartruflunum. Það eru auðvitað merki um ofurálag og í sumum tilfellum kulnun.“ Samkvæmt könnuninni hugleiddi um helmingur lækna það á 12 mánaða tímabili sem hún náði til oft eða stundum að láta af störfum. „Margir læknar eru undir miklu álagi og margir hugleiða það að hætta eða reyna að skipta um starf og þá er ekki um margt annað að ræða en að fara til útlanda. Það eru ekki margir vinnustaðir fyrir alla þá sem eru mjög sérhæfðir og svo er heldur ekki auðvelt að færa sig um set innan kerfisins.“ Ekki reyndist mikill munur á afstöðu lækna eftir ólíkum starfsstöðvum. „Þetta virðist vera svipað yfir kerfið þannig að það er engin starfsstöð sem sker sig úr. Álagið er mjög mikið alls staðar og þess vegna er ekki hægt að beina gagnrýni til einhverra ákveðinna starfsstaða heldur gildir þetta um allt heilbrigðiskerfið.“ Ólafur segir að starfsálagið birtist ekki bara í því að mikið sé að gera hjá læknum, heldur líka í því að starfsaðstöðu sé ábótavant og mönnun kerfisins ekki næg. Þannig taldist aðeins fjórðungur starfsstöðva hæfilega mannaður en um 72 prósent þeirra undirmönnuð. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
„Það er ljóst af niðurstöðum könnunarinnar að líðan lækna er á þann hátt að úrbóta er þörf hvað varðar starfsaðstæður og stuðning við þá. Þó það sé svo sem ekki mitt að svara því hvað sé til ráða hlýtur að verða gripið til aðgerða í framhaldinu,“ segir Ólafur Þór Ævarsson geðlæknir um nýja könnun á líðan íslenskra lækna sem kynnt verður á Læknadögum í dag. Ólafur Þór, sem stýrði rannsókninni fyrir hönd meðferðar- og fræðslusetursins Forvarna, segir að um tímamótarannsókn sé að ræða en hún byggir á svörum 728 lækna sem er ríflega helmingur allra lækna á Íslandi. „Það hafa verið gerðar kannanir á ákveðnum starfsstöðvum en það hefur aldrei áður verið gerð svona viðamikil og heildstæð könnun meðal allra lækna á Íslandi.“Ólafur Þór Ævarsson.FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARIMeðal helstu niðurstaðna könnunarinnar er að mikill meirihluti lækna telur sig vera undir of miklu álagi. „Við vissum það svo sem fyrir fram að læknar væru undir álagi en þarna er spurt um þetta á markvissan hátt. Læknar eru undir gríðarlegu álagi og þeir finna fyrir einkennum sem eru truflandi eins og kvíða, depurð og einbeitingartruflunum. Það eru auðvitað merki um ofurálag og í sumum tilfellum kulnun.“ Samkvæmt könnuninni hugleiddi um helmingur lækna það á 12 mánaða tímabili sem hún náði til oft eða stundum að láta af störfum. „Margir læknar eru undir miklu álagi og margir hugleiða það að hætta eða reyna að skipta um starf og þá er ekki um margt annað að ræða en að fara til útlanda. Það eru ekki margir vinnustaðir fyrir alla þá sem eru mjög sérhæfðir og svo er heldur ekki auðvelt að færa sig um set innan kerfisins.“ Ekki reyndist mikill munur á afstöðu lækna eftir ólíkum starfsstöðvum. „Þetta virðist vera svipað yfir kerfið þannig að það er engin starfsstöð sem sker sig úr. Álagið er mjög mikið alls staðar og þess vegna er ekki hægt að beina gagnrýni til einhverra ákveðinna starfsstaða heldur gildir þetta um allt heilbrigðiskerfið.“ Ólafur segir að starfsálagið birtist ekki bara í því að mikið sé að gera hjá læknum, heldur líka í því að starfsaðstöðu sé ábótavant og mönnun kerfisins ekki næg. Þannig taldist aðeins fjórðungur starfsstöðva hæfilega mannaður en um 72 prósent þeirra undirmönnuð.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Mest lesið Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Andstæðan við lóðabrask Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Innlent Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Innlent Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Innlent Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Innlent Fleiri fréttir Andstæðan við lóðabrask Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Dómari skapað hættulegt fordæmi fyrir ofbeldismenn Fjöldi kynferðisbrota í fyrra heldur yfir meðaltali Borgin segir upp leigusamningi og 54 barna leikskóla að óbreyttu lokað Finnur vill oddvitasæti VG í Reykjavík og bjóða fram með öðrum flokkum Ólga á norðurslóðum, Eyjagöng og nýr íþróttaálfur Kallar fulltrúa sendiráðsins á teppið: „Mér er ekki skemmt“ Kallar eftir upplýsingum um kínverska strætisvagna á Íslandi Forstjóri Deloitte: Sver af sér allar sakir en stígur til hliðar Lá við árekstri flugvélar og „kústa“ vegna gleymsku flugumferðarstjóra Sendiherraefnið biðst afsökunar „Við höfum ekkert að fela“ Forstjóri Deloitte ákærður fyrir kynferðisbrot Krónan standi í vegi fyrir innviðaframkvæmdum Fífilsgata verður Túnfífilsgata en ekki Hlíðarfótur „Þarna var ákveðið að verja ekki börnin“ Börnin hafi ekki sætt illri meðferð í skilningi laga „Markmiðið var aldrei að kaupa eign til að selja með hagnaði“ Bein útsending: Kynna skýrslu um starfsemi vöggustofu Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent