Baulað á Bandaríkjaforseta á bardagakvöldi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. nóvember 2019 08:33 Trump veifaði til áhorfenda þrátt fyrir blendnar viðtökur. Vísir/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti hlaut misgóðar viðtökur í Madison Square Garden-höllinni í New York í gærkvöldi þar sem hann var mættur til þess að fylgjast með UFC 244 bardagakvöldinu. Stór hluti áhorfendaskarans baulaði á forsetann en þó voru nokkrir sem tóku forsetanum fagnandi. Trump var ásamt sonum sínum, Donald yngri og Eric, og öðrum háttsettum meðlimum Repúblikanaflokksins mættur til þess að fylgjast með bardögum kvöldsins. Varð hann meðal annars vitni að því þegar Jorge Masvidal sigraði Nate Diaz. Kölluðu viðstaddir meðal annars eftir því að Trump yrði fangelsaður, en í kosningabaráttu sinni fyrir forsetakosningarnar 2016 var það vinsælt hjá stuðningsmönnum Trump að kalla eftir hinu sama gagnvart þáverandi mótframbjóðanda hans, Hillary Clinton. Þá mátti í mannhafinu sjá skilti sem á voru skilaboð á borð við „Fjarlægið Trump“ og „Ákærið Trump.“That sound you hear is @realDonaldTrump getting booed at #UFC244pic.twitter.com/oklkQzGMpk — Mitch Horowitz (@MitchHorowitz) November 3, 2019 Tvennum sögum fer þó af móttökunum sem forsetinn fékk, en sonur hans, Donald Trump yngri, segir þær hafa verið „jákvæðar að langstærstum hluta“ og að forseti UFC, Dana White, hafi kallað inngöngu forsetans í Madison Square Garden „rafmögnuðustu innkomu sem hann hefði séð í 25 ár.“ Rétt er að benda á að White og Trump er vel til vina, meðal annars vegna þess að fyrir áratugum síðan, þegar UFC var enn að ryðja sér til rúms og mætti heldur meiri mótspyrnu almennings og fjölmiðla heldur en í dag, kostaði Trump sjálfur UFC bardagakvöld. „Ég myndi aldrei segja nokkuð neikvætt um Donald Trump því hann var til staðar þegar aðrir voru það ekki,“ sagði White en hann ávarpaði meðal annars flokksþing Repúblikanaflokksins árið 2016, þar sem hann hélt ræðu til stuðnings forsetaframboði Trump. Bandaríkin Donald Trump MMA Tengdar fréttir Jorge Masvidal sigraði Nate Diaz fyrir framan Donald Trump UFC 244 fór fram í nótt þar sem þeir Nate Diaz og Jorge Masvidal mættust í aðalbardaga kvöldsins. Læknirinn stöðvaði bardagann eftir 3. lotu við litlar vinsældir. 3. nóvember 2019 06:11 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Fleiri fréttir Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti hlaut misgóðar viðtökur í Madison Square Garden-höllinni í New York í gærkvöldi þar sem hann var mættur til þess að fylgjast með UFC 244 bardagakvöldinu. Stór hluti áhorfendaskarans baulaði á forsetann en þó voru nokkrir sem tóku forsetanum fagnandi. Trump var ásamt sonum sínum, Donald yngri og Eric, og öðrum háttsettum meðlimum Repúblikanaflokksins mættur til þess að fylgjast með bardögum kvöldsins. Varð hann meðal annars vitni að því þegar Jorge Masvidal sigraði Nate Diaz. Kölluðu viðstaddir meðal annars eftir því að Trump yrði fangelsaður, en í kosningabaráttu sinni fyrir forsetakosningarnar 2016 var það vinsælt hjá stuðningsmönnum Trump að kalla eftir hinu sama gagnvart þáverandi mótframbjóðanda hans, Hillary Clinton. Þá mátti í mannhafinu sjá skilti sem á voru skilaboð á borð við „Fjarlægið Trump“ og „Ákærið Trump.“That sound you hear is @realDonaldTrump getting booed at #UFC244pic.twitter.com/oklkQzGMpk — Mitch Horowitz (@MitchHorowitz) November 3, 2019 Tvennum sögum fer þó af móttökunum sem forsetinn fékk, en sonur hans, Donald Trump yngri, segir þær hafa verið „jákvæðar að langstærstum hluta“ og að forseti UFC, Dana White, hafi kallað inngöngu forsetans í Madison Square Garden „rafmögnuðustu innkomu sem hann hefði séð í 25 ár.“ Rétt er að benda á að White og Trump er vel til vina, meðal annars vegna þess að fyrir áratugum síðan, þegar UFC var enn að ryðja sér til rúms og mætti heldur meiri mótspyrnu almennings og fjölmiðla heldur en í dag, kostaði Trump sjálfur UFC bardagakvöld. „Ég myndi aldrei segja nokkuð neikvætt um Donald Trump því hann var til staðar þegar aðrir voru það ekki,“ sagði White en hann ávarpaði meðal annars flokksþing Repúblikanaflokksins árið 2016, þar sem hann hélt ræðu til stuðnings forsetaframboði Trump.
Bandaríkin Donald Trump MMA Tengdar fréttir Jorge Masvidal sigraði Nate Diaz fyrir framan Donald Trump UFC 244 fór fram í nótt þar sem þeir Nate Diaz og Jorge Masvidal mættust í aðalbardaga kvöldsins. Læknirinn stöðvaði bardagann eftir 3. lotu við litlar vinsældir. 3. nóvember 2019 06:11 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Nauðgunardómi snúið við: „Gæfi allt til að taka þetta til baka“ Innlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Fleiri fréttir Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Talsmaður Pútíns hrósar Rubio fyrir ummæli um leppastríð Vonir bundnar við uppgötvun nýrrar virkni ónæmiskerfisins Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Arabaríkin samþykkja áætlun um 53 milljarða dala uppbyggingu Gasa Bandaríkin muni eignast Grænland með einum eða öðrum hætti 170 mæður á Bretlandi drepnar af sonum sínum á fimmtán árum Hótanir í tollamálum en sáttartónn í garð Úkraínu Gaseitrun talin ólíkleg þrátt fyrir gasleka Fer í hart við konuna sem sakaði hann um nauðgun Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Arababandalagið fundar um framtíð Gasa í dag Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Sjá meira
Jorge Masvidal sigraði Nate Diaz fyrir framan Donald Trump UFC 244 fór fram í nótt þar sem þeir Nate Diaz og Jorge Masvidal mættust í aðalbardaga kvöldsins. Læknirinn stöðvaði bardagann eftir 3. lotu við litlar vinsældir. 3. nóvember 2019 06:11