Innkoma Play jákvæð en þó ekki úrslitaatriði Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. nóvember 2019 10:45 Jóhannes Þór Skúlason er ánægður með innkomu Play á íslenskan flugmarkað. Vísir/Vilhelm „Eitt nýtt flugfélag með tvær þotur og sex áfangastaði er náttúrulega ekki „make or brake“ fyrir íslenska ferðaþjónustu en við fögnum að sjálfsögðu alltaf öllum sem hafa trú á áfangastaðnum.“ Þetta sagði Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar á Bítinu í morgun þar sem hann ræddi hina væntanlegu innkomu íslenska flugfélagsins Play á flugmarkað. Flugfélagið var kynnt til leiks í vikunni en ekki liggur fyrir hvenær jómfrúarflugið verður farið. Þá liggur leiðakerfið heldur ekki fyrir. Á blaðamannafundi þar sem flugfélagið var kynnt kom hins vegar fram að félagið verði í fyrstu smátt í sniðum. Play muni alfarið halda sig við Airbus A320 vélar og verða þær tvær í fyrstu. Til að byrja með verði áfangastaðirnir sex í Evrópu, síðar verði leiðakerfið stækkað til Norður-Ameríku.Bandaríkjamarkaður mikilvægur Jóhannes Þór virðist vera jákvæður í garð hins nýja flugfélags. „Ísland byggir alla sína ferðaþjónustu á flugi, ég held að 99 prósent af farþegum sem hingað komi með flugi þess vegna skiptir sætaframboð okkur töluverðu máli og það sé almennt trú á þessum áfangastað. Þannig að það er bara mjög jákvætt,“ sagði Jóhannes Þór.Bætti hann við að þróun og vöxtur flugfélagsins yrði að koma í ljós en það væri jákvætt að innanborðs væru reynslumiklir starfsmenn úr flugheiminum. Að flugfélaginu stendur reynslumikið fólk úr flugbransanum; sem starfaði áður hjá WOW Air, Air Atlanta og útlenskum flugfélögum. Sagði Jóhannes Þór að miðað við kynninguna á flugfélaginu væri ljóst að forsvarsmennirnir væru reynslunni ríkari eftir störf sín fyrir WOW air. „Þannig að menn hafa lært af hinu og þessu þarna og það kom svolítið fram á þessum blaðamannafundi sem haldinn var að þarna ætlar flugfélagið að einskorða sig við eina flugvélatýpu til dæmis og ekki fara í eitthvað breiðþotuævintýri eins og Skúli Mogensen taldi hafa farið illa með WOW,“ sagði Jóhannes Þór. Lýst honum vel á að stefnan sé sett á Bandaríkjamarkað, þar væri góður markaður fyrir íslenska ferðaþjónustu. „Það skiptir okkur ferðaþjónustuna í heild sinni máli að það séu góðar tengingar við Bandaríkin. Það er augljóst að þetta nýja flugfélag ætlar að nýta sér samskonar kerfi og bæði Icelandair er að nýta sér og WOW nýtti sér á sínum tíma, að nota Keflavík sem skiptistöð og nýta staðsetningu Íslands sem flugmóðurskip í miðju Atlantshafinu til þess að fara til sitthvorrar heimsálfunnar. Það hefur sýnt sig að það er módel sem að virkar,“ sagði Jóhannes Þór. Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Play Tengdar fréttir Play hefur sig til flugs til sex áfangastaða í vetur Forstjóri Play, nýs lággjaldaflugfélags, segir eigið fé ríkulegt og að hugað hafi verið að loftlagsmálum við val á flugvélum. Play hefur sig til flugs í vetur, fyrst um sinn með tvær flugvélar. 5. nóvember 2019 20:30 WAB air verður Play Aðstandendur nýs, íslensks flugfélags boðuðu til blaðamannafundar í Perlu í dag þar sem þau kynntu áform sín. 5. nóvember 2019 10:00 Play kynnt til leiks Nýtt íslenskt flugfélag mun hefja sig til flugs á næstu mánuðum. 5. nóvember 2019 11:25 Freista þess að afla Play 1.700 milljóna Íslensk verðbréf vinna að því að tryggja flugfélaginu Play hlutafé upp á 1.700 milljónir króna frá innlendum fjárfestum. 6. nóvember 2019 06:15 Mest lesið Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Neytendur Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Viðskipti innlent Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Viðskipti innlent Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Viðskipti innlent Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Viðskipti innlent Loka Kristjánsbakaríi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Sjá meira
„Eitt nýtt flugfélag með tvær þotur og sex áfangastaði er náttúrulega ekki „make or brake“ fyrir íslenska ferðaþjónustu en við fögnum að sjálfsögðu alltaf öllum sem hafa trú á áfangastaðnum.“ Þetta sagði Jóhannes Þór Skúlason, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar á Bítinu í morgun þar sem hann ræddi hina væntanlegu innkomu íslenska flugfélagsins Play á flugmarkað. Flugfélagið var kynnt til leiks í vikunni en ekki liggur fyrir hvenær jómfrúarflugið verður farið. Þá liggur leiðakerfið heldur ekki fyrir. Á blaðamannafundi þar sem flugfélagið var kynnt kom hins vegar fram að félagið verði í fyrstu smátt í sniðum. Play muni alfarið halda sig við Airbus A320 vélar og verða þær tvær í fyrstu. Til að byrja með verði áfangastaðirnir sex í Evrópu, síðar verði leiðakerfið stækkað til Norður-Ameríku.Bandaríkjamarkaður mikilvægur Jóhannes Þór virðist vera jákvæður í garð hins nýja flugfélags. „Ísland byggir alla sína ferðaþjónustu á flugi, ég held að 99 prósent af farþegum sem hingað komi með flugi þess vegna skiptir sætaframboð okkur töluverðu máli og það sé almennt trú á þessum áfangastað. Þannig að það er bara mjög jákvætt,“ sagði Jóhannes Þór.Bætti hann við að þróun og vöxtur flugfélagsins yrði að koma í ljós en það væri jákvætt að innanborðs væru reynslumiklir starfsmenn úr flugheiminum. Að flugfélaginu stendur reynslumikið fólk úr flugbransanum; sem starfaði áður hjá WOW Air, Air Atlanta og útlenskum flugfélögum. Sagði Jóhannes Þór að miðað við kynninguna á flugfélaginu væri ljóst að forsvarsmennirnir væru reynslunni ríkari eftir störf sín fyrir WOW air. „Þannig að menn hafa lært af hinu og þessu þarna og það kom svolítið fram á þessum blaðamannafundi sem haldinn var að þarna ætlar flugfélagið að einskorða sig við eina flugvélatýpu til dæmis og ekki fara í eitthvað breiðþotuævintýri eins og Skúli Mogensen taldi hafa farið illa með WOW,“ sagði Jóhannes Þór. Lýst honum vel á að stefnan sé sett á Bandaríkjamarkað, þar væri góður markaður fyrir íslenska ferðaþjónustu. „Það skiptir okkur ferðaþjónustuna í heild sinni máli að það séu góðar tengingar við Bandaríkin. Það er augljóst að þetta nýja flugfélag ætlar að nýta sér samskonar kerfi og bæði Icelandair er að nýta sér og WOW nýtti sér á sínum tíma, að nota Keflavík sem skiptistöð og nýta staðsetningu Íslands sem flugmóðurskip í miðju Atlantshafinu til þess að fara til sitthvorrar heimsálfunnar. Það hefur sýnt sig að það er módel sem að virkar,“ sagði Jóhannes Þór.
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Play Tengdar fréttir Play hefur sig til flugs til sex áfangastaða í vetur Forstjóri Play, nýs lággjaldaflugfélags, segir eigið fé ríkulegt og að hugað hafi verið að loftlagsmálum við val á flugvélum. Play hefur sig til flugs í vetur, fyrst um sinn með tvær flugvélar. 5. nóvember 2019 20:30 WAB air verður Play Aðstandendur nýs, íslensks flugfélags boðuðu til blaðamannafundar í Perlu í dag þar sem þau kynntu áform sín. 5. nóvember 2019 10:00 Play kynnt til leiks Nýtt íslenskt flugfélag mun hefja sig til flugs á næstu mánuðum. 5. nóvember 2019 11:25 Freista þess að afla Play 1.700 milljóna Íslensk verðbréf vinna að því að tryggja flugfélaginu Play hlutafé upp á 1.700 milljónir króna frá innlendum fjárfestum. 6. nóvember 2019 06:15 Mest lesið Play er gjaldþrota Viðskipti innlent Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Viðskipti innlent Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Neytendur Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Viðskipti innlent Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Viðskipti innlent Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Viðskipti innlent Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Viðskipti innlent Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Viðskipti innlent Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Viðskipti innlent Loka Kristjánsbakaríi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Play kvartaði undan Icelandair þremur vikum fyrir gjaldþrot Loka Kristjánsbakaríi Hætta rekstri tveggja skipa í hagræðingarskyni Engin ást eftir milli flugmanna og stjórnenda Sömu miðarnir kosti nú 370 þúsund Koma fólkinu heim með fimmtán milljóna króna leiguflugi Fargjöld ekki hækkuð af ásettu ráði Samgöngustofa fundaði nýlega með Play og fékk gögn frá KPMG „Við erum ekki með öll eggin í sömu körfu“ „Hver fyrir sig hvað það varðar“ Farþegar Play í Keflavík klóra sér í kollinum Ráðin sölu- og markaðsstjóri hjá Alfreð Kveðjubréf Einars forstjóra til starfsfólks Play er gjaldþrota Bein útsending: Staða aðfluttra á húsnæðismarkaði Spennandi tími til að opna nýjan fjölmiðill Lífsverk og Almenni lífeyrissjóðurinn í eina sæng Lagning gjaldþrota Fyrrverandi bankastjóri nýr forstjóri Thor landeldis Edda María leiðir stafræna markaðsþjónustu Vettvangs Uppsagnir hjá Fjársýslunni Guðný ráðin fræðslustjóri og Kristófer Orri í gjaldeyrismiðlun Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan 4,1% og fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Sjá meira
Play hefur sig til flugs til sex áfangastaða í vetur Forstjóri Play, nýs lággjaldaflugfélags, segir eigið fé ríkulegt og að hugað hafi verið að loftlagsmálum við val á flugvélum. Play hefur sig til flugs í vetur, fyrst um sinn með tvær flugvélar. 5. nóvember 2019 20:30
WAB air verður Play Aðstandendur nýs, íslensks flugfélags boðuðu til blaðamannafundar í Perlu í dag þar sem þau kynntu áform sín. 5. nóvember 2019 10:00
Play kynnt til leiks Nýtt íslenskt flugfélag mun hefja sig til flugs á næstu mánuðum. 5. nóvember 2019 11:25
Freista þess að afla Play 1.700 milljóna Íslensk verðbréf vinna að því að tryggja flugfélaginu Play hlutafé upp á 1.700 milljónir króna frá innlendum fjárfestum. 6. nóvember 2019 06:15