Hátt settur starfsmaður Instagram bjargaði Audda úr klóm hakkara Stefán Árni Pálsson skrifar 7. nóvember 2019 12:30 Auðunn Blöndal og Ríkharður Óskar Guðnason á haustkynningu Stöðvar 2 á dögunum. Vísir/daníel þór Fjölmiðlamaðurinn Auðunn Blöndal lenti í því í vikunni að Instagram-reikningur hans var hakkaður en hann ræddi um málið í Brennslunni á FM957 í gær. „Reikningum var í rauninni bara stolið og það er ekki þægileg tilfinning,“ segir Auddi sem er með yfir 35 þúsund fylgjendur á miðlinum.„Ég get alveg viðurkennt fyrir hlustendum að ég varð alveg hvítur í framan. Ég vaknaði um morguninn og fer ekkert beint á Instagram. Síðan kíki ég þegar ég er mættur í vinnuna og þá kom bara eins og ég hafi verið skráður út. Síðan þegar ég reyni að skrá mig inn kemur bara nýr reikningur, Blöndal Auðunn og ég ekki að elta neinn og enginn að elta mig. Þetta var það vel gert hjá þessum hakkara að hann eyddi mínum reikningi og bjó til nýjan fyrir mig.“ Auðunn segist hafa farið beint til þeirra sem starfa hjá tölvudeild Vodafone. „Þeir voru með mér í svona þrjá tíma. Þetta var ekki eins og ég og pabbi hefðum verið í þessu. Hann var búinn að breyta tölvupóstfanginu á Instagraminu, breyta nafninu og henda út öllum myndum þannig að þetta var mjög steikt.“ Hann segir að það hafi verið mjög erfitt að átta sig á því hvert hann ætti að snúa sér. „Maður er gjörsamlega varnarlaus og ég var búinn að hafa samband við nokkra út í bæ. Þetta hefði tekið mun lengri tíma en konan mín þekkir einstakling úti í New York sem þekkir einstakling sem er hátt settur hjá Instagram. Það var það sem bjargaði þessu, því þá var hægt að tala við einhvern í síma,“ segir Auðunn en kærasta hans er Rakel Þormarsdóttir og eiga þau von á sínu fyrsta barni á næstunni.Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni. Netöryggi Samfélagsmiðlar Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira
Fjölmiðlamaðurinn Auðunn Blöndal lenti í því í vikunni að Instagram-reikningur hans var hakkaður en hann ræddi um málið í Brennslunni á FM957 í gær. „Reikningum var í rauninni bara stolið og það er ekki þægileg tilfinning,“ segir Auddi sem er með yfir 35 þúsund fylgjendur á miðlinum.„Ég get alveg viðurkennt fyrir hlustendum að ég varð alveg hvítur í framan. Ég vaknaði um morguninn og fer ekkert beint á Instagram. Síðan kíki ég þegar ég er mættur í vinnuna og þá kom bara eins og ég hafi verið skráður út. Síðan þegar ég reyni að skrá mig inn kemur bara nýr reikningur, Blöndal Auðunn og ég ekki að elta neinn og enginn að elta mig. Þetta var það vel gert hjá þessum hakkara að hann eyddi mínum reikningi og bjó til nýjan fyrir mig.“ Auðunn segist hafa farið beint til þeirra sem starfa hjá tölvudeild Vodafone. „Þeir voru með mér í svona þrjá tíma. Þetta var ekki eins og ég og pabbi hefðum verið í þessu. Hann var búinn að breyta tölvupóstfanginu á Instagraminu, breyta nafninu og henda út öllum myndum þannig að þetta var mjög steikt.“ Hann segir að það hafi verið mjög erfitt að átta sig á því hvert hann ætti að snúa sér. „Maður er gjörsamlega varnarlaus og ég var búinn að hafa samband við nokkra út í bæ. Þetta hefði tekið mun lengri tíma en konan mín þekkir einstakling úti í New York sem þekkir einstakling sem er hátt settur hjá Instagram. Það var það sem bjargaði þessu, því þá var hægt að tala við einhvern í síma,“ segir Auðunn en kærasta hans er Rakel Þormarsdóttir og eiga þau von á sínu fyrsta barni á næstunni.Hér að neðan má hlusta á viðtalið í heild sinni.
Netöryggi Samfélagsmiðlar Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira